Minna vesen í öryggisleitinni með nýjum búnaði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. september 2023 14:15 Auður Ýr Sveinsdóttir er forstöðumaður flugverndar á Keflavíkurflugvelli. Aðsend/Getty Ráðist verður í fjárfestingu á nýjum og byltingarkenndum búnaði fyrir öryggisleit Keflavíkurflugvallar sem bæði mun auka öryggi og þægindi farþega því með tilkomu búnaðarins munu farþegar ekki lengur þurfa að taka vökva og tölvur upp úr töskum sínum í öryggisleitinni. Miðað er við uppsetningu gegnumlýsisbúnaðarins um mitt ár 2025 en fjárfestingin hljóðar upp á einn og hálfan milljarð. Flugfarþegar kannast eflaust við hversu mikill streituvaldur það getur verið að fara í gegnum öryggisleit flugvallarins og þurfa að muna eftir að taka upp úr handfarangri vökva og tækjabúnað og stundum um miðja nótt og jafnvel í langri biðröð en þessi hluti ferðalagsins heyrir brátt sögunni til því Auður Ýr Sveinsdóttir, forstöðumaður flugverndar á Keflavíkurflugvelli, segir að kaup á byltingarkenndum gegnumlýsisbúnaði séu í farvatninu. „Í öryggisleitinni á Keflavíkurflugvelli er framundan stór fjárfesting í nýjum búnaði sem mun bæta gæði flugverndar, sem er nú það sem er mikilvægast fyrir okkur, að farþegarnir komist í gegnum flugvöllinn á sem hættuminnstan hátt á leiðarenda,“ segir Auður. Það sem vakir fyrir Auði er fyrst og fremst að auka öryggi farþega en nýi búnaðurinn mun líka auka þægindi þeirra. „Gæði myndgreiningarinnar á þeim handfarangri sem fer í gegnum þessar vélar verður þannig að það verður ekki þörf á að opna allar töskurnar aftur eins og við höfum verið að gera hingað til og fólk getur þá sett töskurnar óopnaðar hvort sem það er með vökvanum, tölvum eða tækjabúnaði beint þar í gegn.“ En þessi búnaður, sem tekinn hefur verið í gagnið á nokkrum stöðum í Evrópu og Bandaríkjunum, kostar sitt. „Ég held að þetta geti verið fjárfesting upp á einn og hálfan milljarð, já þetta er mjög stór fjárfesting. Þetta eru átta línur og ekki bara þessar vélar sem eru settar þarna á milli. Þetta eru líka færiböndin og hugbúnaðurinn. Þetta er bara mjög stórt verkefni. Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Flugfarþegar kannast eflaust við hversu mikill streituvaldur það getur verið að fara í gegnum öryggisleit flugvallarins og þurfa að muna eftir að taka upp úr handfarangri vökva og tækjabúnað og stundum um miðja nótt og jafnvel í langri biðröð en þessi hluti ferðalagsins heyrir brátt sögunni til því Auður Ýr Sveinsdóttir, forstöðumaður flugverndar á Keflavíkurflugvelli, segir að kaup á byltingarkenndum gegnumlýsisbúnaði séu í farvatninu. „Í öryggisleitinni á Keflavíkurflugvelli er framundan stór fjárfesting í nýjum búnaði sem mun bæta gæði flugverndar, sem er nú það sem er mikilvægast fyrir okkur, að farþegarnir komist í gegnum flugvöllinn á sem hættuminnstan hátt á leiðarenda,“ segir Auður. Það sem vakir fyrir Auði er fyrst og fremst að auka öryggi farþega en nýi búnaðurinn mun líka auka þægindi þeirra. „Gæði myndgreiningarinnar á þeim handfarangri sem fer í gegnum þessar vélar verður þannig að það verður ekki þörf á að opna allar töskurnar aftur eins og við höfum verið að gera hingað til og fólk getur þá sett töskurnar óopnaðar hvort sem það er með vökvanum, tölvum eða tækjabúnaði beint þar í gegn.“ En þessi búnaður, sem tekinn hefur verið í gagnið á nokkrum stöðum í Evrópu og Bandaríkjunum, kostar sitt. „Ég held að þetta geti verið fjárfesting upp á einn og hálfan milljarð, já þetta er mjög stór fjárfesting. Þetta eru átta línur og ekki bara þessar vélar sem eru settar þarna á milli. Þetta eru líka færiböndin og hugbúnaðurinn. Þetta er bara mjög stórt verkefni.
Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira