Formúla 1

Hrein­skilinn Hamilton leggur spilin á borðið fyrir næsta tíma­bil

Aron Guðmundsson skrifar
Lewis Hamilton fyrir Japans kappaksturinn í gær
Lewis Hamilton fyrir Japans kappaksturinn í gær Vísir/EPA

Lewis Hamilton, sjö­faldur heims­meistari í For­múlu 1 og öku­maður Mercedes, segir liðið þurfa að eiga sína bestu sex mánuði frá upp­hafi, þegar kemur að þróun bílsins fyrir næsta tíma­bil, ætli Mercedes sér að brúa bilið í Red Bull Ra­cing.

Red Bull Ra­cing tryggði sér heims­meistara­titil bíla­smiða í Japans-kapp­akstrinum í gær, annað tíma­bilið í röð. Bíll austur­ríska liðsins hefur verið í sér­flokki á yfir­standandi tíma­bili á meðan að bíll Mercedes hefur verið víðs fjarri.

Hamilton, sem skrifaði á dögunum undir nýjan samning við Mercedes, segist hafa mikla trú á liðinu næstu mánuði en viður­kennir þó að Mercedes verði að halda vel á spilunum.

„Ég hef ekki hug­mynd um það á þessari stundu hvar bíll næsta tíma­bils hjá okkur mun standa, við erum langt, lang frá þeim stað sem við viljum vera á. Næstu sex mánuðir verða að vera bestu sex mánuðir, hvað þróun varðar, í sögu liðsins til þess að brúa bilið. Til þess að sjá til þess að við sjáum að banka á dyrnar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×