„Þetta var eins og sprenging“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. september 2023 06:01 Ottó segist ekki hafa séð fólksbílinn þegar hann skall skyndilega á honum. Vísir/Vilhelm Sendibílstjóri sem fékk fólksbíl aftan á sig á miklum hraða við Stekkjarbakka í Breiðholti um helgina segir það hafa verið líkt og sprengingu að fá bílinn aftan á sig. Hann segist þakka guði fyrir að bíllinn hafi lent á sínum sendibíl frekar en öðru ökutæki, vegna þess hve illa það hefði getað farið. Slysið varð síðastliðinn sunnudagsmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu má líklega rekja slysið til veikinda ökumanns í fólksbílnum. Meiðsli ökumannsins eru sögð minniháttar. „Ég hef aldrei upplifað annað eins högg. Bíllinn kastaðist upp í loft að aftan og það þarf engan smáræðis kraft til þess að lyfta svona sendibíl,“ segir Ottó Albert Bjarnarsson, fertugur sendibílstjóri í samtali við Vísi. Hann segist verkjaður eftir slysið en telur sig hafa sloppið ótrúlega vel. Lyfta sendibílsins og kassi eru ónýt eftir slysið. Ottó segir að hugur sinn sé fyrst og fremst hjá ökumanni hins bílsins. „Maður sá hann aldrei koma. Ég var að keyra þarna og hafði séð hann þarna niður frá rétt við ljósin og þá var hann utan vegar. Ég hélt hann væri bara með bilaðan bíl. Ég keyri áfram og þá verður bara eins og sprenging og bíllinn, sem er um 3,3 tonn, tekst á loft. Ég keyrði út í kant og þá kom hann lullandi eins og í hægagangi framhjá, niður í gil og á staurinn.“ iPhone sími Ottós hringdi á neyðarlínuna við skellinn. Nýr eiginleiki í Apple símunum. Vísir/Vilhelm Ottó segist hafa spurt sjúkraliða sem hlúðu að honum hvernig maðurinn hefði það. Hann segir slysið hafa litið afar illa út, hann hafi allt eins átt von á því að maðurinn væri látinn. „Þau sögðu mér að hann væri á lífi og ég var mjög feginn. Ég hélt hann væri dáinn því þetta var rosalegasta högg sem ég hef upplifað. Bíllinn hans er pottþétt gjörónýtur. Svo er lyftan og kassinn á mínum bíl ónýt.“ Feginn að það hafi ekki verið einhver annar Ottó ber sig vel þrátt fyrir að vera verkjaður eftir slysið. Hann segist fyrst og fremst feginn því að fólksbílnum hafi verið ekið á hann því hann hafi verið á bíl sem gat betur tekið við því gríðarlega höggi sem fylgdi árekstrinum. „Ég er rosalega feginn svona eftir á að hyggja. Það er kannski bara ágætt að ég hafi verið þarna en ekki einhver annar,“ segir Ottó. Ottó segir ljóst að kassi bílsins sé ónýtur og lyfta hans sömuleiðis eftir slysið.Vísir/Vilhelm Frekar en einhver á smábíl? „Já. Það hefði verið hræðilegt. Alveg hræðilegt. Ég hef hugsað mikið um þetta. Ég var löngu hættur að vinna um helgar en það var árshátíð á Sendibílastöðinni, vöntun á bílum. Þessi kona hringdi á föstudag og bað um þetta og ég kunni ekki við það að segja nei og vildi redda þessu. Ef ég hefði lagt af stað aðeins fyrr eða aðeins seinna þá hefði ég ekki verið þarna. Maður er akkúrat þarna á réttum tíma. Alveg magnaður andskoti.“ Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Slysið varð síðastliðinn sunnudagsmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu má líklega rekja slysið til veikinda ökumanns í fólksbílnum. Meiðsli ökumannsins eru sögð minniháttar. „Ég hef aldrei upplifað annað eins högg. Bíllinn kastaðist upp í loft að aftan og það þarf engan smáræðis kraft til þess að lyfta svona sendibíl,“ segir Ottó Albert Bjarnarsson, fertugur sendibílstjóri í samtali við Vísi. Hann segist verkjaður eftir slysið en telur sig hafa sloppið ótrúlega vel. Lyfta sendibílsins og kassi eru ónýt eftir slysið. Ottó segir að hugur sinn sé fyrst og fremst hjá ökumanni hins bílsins. „Maður sá hann aldrei koma. Ég var að keyra þarna og hafði séð hann þarna niður frá rétt við ljósin og þá var hann utan vegar. Ég hélt hann væri bara með bilaðan bíl. Ég keyri áfram og þá verður bara eins og sprenging og bíllinn, sem er um 3,3 tonn, tekst á loft. Ég keyrði út í kant og þá kom hann lullandi eins og í hægagangi framhjá, niður í gil og á staurinn.“ iPhone sími Ottós hringdi á neyðarlínuna við skellinn. Nýr eiginleiki í Apple símunum. Vísir/Vilhelm Ottó segist hafa spurt sjúkraliða sem hlúðu að honum hvernig maðurinn hefði það. Hann segir slysið hafa litið afar illa út, hann hafi allt eins átt von á því að maðurinn væri látinn. „Þau sögðu mér að hann væri á lífi og ég var mjög feginn. Ég hélt hann væri dáinn því þetta var rosalegasta högg sem ég hef upplifað. Bíllinn hans er pottþétt gjörónýtur. Svo er lyftan og kassinn á mínum bíl ónýt.“ Feginn að það hafi ekki verið einhver annar Ottó ber sig vel þrátt fyrir að vera verkjaður eftir slysið. Hann segist fyrst og fremst feginn því að fólksbílnum hafi verið ekið á hann því hann hafi verið á bíl sem gat betur tekið við því gríðarlega höggi sem fylgdi árekstrinum. „Ég er rosalega feginn svona eftir á að hyggja. Það er kannski bara ágætt að ég hafi verið þarna en ekki einhver annar,“ segir Ottó. Ottó segir ljóst að kassi bílsins sé ónýtur og lyfta hans sömuleiðis eftir slysið.Vísir/Vilhelm Frekar en einhver á smábíl? „Já. Það hefði verið hræðilegt. Alveg hræðilegt. Ég hef hugsað mikið um þetta. Ég var löngu hættur að vinna um helgar en það var árshátíð á Sendibílastöðinni, vöntun á bílum. Þessi kona hringdi á föstudag og bað um þetta og ég kunni ekki við það að segja nei og vildi redda þessu. Ef ég hefði lagt af stað aðeins fyrr eða aðeins seinna þá hefði ég ekki verið þarna. Maður er akkúrat þarna á réttum tíma. Alveg magnaður andskoti.“
Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira