„Fæstir vissu hversu veik ég var“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. september 2023 13:25 Bára sér lífið í allt öðru ljósi eftir mikil veikindi. Hin 36 ára Bára O‘Brien Ragnhildardóttir er alin upp í Hafnarfirði, kláraði Flensborg og náði sér svo í BS gráðu í fjármálaverkfræði. Þá tók hún verðbréfamiðlarann og að lokum master í verkefnastjórnun. Hún kynntist eiginmanninum sínum í háskóla. Eins og gengur og gerist voru börn á dagskránni sem komu árið 2015 og 2020. Í millitíðinni eða árið 2017 lendir Bára hins vegar í því að fá blöðrufóstur sem útskýrir sig þannig að líkaminn offramleiðir þungunarhormón, fóstrið er gallað og verður í raun aldrei að fóstri. „Líkaminn getur ekki losað sig við þetta sjálfur og ég þurfti að fara í tvö útsköf og þurfti síðan að fara á krabbameinslyf til að losna alveg við þetta,“ segir Bára. Næsta hálfa árið var hryllingur segir Bára. „Mér var flökurt í hálft ár af þessum krabbameinslyfjum. Þessi lyf eru ekki lengur notuð við krabbameini, þau eru notuð sem gigtarlyf núna.“ Bára segir að hún hafi tekið þá ákvörðun að koma sterkari út úr þessari reynslu og best væri að taka þetta á kassann. Þarna var hún í raun að fara í gegnum krabbameinsmeðferð án þess að vera með krabbamein. „Það sem ég gerði þarna var að draga mig svolítið í hlé. Ég var ekkert að segja fólkinu mínu hvað ég væri að ganga í gegnum. Fæstir vissu hversu mikið veik ég var. Munnurinn á mér var allur sár,“ segir Bára sem segist hafa komið sterkari út úr þessari reynslu, eftir allt saman. Ekki gott fyrir sjálfsmyndina „Ég sá lífið með öðrum augum og tek heilsuna alls ekki sem sjálfsögðum hlut,“ segir Bára en þess má geta að Bára er fædd með hjartagalla sem hún var meðvituð um. „Ég var alltaf með skakkann brjóstkassa og í gegnum unglingsárin mín þá truflaði þetta mig og var ekki gott fyrir sjálfsmyndina mína. Ég ákvað því að fá mér púða í brjóstin og var með þá í þrettán ár. Það þjónaði sínum tilgangi á sínum tíma en svo þroskaðist ég og var tilbúin að elska líkamann eins hann er,“ segir Bára. „Síðan verð ég ólétt og fer í gegnum það ferli. Eftir meðgönguna fann ég hnút í brjóstinu en aldrei grunaði mér að þetta væri krabbamein. Ég var alltaf róleg og fór í skoðun. Ég var viss um að þetta væri ekkert alvarleg, en annað kom í ljós,“ segir Bára sem fer yfir ferlið í Íslandi í dag á Stöð 2. Hægt er að sjá innslagið í heild sinni inni á Stöð + en brot úr þætti gærkvöldsins má sjá hér að neðan. Klippa: Fæstir vissu hversu mikið veik ég var Ísland í dag Heilbrigðismál Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Þá tók hún verðbréfamiðlarann og að lokum master í verkefnastjórnun. Hún kynntist eiginmanninum sínum í háskóla. Eins og gengur og gerist voru börn á dagskránni sem komu árið 2015 og 2020. Í millitíðinni eða árið 2017 lendir Bára hins vegar í því að fá blöðrufóstur sem útskýrir sig þannig að líkaminn offramleiðir þungunarhormón, fóstrið er gallað og verður í raun aldrei að fóstri. „Líkaminn getur ekki losað sig við þetta sjálfur og ég þurfti að fara í tvö útsköf og þurfti síðan að fara á krabbameinslyf til að losna alveg við þetta,“ segir Bára. Næsta hálfa árið var hryllingur segir Bára. „Mér var flökurt í hálft ár af þessum krabbameinslyfjum. Þessi lyf eru ekki lengur notuð við krabbameini, þau eru notuð sem gigtarlyf núna.“ Bára segir að hún hafi tekið þá ákvörðun að koma sterkari út úr þessari reynslu og best væri að taka þetta á kassann. Þarna var hún í raun að fara í gegnum krabbameinsmeðferð án þess að vera með krabbamein. „Það sem ég gerði þarna var að draga mig svolítið í hlé. Ég var ekkert að segja fólkinu mínu hvað ég væri að ganga í gegnum. Fæstir vissu hversu mikið veik ég var. Munnurinn á mér var allur sár,“ segir Bára sem segist hafa komið sterkari út úr þessari reynslu, eftir allt saman. Ekki gott fyrir sjálfsmyndina „Ég sá lífið með öðrum augum og tek heilsuna alls ekki sem sjálfsögðum hlut,“ segir Bára en þess má geta að Bára er fædd með hjartagalla sem hún var meðvituð um. „Ég var alltaf með skakkann brjóstkassa og í gegnum unglingsárin mín þá truflaði þetta mig og var ekki gott fyrir sjálfsmyndina mína. Ég ákvað því að fá mér púða í brjóstin og var með þá í þrettán ár. Það þjónaði sínum tilgangi á sínum tíma en svo þroskaðist ég og var tilbúin að elska líkamann eins hann er,“ segir Bára. „Síðan verð ég ólétt og fer í gegnum það ferli. Eftir meðgönguna fann ég hnút í brjóstinu en aldrei grunaði mér að þetta væri krabbamein. Ég var alltaf róleg og fór í skoðun. Ég var viss um að þetta væri ekkert alvarleg, en annað kom í ljós,“ segir Bára sem fer yfir ferlið í Íslandi í dag á Stöð 2. Hægt er að sjá innslagið í heild sinni inni á Stöð + en brot úr þætti gærkvöldsins má sjá hér að neðan. Klippa: Fæstir vissu hversu mikið veik ég var
Ísland í dag Heilbrigðismál Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira