Segir fráleitt að ríkislögreglustjóri hafi reynt að hafa áhrif á dómara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2023 14:40 Runólfur Þórhallsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Arnar Í morgun steig fram Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgisson annars tveggja sakborninga í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón alþjóðasviðs, um að nota hættustig hryðjuverka til að þrýsta á dómara í málinu. Hann sagði brýnasta verkefnið að endurskoða frá grunni starfsemi ríkislögreglustjóra. Málið snýst um viðtal sem Karl Steinar veitti mbl.is í gærkvöldi þar sem hann er spurður hvort það kæmi til greina að lækka hættustig að nýju ef sakborningarnir tveir yrðu sakfelldir. Karl Steinar svaraði því til að það gæti alveg verið því þetta væri „lifandi plagg“ líkt og Karl Steinar komst að orði. Sveinn Andri túlkaði svar Karls Steinars sem þrýsting á dómara um að sakfella í málinu og kvaðst nema „örvæntingu á lokastigi“ innan embættis ríkislögreglustjóra vegna málsins. Sjá nánar: „Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Karl Steinar er staddur í útlöndum og hafði ekki tök á að veita viðtal vegna málsins en Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningadeild ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofu að ásökunin sé fráleit og að yfirlýsing Sveins Andra sé hluti af málsvörninni í málinu. „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem verjendur í alvarlegum sakamálum eru með stóryrtar yfirlýsingar og reyna markvisst að draga úr trúverðugleika lögreglu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitthvað svona kemur fram. En það sem er áhugavert í þessu er að þarna er verið að efast um hlutleysi og fagmennsku dómara hér á landi og það finnst okkur áhugavert.“ Þegar Runólfur var spurður hvort það væri ekki eitthvað hæft í túlkun Sveins Andra svaraði hann því til að það væri með öllu fráleitt. „Svona áhættumöt eru unnin þannig að miklu magni upplýsinga er safnað bæði innanlands og erlendis. Þessi áhættumöt eru unnin eftir alþjóðlegum stöðlum og eins og ég segi þá er fráleitt að halda því fram að við séum að reyna að hafa áhrif á dómstóla landsins,“ segir Runólfur. „Þetta er ekkert nýtt, það eru einstaka verjendur sem nota þessa taktík í sinni málsvörn og við höfum margoft heyrt það áður þegar við erum að tala við verjendur, sérstaklega í alvarlegum sakamálum þá er markvisst verið að reyna að draga úr trúverðugleika lögreglu og það snýst náttúrulega um rannsóknargögn sem síðan er tekist á um fyrir dómi,“ segir Runólfur sem hvetur fólk til að kynna sér efni ákærunnar. „Það hefur verið fjallað ítarlega um málið í fjölmiðlum og ákæruna sem er byggð á rannsókn lögreglu og hvet alla til þess að kynna sér það til hlítar.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir „Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi sakbornings í svokölluðu hryðjuverkamáli, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar meðal annars eftir því að starfsemi ríkislögreglustjóra verði endurskoðuð frá grunni. 25. september 2023 08:53 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Málið snýst um viðtal sem Karl Steinar veitti mbl.is í gærkvöldi þar sem hann er spurður hvort það kæmi til greina að lækka hættustig að nýju ef sakborningarnir tveir yrðu sakfelldir. Karl Steinar svaraði því til að það gæti alveg verið því þetta væri „lifandi plagg“ líkt og Karl Steinar komst að orði. Sveinn Andri túlkaði svar Karls Steinars sem þrýsting á dómara um að sakfella í málinu og kvaðst nema „örvæntingu á lokastigi“ innan embættis ríkislögreglustjóra vegna málsins. Sjá nánar: „Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Karl Steinar er staddur í útlöndum og hafði ekki tök á að veita viðtal vegna málsins en Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningadeild ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofu að ásökunin sé fráleit og að yfirlýsing Sveins Andra sé hluti af málsvörninni í málinu. „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem verjendur í alvarlegum sakamálum eru með stóryrtar yfirlýsingar og reyna markvisst að draga úr trúverðugleika lögreglu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitthvað svona kemur fram. En það sem er áhugavert í þessu er að þarna er verið að efast um hlutleysi og fagmennsku dómara hér á landi og það finnst okkur áhugavert.“ Þegar Runólfur var spurður hvort það væri ekki eitthvað hæft í túlkun Sveins Andra svaraði hann því til að það væri með öllu fráleitt. „Svona áhættumöt eru unnin þannig að miklu magni upplýsinga er safnað bæði innanlands og erlendis. Þessi áhættumöt eru unnin eftir alþjóðlegum stöðlum og eins og ég segi þá er fráleitt að halda því fram að við séum að reyna að hafa áhrif á dómstóla landsins,“ segir Runólfur. „Þetta er ekkert nýtt, það eru einstaka verjendur sem nota þessa taktík í sinni málsvörn og við höfum margoft heyrt það áður þegar við erum að tala við verjendur, sérstaklega í alvarlegum sakamálum þá er markvisst verið að reyna að draga úr trúverðugleika lögreglu og það snýst náttúrulega um rannsóknargögn sem síðan er tekist á um fyrir dómi,“ segir Runólfur sem hvetur fólk til að kynna sér efni ákærunnar. „Það hefur verið fjallað ítarlega um málið í fjölmiðlum og ákæruna sem er byggð á rannsókn lögreglu og hvet alla til þess að kynna sér það til hlítar.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir „Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi sakbornings í svokölluðu hryðjuverkamáli, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar meðal annars eftir því að starfsemi ríkislögreglustjóra verði endurskoðuð frá grunni. 25. september 2023 08:53 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
„Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi sakbornings í svokölluðu hryðjuverkamáli, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar meðal annars eftir því að starfsemi ríkislögreglustjóra verði endurskoðuð frá grunni. 25. september 2023 08:53