Hringdi í neyðarlínuna og sagðist ekki vita hvar orrustuþotan væri Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2023 10:37 Orrustuþota af gerðinni F-35 Lightning II. Enn liggur ekki fyrir af hverju flugmaður einnar stökk úr henni á flugi yfir Suður-Karólínu en flugvélin flaug áfram meira en hundrað kílómetra. AP/Michel Euler Flugmaður F-35 orrustuþotu sem týndist á dögunum í Bandaríkjunum, lenti í fallhlíf í bakgarði manns í Suður-Karólínu. Þegar eigandi hússins hringdi í neyðarlínuna virtist sú sem svaraði eiga erfitt með að átta sig á hvað væri að gerast, sem gæti ef til vill talist eðlilegt, en flugmaðurinn tilkynnti henni að hann hefði skotið sér úr orrustuþotu og vissi ekki hvar flugvélin væri. Eigandi hússins sagði að flugmaðurinn hefði lent í garði sínum og vildi kanna hvort hann gæti fengið sjúkrabíl sendan til sín þar sem flugmaðurinn fann til í bakinu eftir að hafa skotið sér úr flugvélinni í tvö þúsund feta hæð, sem samsvarar um sex hundruð metrum. Eftir að flugmaðurinn yfirgaf herþotuna mun hún hafa flogið á sjálfstýringu, í um þúsund feta hæð. Flugmaðurinn, sem er 47 ára gamall landgönguliði með mikla reynslu af flugstörfum, yfirgaf orrustuþotuna vegna ótilgreindrar bilunar. Flugvélin flaug þá áfram á sjálfstýringu meira en hundrað kílómetra og brotlenti á strjálbýlu svæði í Suður-Karólínu. Það tók meira en sólarhring að finna brak orrustuþotunnar en málið hefur vakið mikla furðu. „Fröken. Herþota brotlenti. Ég er flugmaðurinn. Við þurfum að koma björgunarsveitum af stað. Ég er ekki viss um hvar flugvélin er en hún hefur væntanlega brotlent. Ég skaut mér úr henni." Seinan meir bað hann aftur um sjúkrabíl, vegna þess að hann hefði svifið til jarðar í fallhlíf. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir upptöku af símtalinu til Neyðarlínunnar og má heyra það hér að neðan. Myndbandið er þó ekki textað. Forsvarsmenn Landgönguliðs Bandaríkjanna segjast ekki vita með vissu af hverju flugvélin flaug svo langt áfram en það gæti verið vegna öryggisbúnaðar sem ætlað er að verja flugmenn í neyðartilfellum. Vísa þeir til hugbúnaðar sem á að halda þotum stöðugum ef flugmaður er ekki með hendur á stjórntækjum hennar. Hugbúnaðurinn er hannaður til að bjarga flugmönnum ef þeir missa meðvitund eða tapa áttum á flugi. Eins og áður segir liggur ekki fyrir af hverju flugmaðurinn yfirgaf flugvélina en samkvæmt upplýsingum frá landgönguliðinu er talið að þessi hugbúnaður hafi mögulega bjargað lífi hans og annarra á jörðinni með því að fljúga þotunni áfram. Mörgum spurningum um atvikið er ósvarað og þá helst þeirri af hverju það tók rúman sólarhring að finna brak þotunnar. F-35 eru hannaðar til að vera illgreinanlegar á ratsjám og þær eru einnig með hugbúnað sem eyðir uupplýsingum úr tölvukerfi þeirra og samskiptakerfi en þessum hugbúnaði er ætlað að vernda flugmenn þurfi þeir að yfirgefa þoturnar yfir yfirráðasvæði óvina. Þetta í samblandi við veðrið og hversu lágskýjað var, gerði leitina að orrustuþotuni erfiða. Eitt vitni sem sá herþotuna á flugi hefur vakið mikla lukku á internetinu síðustu daga. A F-35 crash witness describes the sounds he heard. Not uncommon that people don t think it s an aircraft crashing when it comes to loud sounds and don t report it. WBTW pic.twitter.com/tK62V0AMeJ— Thenewarea51 (@thenewarea51) September 20, 2023 Bandaríkin Fréttir af flugi Hernaður Tengdar fréttir Herþotan sem týndist er fundin Brak úr F-35 herþotunni, sem landgöngulið Bandaríkjanna týndi um helgina, fannst í sveit í Suður-Karólínu í gær. Herinn hafði óskað eftir hjálp borgaranna við leit að vélinni en gat þó ekki staðfest að hún hefði brotlent. 19. september 2023 07:20 Herinn óskar eftir aðstoð almennings við að finna týnda herþotu Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til almennings um aðstoð við að finna herþotu sem týndist einhvers staðar yfir Suður-Karólínu eftir að flugmaðurinn skaut sér úr þotunni. 18. september 2023 07:21 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
Eigandi hússins sagði að flugmaðurinn hefði lent í garði sínum og vildi kanna hvort hann gæti fengið sjúkrabíl sendan til sín þar sem flugmaðurinn fann til í bakinu eftir að hafa skotið sér úr flugvélinni í tvö þúsund feta hæð, sem samsvarar um sex hundruð metrum. Eftir að flugmaðurinn yfirgaf herþotuna mun hún hafa flogið á sjálfstýringu, í um þúsund feta hæð. Flugmaðurinn, sem er 47 ára gamall landgönguliði með mikla reynslu af flugstörfum, yfirgaf orrustuþotuna vegna ótilgreindrar bilunar. Flugvélin flaug þá áfram á sjálfstýringu meira en hundrað kílómetra og brotlenti á strjálbýlu svæði í Suður-Karólínu. Það tók meira en sólarhring að finna brak orrustuþotunnar en málið hefur vakið mikla furðu. „Fröken. Herþota brotlenti. Ég er flugmaðurinn. Við þurfum að koma björgunarsveitum af stað. Ég er ekki viss um hvar flugvélin er en hún hefur væntanlega brotlent. Ég skaut mér úr henni." Seinan meir bað hann aftur um sjúkrabíl, vegna þess að hann hefði svifið til jarðar í fallhlíf. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir upptöku af símtalinu til Neyðarlínunnar og má heyra það hér að neðan. Myndbandið er þó ekki textað. Forsvarsmenn Landgönguliðs Bandaríkjanna segjast ekki vita með vissu af hverju flugvélin flaug svo langt áfram en það gæti verið vegna öryggisbúnaðar sem ætlað er að verja flugmenn í neyðartilfellum. Vísa þeir til hugbúnaðar sem á að halda þotum stöðugum ef flugmaður er ekki með hendur á stjórntækjum hennar. Hugbúnaðurinn er hannaður til að bjarga flugmönnum ef þeir missa meðvitund eða tapa áttum á flugi. Eins og áður segir liggur ekki fyrir af hverju flugmaðurinn yfirgaf flugvélina en samkvæmt upplýsingum frá landgönguliðinu er talið að þessi hugbúnaður hafi mögulega bjargað lífi hans og annarra á jörðinni með því að fljúga þotunni áfram. Mörgum spurningum um atvikið er ósvarað og þá helst þeirri af hverju það tók rúman sólarhring að finna brak þotunnar. F-35 eru hannaðar til að vera illgreinanlegar á ratsjám og þær eru einnig með hugbúnað sem eyðir uupplýsingum úr tölvukerfi þeirra og samskiptakerfi en þessum hugbúnaði er ætlað að vernda flugmenn þurfi þeir að yfirgefa þoturnar yfir yfirráðasvæði óvina. Þetta í samblandi við veðrið og hversu lágskýjað var, gerði leitina að orrustuþotuni erfiða. Eitt vitni sem sá herþotuna á flugi hefur vakið mikla lukku á internetinu síðustu daga. A F-35 crash witness describes the sounds he heard. Not uncommon that people don t think it s an aircraft crashing when it comes to loud sounds and don t report it. WBTW pic.twitter.com/tK62V0AMeJ— Thenewarea51 (@thenewarea51) September 20, 2023
Bandaríkin Fréttir af flugi Hernaður Tengdar fréttir Herþotan sem týndist er fundin Brak úr F-35 herþotunni, sem landgöngulið Bandaríkjanna týndi um helgina, fannst í sveit í Suður-Karólínu í gær. Herinn hafði óskað eftir hjálp borgaranna við leit að vélinni en gat þó ekki staðfest að hún hefði brotlent. 19. september 2023 07:20 Herinn óskar eftir aðstoð almennings við að finna týnda herþotu Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til almennings um aðstoð við að finna herþotu sem týndist einhvers staðar yfir Suður-Karólínu eftir að flugmaðurinn skaut sér úr þotunni. 18. september 2023 07:21 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
Herþotan sem týndist er fundin Brak úr F-35 herþotunni, sem landgöngulið Bandaríkjanna týndi um helgina, fannst í sveit í Suður-Karólínu í gær. Herinn hafði óskað eftir hjálp borgaranna við leit að vélinni en gat þó ekki staðfest að hún hefði brotlent. 19. september 2023 07:20
Herinn óskar eftir aðstoð almennings við að finna týnda herþotu Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til almennings um aðstoð við að finna herþotu sem týndist einhvers staðar yfir Suður-Karólínu eftir að flugmaðurinn skaut sér úr þotunni. 18. september 2023 07:21
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent