Umfangsmiklar árásir á báða bóga Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2023 12:16 Barist við eld eftir eldflaugaáras Rússa í bænum Cherkasy. AP/Almannavarnir Úkraínu Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. Í gærkvöldi birtu íbúar víða á Krímskaga myndbönd af drónum og sprengingum sem sáust og heyrðust víðsvegar á svæðinu. Úkraínumenn tilkynntu svo í morgun að árás hefði beinst að Saki-flugstöðinni, þar sem Rússar geyma herþotur og þjálfa drónaflugmenn. Fregnir hafa borist af því að árásin hafi verið stærsta drónaárás Úkraínumanna á Krímskaga hingað til. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hvort árásin hafi valdið miklum skaða. Fyrr í gær höfðu Úkraínumenn skotið minnst einni Storm Shadow stýriflaug að stjórnstöð Svartahafsflota Rússa á Krímskaga. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hélt því fram í gær að fjórar Storm Shadow stýriflaugar hefðu verið skotnar niður og að stýriflaugarnar hefðu ekki hæft skotmark þeirra. Myndbönd frá því í gær og gervihnattamyndir sem birtar voru í dag, sýna þó að húsið varð fyrir miklum skemmdum og hluti þessi hrundi. Radio Svoboda released first satellite imagery of the atfermath of yesterday's Ukrainian missile strikes on the protected command post of the Russian Black Sea Fleet near Verkhnosadove in the Crimea.https://t.co/bRUvHbPVKt pic.twitter.com/qrl096LKvU— Status-6 (@Archer83Able) September 21, 2023 Árásum Úkraínumanna á Krímskaga hefur farið fjölgandi að undanförnu. Nýlega tókst þeim til að mynda að granda rússnesku herskipi og kafbáti í slipp í Sevastopol á Krímskaga. Fyrr í mánuðinum gerðu Úkraínumenn svo vel heppnaða árás á loftvarnarkerfi á Krímskaga en þá tókst þeim að lenda hópi sérsveitarmanna á ströndinni nærri loftvarnarnkerfinu. Gerðu árásir á orkuinnviði Skömmu eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gær skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum að Úkraínu. Þessum flaugum virðist hafa verið miðað á minnst fimm borgir í landinu. Sjá einnig: Vill taka neitunarvaldið af Rússum Forsvarsmenn Ukrenergo sögðu í dag að árásir Rússa hafðu skemmt orkuinnviði í mið- og vesturhluta Úkraínu. Rafmagnslaust hefði orðið í fimm héruðum landsins. Síðasta vetur gerðu Rússar ítrekaðar árásir á innviði Úkraínu með því yfirlýsta markmiði að draga úr baráttuanda úkraínskur þjóðarinnar, þvinga fólk á flótta og fá Úkraínu til að gefast upp. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í nýlegu viðtali að Úkraínumenn gætu svarað fyrir sig að þessu sinni. Úkraínumenn hafa á undanförnum mánuðum gert ítrekaðar drónaárásir í Rússlandi og eru þeir að framleiða eigin dróna sem notaðir eru til þessara árása. „Himininn yfir ykkur er ekki eins vel varinn og þið haldið,“ sagði Selenskí í viðtali við 60 Minutes, eins og farið var yfir í grein á Vísi í gær. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Pólverjar hætta vopnasendingum til Úkraínu Pólverjar hafa lýst því yfir að þeir séu hættir að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum í baráttu sinni við innrásarher Rússa. 21. september 2023 07:13 „Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Í gærkvöldi birtu íbúar víða á Krímskaga myndbönd af drónum og sprengingum sem sáust og heyrðust víðsvegar á svæðinu. Úkraínumenn tilkynntu svo í morgun að árás hefði beinst að Saki-flugstöðinni, þar sem Rússar geyma herþotur og þjálfa drónaflugmenn. Fregnir hafa borist af því að árásin hafi verið stærsta drónaárás Úkraínumanna á Krímskaga hingað til. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hvort árásin hafi valdið miklum skaða. Fyrr í gær höfðu Úkraínumenn skotið minnst einni Storm Shadow stýriflaug að stjórnstöð Svartahafsflota Rússa á Krímskaga. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hélt því fram í gær að fjórar Storm Shadow stýriflaugar hefðu verið skotnar niður og að stýriflaugarnar hefðu ekki hæft skotmark þeirra. Myndbönd frá því í gær og gervihnattamyndir sem birtar voru í dag, sýna þó að húsið varð fyrir miklum skemmdum og hluti þessi hrundi. Radio Svoboda released first satellite imagery of the atfermath of yesterday's Ukrainian missile strikes on the protected command post of the Russian Black Sea Fleet near Verkhnosadove in the Crimea.https://t.co/bRUvHbPVKt pic.twitter.com/qrl096LKvU— Status-6 (@Archer83Able) September 21, 2023 Árásum Úkraínumanna á Krímskaga hefur farið fjölgandi að undanförnu. Nýlega tókst þeim til að mynda að granda rússnesku herskipi og kafbáti í slipp í Sevastopol á Krímskaga. Fyrr í mánuðinum gerðu Úkraínumenn svo vel heppnaða árás á loftvarnarkerfi á Krímskaga en þá tókst þeim að lenda hópi sérsveitarmanna á ströndinni nærri loftvarnarnkerfinu. Gerðu árásir á orkuinnviði Skömmu eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gær skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum að Úkraínu. Þessum flaugum virðist hafa verið miðað á minnst fimm borgir í landinu. Sjá einnig: Vill taka neitunarvaldið af Rússum Forsvarsmenn Ukrenergo sögðu í dag að árásir Rússa hafðu skemmt orkuinnviði í mið- og vesturhluta Úkraínu. Rafmagnslaust hefði orðið í fimm héruðum landsins. Síðasta vetur gerðu Rússar ítrekaðar árásir á innviði Úkraínu með því yfirlýsta markmiði að draga úr baráttuanda úkraínskur þjóðarinnar, þvinga fólk á flótta og fá Úkraínu til að gefast upp. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í nýlegu viðtali að Úkraínumenn gætu svarað fyrir sig að þessu sinni. Úkraínumenn hafa á undanförnum mánuðum gert ítrekaðar drónaárásir í Rússlandi og eru þeir að framleiða eigin dróna sem notaðir eru til þessara árása. „Himininn yfir ykkur er ekki eins vel varinn og þið haldið,“ sagði Selenskí í viðtali við 60 Minutes, eins og farið var yfir í grein á Vísi í gær.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Pólverjar hætta vopnasendingum til Úkraínu Pólverjar hafa lýst því yfir að þeir séu hættir að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum í baráttu sinni við innrásarher Rússa. 21. september 2023 07:13 „Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Pólverjar hætta vopnasendingum til Úkraínu Pólverjar hafa lýst því yfir að þeir séu hættir að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum í baráttu sinni við innrásarher Rússa. 21. september 2023 07:13
„Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent