Færa borgurum Nagorno-Karabakh vistir eftir marga mánaða herkví Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. september 2023 22:25 Mynd frá innanríkisráðuneyti Aserbaídsjan þar sem má sjá aserskan lögreglumann færa armenskri konu mat í Khojaly í Nagorno-Karabakh. AP Leiðtogar aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh segja að verið sé að innleiða skilmála vopnahlés við Aserbaídsjan. Á sama tíma vinnur Rauði krossinn að því að færa fólki vistir og flytja særða á brott. Aserski herinn hóf leiftursókn á miðvikudag og endurheimti stjórn á fjallahéraðinu. Talið er að 30 hafi látist og 200 særst í átökunum. Í kjölfarið var samið um vopnahlé og síðan þá hafa Karabakh-Armenar átt í viðræðum við fulltrúa ríkisstjórnar Aserbaídsjan í bænum Shusha. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að armenskir aðskilnaðarsinnar séu byrjaðir að afhenda vopn sín til Asera í samræmi við skilmála vopnahlésins. Þar á meðal eru meira en 800 byssur og sex brynvarin farartæki. Matarskortur eftir margra mánaða herkví Íbúar Nagorno-Karabakh hafa mátt þola mikinn matar- og eldsneytisskort eftir að Aserar héldu svæðinu í margra mánaða herkví. Rauði krossinn sendi bílalest með birgðum á svæðið í fyrsta skipti frá því Aserar endurheimtu svæðið. Rússneskir friðargæsluliðar hafa flutt um fimm þúsund Armena á brott frá Nagorno-Karabakh frá því að Aserar endurheimtu svæðið.EPA Í tilkynningu frá Rauða krossinum kom fram að með bílalestinni hefðu verið flutt 70 tonn af birgðum um Lachin-ganginn, eina veginn sem tengir saman Armeníu og Karabakh. Meðal birgðanna voru hveiti, salt og sólblómaolía. Rauði krossinn segist jafnframt hafa ferjað sautján manns sem særðust í átökunum. Rússar segjast hafa flutt meira en 50 tonn af mat til Karabakh en um tvö þúsund rússneskir friðargæsluliðar eru á svæðinu. Miklar deilur um svæðið Miklar deilur hafa verið um svæði Nagorno-Karabakh frá níunda áratug síðustu aldar. Svæðið lenti innan landamæra Aserbaídsjan við fall Sovétríkjanna árið 1991. Fyrsta Nagorno-Karabakh-stríðið geisaði frá 1988 til 1994 þegar samið var um vopnahlé og Aserar misstu stórt landsvæði. Héraðið er ekki viðurkennt alþjóðlega sem sjálfstætt ríki heldur sem hluti af Aserbaídsjan en af 140 þúsund íbúum landsins eru um 120 þúsund Armenar. Það leiddi af sér stríð sem lauk með vopnahléi 1994 og þá misstu Aserar nokkurt landsvæði. Héraðið er alþjóðlega viðurkennt sem hluti af Aserbaídsjan en þar búa aðallega Armenar, um 120 þúsund, sem margir vilja sjálfstæði. Armenar óttast ofsóknir Eftir að Aserar endurheimtu Nagorno-Karabakh hafa þeir greint frá því að þeir hyggist innlima Karabakh inn í Aserbaídsjan. Ríkisstjórn Aserbaídsjan hefur lofað því að vernda réttindi Armena en segir að þeim sé frjálst að yfirgefa landið kjósi þeir það. Karabakh-Armenar óttast að þeir verði ofsóttir ef þeir verða um kyrrt. Innanríkisráðuneyti Aserbaídsjan sagði á laugardag að helsta markmið þess væri að tryggja öryggi Armenskra íbúa og að þeim yrðu færð tjöld, heitur matur og læknisaðstoð. „Við erum líka að vinna að því að gefa út opinber skjöl fyrir armensku íbúanna, vegabréf og annað slíkt,“ sagði Elshad Hajiyev, fulltrúi ráðuneytisins við Reuters. „Fólk hefur þegar sótt um hjá okkur.“ Nagorno-Karabakh Armenía Aserbaídsjan Rússland Hernaður Tengdar fréttir Aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh gefast upp Sveitir Armena í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun, að íslenskum tíma, og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og yfirvalda í Aserbaídsjan að eiga sér stað á morgun. 20. september 2023 09:52 Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. 19. september 2023 10:22 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Aserski herinn hóf leiftursókn á miðvikudag og endurheimti stjórn á fjallahéraðinu. Talið er að 30 hafi látist og 200 særst í átökunum. Í kjölfarið var samið um vopnahlé og síðan þá hafa Karabakh-Armenar átt í viðræðum við fulltrúa ríkisstjórnar Aserbaídsjan í bænum Shusha. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að armenskir aðskilnaðarsinnar séu byrjaðir að afhenda vopn sín til Asera í samræmi við skilmála vopnahlésins. Þar á meðal eru meira en 800 byssur og sex brynvarin farartæki. Matarskortur eftir margra mánaða herkví Íbúar Nagorno-Karabakh hafa mátt þola mikinn matar- og eldsneytisskort eftir að Aserar héldu svæðinu í margra mánaða herkví. Rauði krossinn sendi bílalest með birgðum á svæðið í fyrsta skipti frá því Aserar endurheimtu svæðið. Rússneskir friðargæsluliðar hafa flutt um fimm þúsund Armena á brott frá Nagorno-Karabakh frá því að Aserar endurheimtu svæðið.EPA Í tilkynningu frá Rauða krossinum kom fram að með bílalestinni hefðu verið flutt 70 tonn af birgðum um Lachin-ganginn, eina veginn sem tengir saman Armeníu og Karabakh. Meðal birgðanna voru hveiti, salt og sólblómaolía. Rauði krossinn segist jafnframt hafa ferjað sautján manns sem særðust í átökunum. Rússar segjast hafa flutt meira en 50 tonn af mat til Karabakh en um tvö þúsund rússneskir friðargæsluliðar eru á svæðinu. Miklar deilur um svæðið Miklar deilur hafa verið um svæði Nagorno-Karabakh frá níunda áratug síðustu aldar. Svæðið lenti innan landamæra Aserbaídsjan við fall Sovétríkjanna árið 1991. Fyrsta Nagorno-Karabakh-stríðið geisaði frá 1988 til 1994 þegar samið var um vopnahlé og Aserar misstu stórt landsvæði. Héraðið er ekki viðurkennt alþjóðlega sem sjálfstætt ríki heldur sem hluti af Aserbaídsjan en af 140 þúsund íbúum landsins eru um 120 þúsund Armenar. Það leiddi af sér stríð sem lauk með vopnahléi 1994 og þá misstu Aserar nokkurt landsvæði. Héraðið er alþjóðlega viðurkennt sem hluti af Aserbaídsjan en þar búa aðallega Armenar, um 120 þúsund, sem margir vilja sjálfstæði. Armenar óttast ofsóknir Eftir að Aserar endurheimtu Nagorno-Karabakh hafa þeir greint frá því að þeir hyggist innlima Karabakh inn í Aserbaídsjan. Ríkisstjórn Aserbaídsjan hefur lofað því að vernda réttindi Armena en segir að þeim sé frjálst að yfirgefa landið kjósi þeir það. Karabakh-Armenar óttast að þeir verði ofsóttir ef þeir verða um kyrrt. Innanríkisráðuneyti Aserbaídsjan sagði á laugardag að helsta markmið þess væri að tryggja öryggi Armenskra íbúa og að þeim yrðu færð tjöld, heitur matur og læknisaðstoð. „Við erum líka að vinna að því að gefa út opinber skjöl fyrir armensku íbúanna, vegabréf og annað slíkt,“ sagði Elshad Hajiyev, fulltrúi ráðuneytisins við Reuters. „Fólk hefur þegar sótt um hjá okkur.“
Nagorno-Karabakh Armenía Aserbaídsjan Rússland Hernaður Tengdar fréttir Aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh gefast upp Sveitir Armena í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun, að íslenskum tíma, og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og yfirvalda í Aserbaídsjan að eiga sér stað á morgun. 20. september 2023 09:52 Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. 19. september 2023 10:22 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh gefast upp Sveitir Armena í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun, að íslenskum tíma, og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og yfirvalda í Aserbaídsjan að eiga sér stað á morgun. 20. september 2023 09:52
Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. 19. september 2023 10:22