„Illsku er ekki treystandi“ Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. september 2023 07:45 Úkraínuforseti heldur ræðu sína á 78. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. AP Photo/Richard Drew Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Hann hvatti heimsbyggðina til þess að sameinast í því að binda enda á árásárstríð Rússa á land hans. Ræða forsetans var ástríðufull og honum var mikið niðri fyrir þegar hann sagði að það verði að stöðva yfirvöld í Moskvu, sem ráði yfir kjarnorkuvopnum, í að ýta heimsbyggðinni út á brún allsherjarstríðs. Selenskí lagði mikla áherslu í ræðu sinni á þá hættu sem heiminum sé búin af völdum Rússa. Þá sagði hann að öll önnur vandamál, eins og loftlagsváin, sitji á hakanum vegna hegðunar Rússa. „Vopnvæðinguna verður að stöðva, stríðsglæpamönnum verður að refsa, fólk sem hefur verið flutt úr landi verður að koma til baka og innrásarherinn verður að hörfa til síns heima,“ sagði Selenskí meðal annars. Rússar hafa verið sakaðir um að taka úkraínsk börn af hernumdu svæðunum og flytja þau til Rússlands og sakaði Selenskí Rússa um þjóðarmorð í því samhengi. Alþjóðaglæpadómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín Rússlandsforsetra vegna þess máls í mars síðastliðnum en Rússar hafa ítrekað þvertekið fyrir að standa í ólöglegum flutningi á börnum til Rússlands. Selenskí beindi orðum sínum ekki síst til þeirra landa sem hafa staðið á hliðarlínunni og neitað að taka afstöðu til innrásarinnar eða þeirra sem hafa stutt málstað Rússa. Þar er um að ræða lönd á borð við Indland, Brasilíu og Íran, en þeir síðastnefndu hafa selt Rússum árásardróna sem hafa leikið almenna borgara grátt í Úkraínu. Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Hann hvatti heimsbyggðina til þess að sameinast í því að binda enda á árásárstríð Rússa á land hans. Ræða forsetans var ástríðufull og honum var mikið niðri fyrir þegar hann sagði að það verði að stöðva yfirvöld í Moskvu, sem ráði yfir kjarnorkuvopnum, í að ýta heimsbyggðinni út á brún allsherjarstríðs. Selenskí lagði mikla áherslu í ræðu sinni á þá hættu sem heiminum sé búin af völdum Rússa. Þá sagði hann að öll önnur vandamál, eins og loftlagsváin, sitji á hakanum vegna hegðunar Rússa. „Vopnvæðinguna verður að stöðva, stríðsglæpamönnum verður að refsa, fólk sem hefur verið flutt úr landi verður að koma til baka og innrásarherinn verður að hörfa til síns heima,“ sagði Selenskí meðal annars. Rússar hafa verið sakaðir um að taka úkraínsk börn af hernumdu svæðunum og flytja þau til Rússlands og sakaði Selenskí Rússa um þjóðarmorð í því samhengi. Alþjóðaglæpadómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín Rússlandsforsetra vegna þess máls í mars síðastliðnum en Rússar hafa ítrekað þvertekið fyrir að standa í ólöglegum flutningi á börnum til Rússlands. Selenskí beindi orðum sínum ekki síst til þeirra landa sem hafa staðið á hliðarlínunni og neitað að taka afstöðu til innrásarinnar eða þeirra sem hafa stutt málstað Rússa. Þar er um að ræða lönd á borð við Indland, Brasilíu og Íran, en þeir síðastnefndu hafa selt Rússum árásardróna sem hafa leikið almenna borgara grátt í Úkraínu.
Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira