Dagskráin í dag: Besta deildin, NFL og Meistarakeppni KKÍ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. september 2023 06:02 KR og Valur mætast í Bestu deild karla í dag. Vísir/Hulda Margrét Það kennir ýmissa grasa þegar litið er yfir lista beinna útsendinga á íþróttarásum Stöðvar 2 Sport í dag. Leikið verður í Bestu deild karla og þá fer fram leikur Tindastóls og Vals í Meistarakeppni KKÍ. Stöð 2 Sport Klukkan 13:45 hefst útsending frá Reykjavíkurslag KR og Vals í Bestu deild karla. KR er enn með í baráttunni um Evrópusæti og þarf nauðsynlega á sigri að halda en Valsmenn eru svo gott sem öruggir með annað sæti deildarinnar. Klukkan 16:50 verður sýnt beint frá leik Fylkis og KA í neðri hluta Bestu deildarinnar. Fylkir getur skilið Fram og ÍBV eftir í vondri stöðu vinni þeir sigur í dag. Bestu tilþrifin verða síðan á dagskrá klukkan 19:00 þar sem farið verður yfir það helsta úr leikjum dagsins. Stöð 2 Sport 2 Við tökum daginn snemma á Ítalíu því klukkan 10:20 hefst útsending frá leik Empoli og Inter í Serie A. Atalanta og Cagliari mætast í sömu deild klukkan 12:50. Klukkan 16:50 er komið að NFL en þá hefst útsending frá leik Minnesota Vikings og Los Angeles Chargers. Leikur Kansas City Chiefs og Chicago Bears verður í beinni frá klukkan 20:20. Stöð 2 Sport 3 NFL Red Zone fer í loftið klukkan 16:45 en þar er fylgst með öllum leikjum dagsins í NFL-deildinni og skipt á milli valla. Allt fjörið á einum stað. Stöð 2 Sport 4 Útsending frá lokadegi Solheim Cup hefst klukkan 9:00 en jafnt er í viðureign Evrópu og Bandaríkjanna fyrir þennan síðasta keppnisdag. Klukkan 16:20 er komið að spænska körfuboltanum en þá verður sýnt frá leik Barca og Joventut Badalona í ACB-deildinni. Leikur Torino og Roma í Serie A verður í beinni frá 18:35. Stöð 2 Sport 5 Leikur Bologna og Ítalíumeistara Napoli í Serie verður sýndur beint klukkan 15:50. Körfuboltatímabilið í karlaboltanum fer síðan af stað klukkan 19:00 en þá verður sýnt beint frá leik Tindastóls og Vals í Meistarakeppni KKÍ. Besta deildin Viðureign FH og Stjörnunnar í efri hluta Bestu deildarinnar verður í beinni frá Kaplakrika klukkan 13:50 en liðin eru bæði í baráttu um Evrópusæti. Besta deildin 2 Keflavík og HK mætast í neðri hluta Bestu deildarinnar klukkan 13:50. Keflvíkingar eru svo gott sem fallnir úr deildinni en HK gæti enn sogast niður í botnbaráttuna. Vodafone Sport Formúlu 1 keppnin í Japan hófst klukkan 4:30 í nótt. Klukkan 12:25 er síðan komið að stórleik Ajax og Feyenoord í hollensku deildinni. Leikur Eintracht Frankfurt og Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni fer í loftið klukkan 15:25. Lokadagur Hungarian Darts mótsins á Evrópumótaröðinni í pílukasti fer síðan í loftið klukkan 17:30. Að lokum verður sýnt beint frá Autotrader EchoPark mótinu í Nascar en útsending hefst klukkan 21:00. Dagskráin í dag Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjá meira
Stöð 2 Sport Klukkan 13:45 hefst útsending frá Reykjavíkurslag KR og Vals í Bestu deild karla. KR er enn með í baráttunni um Evrópusæti og þarf nauðsynlega á sigri að halda en Valsmenn eru svo gott sem öruggir með annað sæti deildarinnar. Klukkan 16:50 verður sýnt beint frá leik Fylkis og KA í neðri hluta Bestu deildarinnar. Fylkir getur skilið Fram og ÍBV eftir í vondri stöðu vinni þeir sigur í dag. Bestu tilþrifin verða síðan á dagskrá klukkan 19:00 þar sem farið verður yfir það helsta úr leikjum dagsins. Stöð 2 Sport 2 Við tökum daginn snemma á Ítalíu því klukkan 10:20 hefst útsending frá leik Empoli og Inter í Serie A. Atalanta og Cagliari mætast í sömu deild klukkan 12:50. Klukkan 16:50 er komið að NFL en þá hefst útsending frá leik Minnesota Vikings og Los Angeles Chargers. Leikur Kansas City Chiefs og Chicago Bears verður í beinni frá klukkan 20:20. Stöð 2 Sport 3 NFL Red Zone fer í loftið klukkan 16:45 en þar er fylgst með öllum leikjum dagsins í NFL-deildinni og skipt á milli valla. Allt fjörið á einum stað. Stöð 2 Sport 4 Útsending frá lokadegi Solheim Cup hefst klukkan 9:00 en jafnt er í viðureign Evrópu og Bandaríkjanna fyrir þennan síðasta keppnisdag. Klukkan 16:20 er komið að spænska körfuboltanum en þá verður sýnt frá leik Barca og Joventut Badalona í ACB-deildinni. Leikur Torino og Roma í Serie A verður í beinni frá 18:35. Stöð 2 Sport 5 Leikur Bologna og Ítalíumeistara Napoli í Serie verður sýndur beint klukkan 15:50. Körfuboltatímabilið í karlaboltanum fer síðan af stað klukkan 19:00 en þá verður sýnt beint frá leik Tindastóls og Vals í Meistarakeppni KKÍ. Besta deildin Viðureign FH og Stjörnunnar í efri hluta Bestu deildarinnar verður í beinni frá Kaplakrika klukkan 13:50 en liðin eru bæði í baráttu um Evrópusæti. Besta deildin 2 Keflavík og HK mætast í neðri hluta Bestu deildarinnar klukkan 13:50. Keflvíkingar eru svo gott sem fallnir úr deildinni en HK gæti enn sogast niður í botnbaráttuna. Vodafone Sport Formúlu 1 keppnin í Japan hófst klukkan 4:30 í nótt. Klukkan 12:25 er síðan komið að stórleik Ajax og Feyenoord í hollensku deildinni. Leikur Eintracht Frankfurt og Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni fer í loftið klukkan 15:25. Lokadagur Hungarian Darts mótsins á Evrópumótaröðinni í pílukasti fer síðan í loftið klukkan 17:30. Að lokum verður sýnt beint frá Autotrader EchoPark mótinu í Nascar en útsending hefst klukkan 21:00.
Dagskráin í dag Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjá meira