Segir fráleitt að ríkislögreglustjóri hafi reynt að hafa áhrif á dómara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2023 14:40 Runólfur Þórhallsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Arnar Í morgun steig fram Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgisson annars tveggja sakborninga í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón alþjóðasviðs, um að nota hættustig hryðjuverka til að þrýsta á dómara í málinu. Hann sagði brýnasta verkefnið að endurskoða frá grunni starfsemi ríkislögreglustjóra. Málið snýst um viðtal sem Karl Steinar veitti mbl.is í gærkvöldi þar sem hann er spurður hvort það kæmi til greina að lækka hættustig að nýju ef sakborningarnir tveir yrðu sakfelldir. Karl Steinar svaraði því til að það gæti alveg verið því þetta væri „lifandi plagg“ líkt og Karl Steinar komst að orði. Sveinn Andri túlkaði svar Karls Steinars sem þrýsting á dómara um að sakfella í málinu og kvaðst nema „örvæntingu á lokastigi“ innan embættis ríkislögreglustjóra vegna málsins. Sjá nánar: „Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Karl Steinar er staddur í útlöndum og hafði ekki tök á að veita viðtal vegna málsins en Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningadeild ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofu að ásökunin sé fráleit og að yfirlýsing Sveins Andra sé hluti af málsvörninni í málinu. „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem verjendur í alvarlegum sakamálum eru með stóryrtar yfirlýsingar og reyna markvisst að draga úr trúverðugleika lögreglu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitthvað svona kemur fram. En það sem er áhugavert í þessu er að þarna er verið að efast um hlutleysi og fagmennsku dómara hér á landi og það finnst okkur áhugavert.“ Þegar Runólfur var spurður hvort það væri ekki eitthvað hæft í túlkun Sveins Andra svaraði hann því til að það væri með öllu fráleitt. „Svona áhættumöt eru unnin þannig að miklu magni upplýsinga er safnað bæði innanlands og erlendis. Þessi áhættumöt eru unnin eftir alþjóðlegum stöðlum og eins og ég segi þá er fráleitt að halda því fram að við séum að reyna að hafa áhrif á dómstóla landsins,“ segir Runólfur. „Þetta er ekkert nýtt, það eru einstaka verjendur sem nota þessa taktík í sinni málsvörn og við höfum margoft heyrt það áður þegar við erum að tala við verjendur, sérstaklega í alvarlegum sakamálum þá er markvisst verið að reyna að draga úr trúverðugleika lögreglu og það snýst náttúrulega um rannsóknargögn sem síðan er tekist á um fyrir dómi,“ segir Runólfur sem hvetur fólk til að kynna sér efni ákærunnar. „Það hefur verið fjallað ítarlega um málið í fjölmiðlum og ákæruna sem er byggð á rannsókn lögreglu og hvet alla til þess að kynna sér það til hlítar.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir „Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi sakbornings í svokölluðu hryðjuverkamáli, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar meðal annars eftir því að starfsemi ríkislögreglustjóra verði endurskoðuð frá grunni. 25. september 2023 08:53 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Málið snýst um viðtal sem Karl Steinar veitti mbl.is í gærkvöldi þar sem hann er spurður hvort það kæmi til greina að lækka hættustig að nýju ef sakborningarnir tveir yrðu sakfelldir. Karl Steinar svaraði því til að það gæti alveg verið því þetta væri „lifandi plagg“ líkt og Karl Steinar komst að orði. Sveinn Andri túlkaði svar Karls Steinars sem þrýsting á dómara um að sakfella í málinu og kvaðst nema „örvæntingu á lokastigi“ innan embættis ríkislögreglustjóra vegna málsins. Sjá nánar: „Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Karl Steinar er staddur í útlöndum og hafði ekki tök á að veita viðtal vegna málsins en Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningadeild ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofu að ásökunin sé fráleit og að yfirlýsing Sveins Andra sé hluti af málsvörninni í málinu. „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem verjendur í alvarlegum sakamálum eru með stóryrtar yfirlýsingar og reyna markvisst að draga úr trúverðugleika lögreglu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitthvað svona kemur fram. En það sem er áhugavert í þessu er að þarna er verið að efast um hlutleysi og fagmennsku dómara hér á landi og það finnst okkur áhugavert.“ Þegar Runólfur var spurður hvort það væri ekki eitthvað hæft í túlkun Sveins Andra svaraði hann því til að það væri með öllu fráleitt. „Svona áhættumöt eru unnin þannig að miklu magni upplýsinga er safnað bæði innanlands og erlendis. Þessi áhættumöt eru unnin eftir alþjóðlegum stöðlum og eins og ég segi þá er fráleitt að halda því fram að við séum að reyna að hafa áhrif á dómstóla landsins,“ segir Runólfur. „Þetta er ekkert nýtt, það eru einstaka verjendur sem nota þessa taktík í sinni málsvörn og við höfum margoft heyrt það áður þegar við erum að tala við verjendur, sérstaklega í alvarlegum sakamálum þá er markvisst verið að reyna að draga úr trúverðugleika lögreglu og það snýst náttúrulega um rannsóknargögn sem síðan er tekist á um fyrir dómi,“ segir Runólfur sem hvetur fólk til að kynna sér efni ákærunnar. „Það hefur verið fjallað ítarlega um málið í fjölmiðlum og ákæruna sem er byggð á rannsókn lögreglu og hvet alla til þess að kynna sér það til hlítar.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir „Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi sakbornings í svokölluðu hryðjuverkamáli, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar meðal annars eftir því að starfsemi ríkislögreglustjóra verði endurskoðuð frá grunni. 25. september 2023 08:53 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi sakbornings í svokölluðu hryðjuverkamáli, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar meðal annars eftir því að starfsemi ríkislögreglustjóra verði endurskoðuð frá grunni. 25. september 2023 08:53