Fjórir látnir eftir umsátur í Kósovó Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2023 23:46 Innanríkisráðherra Kósovó segir að lögregla hafi handtekið fjölda manns í aðgerðunum í dag. AP Fjórir eru látnir eftir að hópur vopnaðra manna girti sig af í klaustri í Kósovó, nærri landamærunum að Serbíu, í dag. Umsátursástand myndaðist og kom til fjölda skotbardaga milli mannanna og kósovósks lögregluliðs. Xhelal Svecla, innanríkisráðherra Kósovó, sagði eftir að umsátrinu var lokið að lögregla hafi náð stjórn á svæðinu eftir röð skotbardaga. Drápu lögreglumann og særðu annan Fréttir bárust af því í morgun að hópur vopnaðra manna hafi ráðist úr launsátri á eftirlitsstöð lögreglu nærri bænum Banjska. Einn lögreglumaður lést í árásinni og annar særðist í árásinni, en kósovósk stjórnvöld sögðu að um hafi verið að ræða „serbneska glæpahópa“ sem bæru ábyrgð á árásinni. Mikil spenna hefur verið í samskiptum stjórnvalda í Kósovó og Serbíu síðustu misserin, en Serbar neita að viðurkenna sjálfstæði Kósovó og hafa haldið tengslum við þjóðbrot Serba sem eru fjölmennir í norðurhluta Kósovó. Viðræður milli serbneskra og kósovóskra stjórnvalda um að koma á bættum samskiptum hafa litlu skilað. Tveimur landamærastöðvum var lokað í dag vegna árásarinnar, í Jarinje og Brnjak.AP Flúðu inn í klaustur Eftir árásina á eftirlitsstöðuna flúðu vopnuðu mennirnir inn í klaustur skammt frá þar sem þeir girtu sig af. Til skotbardaga kom milli mannanna og lögregluliðs, en umsátrið stóð í margar klukkustundir. Lögregla segir að þrír vopnuðu mannanna hafi fallið í skotbardaganum. Albin Kurti, forsætisráðherra Kósóvó, sagði fyrr í dag að þrjátíu vopnaðir menn hið minnsta hefðu girt sig af í klaustrinu og hvatti þá til að gefast upp og gefa sig fram. Sagði hann árásina á eftirlitsstöð lögreglu hafa verið hryðjuverkaárás og sagði hann stjórnvöld í Serbíu bera þar ábyrgð. The murder & violence in the north is being perpetrated by these men armed & organized professional forces in armored vehicles with no license plates. Let me restate: It is not ordinary Kosova Serb citizens but Serbian-state supported troops perpetrating these terrorist attacks. pic.twitter.com/2ipXu5rgFF— Albin Kurti (@albinkurti) September 24, 2023 Fordæmdi árásina Innanríkisráðherrann Svecla segir að lögregla hafi handtekið fjölda manns í aðgerðunum í dag og lagt hald á mikið magn vopna og skotfæra. Erlendir fjölmiðlar segja þó óljóst hvort að allir hinna vopnuðu hafi verið handteknir í aðgerðunum. Tveimur landamærastöðvum var lokað í dag vegna árásarinnar, í Jarinje og Brnjak. Aleksandar Vucic Serbíuforseti fordæmdi í dag árásina á eftirlitsstöðina þar sem kósóvski lögreglumaðurinn lést, en kenndi þó Kurti um að ofsækja Serba í Kósovó. Kósovó Serbía Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Sjá meira
Xhelal Svecla, innanríkisráðherra Kósovó, sagði eftir að umsátrinu var lokið að lögregla hafi náð stjórn á svæðinu eftir röð skotbardaga. Drápu lögreglumann og særðu annan Fréttir bárust af því í morgun að hópur vopnaðra manna hafi ráðist úr launsátri á eftirlitsstöð lögreglu nærri bænum Banjska. Einn lögreglumaður lést í árásinni og annar særðist í árásinni, en kósovósk stjórnvöld sögðu að um hafi verið að ræða „serbneska glæpahópa“ sem bæru ábyrgð á árásinni. Mikil spenna hefur verið í samskiptum stjórnvalda í Kósovó og Serbíu síðustu misserin, en Serbar neita að viðurkenna sjálfstæði Kósovó og hafa haldið tengslum við þjóðbrot Serba sem eru fjölmennir í norðurhluta Kósovó. Viðræður milli serbneskra og kósovóskra stjórnvalda um að koma á bættum samskiptum hafa litlu skilað. Tveimur landamærastöðvum var lokað í dag vegna árásarinnar, í Jarinje og Brnjak.AP Flúðu inn í klaustur Eftir árásina á eftirlitsstöðuna flúðu vopnuðu mennirnir inn í klaustur skammt frá þar sem þeir girtu sig af. Til skotbardaga kom milli mannanna og lögregluliðs, en umsátrið stóð í margar klukkustundir. Lögregla segir að þrír vopnuðu mannanna hafi fallið í skotbardaganum. Albin Kurti, forsætisráðherra Kósóvó, sagði fyrr í dag að þrjátíu vopnaðir menn hið minnsta hefðu girt sig af í klaustrinu og hvatti þá til að gefast upp og gefa sig fram. Sagði hann árásina á eftirlitsstöð lögreglu hafa verið hryðjuverkaárás og sagði hann stjórnvöld í Serbíu bera þar ábyrgð. The murder & violence in the north is being perpetrated by these men armed & organized professional forces in armored vehicles with no license plates. Let me restate: It is not ordinary Kosova Serb citizens but Serbian-state supported troops perpetrating these terrorist attacks. pic.twitter.com/2ipXu5rgFF— Albin Kurti (@albinkurti) September 24, 2023 Fordæmdi árásina Innanríkisráðherrann Svecla segir að lögregla hafi handtekið fjölda manns í aðgerðunum í dag og lagt hald á mikið magn vopna og skotfæra. Erlendir fjölmiðlar segja þó óljóst hvort að allir hinna vopnuðu hafi verið handteknir í aðgerðunum. Tveimur landamærastöðvum var lokað í dag vegna árásarinnar, í Jarinje og Brnjak. Aleksandar Vucic Serbíuforseti fordæmdi í dag árásina á eftirlitsstöðina þar sem kósóvski lögreglumaðurinn lést, en kenndi þó Kurti um að ofsækja Serba í Kósovó.
Kósovó Serbía Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Sjá meira