Segir fráleitt að ríkislögreglustjóri hafi reynt að hafa áhrif á dómara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2023 14:40 Runólfur Þórhallsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Arnar Í morgun steig fram Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgisson annars tveggja sakborninga í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón alþjóðasviðs, um að nota hættustig hryðjuverka til að þrýsta á dómara í málinu. Hann sagði brýnasta verkefnið að endurskoða frá grunni starfsemi ríkislögreglustjóra. Málið snýst um viðtal sem Karl Steinar veitti mbl.is í gærkvöldi þar sem hann er spurður hvort það kæmi til greina að lækka hættustig að nýju ef sakborningarnir tveir yrðu sakfelldir. Karl Steinar svaraði því til að það gæti alveg verið því þetta væri „lifandi plagg“ líkt og Karl Steinar komst að orði. Sveinn Andri túlkaði svar Karls Steinars sem þrýsting á dómara um að sakfella í málinu og kvaðst nema „örvæntingu á lokastigi“ innan embættis ríkislögreglustjóra vegna málsins. Sjá nánar: „Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Karl Steinar er staddur í útlöndum og hafði ekki tök á að veita viðtal vegna málsins en Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningadeild ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofu að ásökunin sé fráleit og að yfirlýsing Sveins Andra sé hluti af málsvörninni í málinu. „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem verjendur í alvarlegum sakamálum eru með stóryrtar yfirlýsingar og reyna markvisst að draga úr trúverðugleika lögreglu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitthvað svona kemur fram. En það sem er áhugavert í þessu er að þarna er verið að efast um hlutleysi og fagmennsku dómara hér á landi og það finnst okkur áhugavert.“ Þegar Runólfur var spurður hvort það væri ekki eitthvað hæft í túlkun Sveins Andra svaraði hann því til að það væri með öllu fráleitt. „Svona áhættumöt eru unnin þannig að miklu magni upplýsinga er safnað bæði innanlands og erlendis. Þessi áhættumöt eru unnin eftir alþjóðlegum stöðlum og eins og ég segi þá er fráleitt að halda því fram að við séum að reyna að hafa áhrif á dómstóla landsins,“ segir Runólfur. „Þetta er ekkert nýtt, það eru einstaka verjendur sem nota þessa taktík í sinni málsvörn og við höfum margoft heyrt það áður þegar við erum að tala við verjendur, sérstaklega í alvarlegum sakamálum þá er markvisst verið að reyna að draga úr trúverðugleika lögreglu og það snýst náttúrulega um rannsóknargögn sem síðan er tekist á um fyrir dómi,“ segir Runólfur sem hvetur fólk til að kynna sér efni ákærunnar. „Það hefur verið fjallað ítarlega um málið í fjölmiðlum og ákæruna sem er byggð á rannsókn lögreglu og hvet alla til þess að kynna sér það til hlítar.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir „Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi sakbornings í svokölluðu hryðjuverkamáli, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar meðal annars eftir því að starfsemi ríkislögreglustjóra verði endurskoðuð frá grunni. 25. september 2023 08:53 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Málið snýst um viðtal sem Karl Steinar veitti mbl.is í gærkvöldi þar sem hann er spurður hvort það kæmi til greina að lækka hættustig að nýju ef sakborningarnir tveir yrðu sakfelldir. Karl Steinar svaraði því til að það gæti alveg verið því þetta væri „lifandi plagg“ líkt og Karl Steinar komst að orði. Sveinn Andri túlkaði svar Karls Steinars sem þrýsting á dómara um að sakfella í málinu og kvaðst nema „örvæntingu á lokastigi“ innan embættis ríkislögreglustjóra vegna málsins. Sjá nánar: „Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Karl Steinar er staddur í útlöndum og hafði ekki tök á að veita viðtal vegna málsins en Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningadeild ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofu að ásökunin sé fráleit og að yfirlýsing Sveins Andra sé hluti af málsvörninni í málinu. „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem verjendur í alvarlegum sakamálum eru með stóryrtar yfirlýsingar og reyna markvisst að draga úr trúverðugleika lögreglu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitthvað svona kemur fram. En það sem er áhugavert í þessu er að þarna er verið að efast um hlutleysi og fagmennsku dómara hér á landi og það finnst okkur áhugavert.“ Þegar Runólfur var spurður hvort það væri ekki eitthvað hæft í túlkun Sveins Andra svaraði hann því til að það væri með öllu fráleitt. „Svona áhættumöt eru unnin þannig að miklu magni upplýsinga er safnað bæði innanlands og erlendis. Þessi áhættumöt eru unnin eftir alþjóðlegum stöðlum og eins og ég segi þá er fráleitt að halda því fram að við séum að reyna að hafa áhrif á dómstóla landsins,“ segir Runólfur. „Þetta er ekkert nýtt, það eru einstaka verjendur sem nota þessa taktík í sinni málsvörn og við höfum margoft heyrt það áður þegar við erum að tala við verjendur, sérstaklega í alvarlegum sakamálum þá er markvisst verið að reyna að draga úr trúverðugleika lögreglu og það snýst náttúrulega um rannsóknargögn sem síðan er tekist á um fyrir dómi,“ segir Runólfur sem hvetur fólk til að kynna sér efni ákærunnar. „Það hefur verið fjallað ítarlega um málið í fjölmiðlum og ákæruna sem er byggð á rannsókn lögreglu og hvet alla til þess að kynna sér það til hlítar.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir „Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi sakbornings í svokölluðu hryðjuverkamáli, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar meðal annars eftir því að starfsemi ríkislögreglustjóra verði endurskoðuð frá grunni. 25. september 2023 08:53 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi sakbornings í svokölluðu hryðjuverkamáli, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar meðal annars eftir því að starfsemi ríkislögreglustjóra verði endurskoðuð frá grunni. 25. september 2023 08:53