Hugsanlegt krabbamein reyndust hárteygjur í tugatali Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. september 2023 23:07 Kötturinn Snúður var ættleiddur úr dýraathvarfi í Berlín árið 2020. Hörður Ágústsson Betur fór en á horfðist þegar Herði Ágústssyni athafnamanni og kattaeiganda var tjáð að það sem talið var vera krabbamein í kettinum Snúði var í raun haugur af hárteygjum, reimum og plasti í maganum á honum. Hann segir stærsta léttinn vera að hafa ekki þurft að segja börnunum vondar fréttir. Kötturinn Snúður hafði síðustu vikur verið að sýna undarleg einkenni. Að sögn Harðar var hann nær alltaf svangur og alltaf étandi, en í leið grenntist hann óðum. Hörður og Svala, sambýliskona hans, héldu þá með Snúð til dýralæknis. Þar hafi þeim verið tjáð að mögulega væri kötturinn með krabbamein. „Það var líklegra en ekki að þetta væri bara búið,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Hann lýsir Snúði sem ekkert svakalega klárum, af þremur köttum þeirra sé hann að minnsta kosti ekki sá gáfaðasti. „Hann hefur stigið ofan í kerti og kveikt í sér. Hann er algjör bjáni, en yndislegur. Þannig að við vorum náttúrlega mjög miður okkar í gær að heyra þetta,“ segir Hörður Hélt að læknirinn væri að grínast Um hádegið í gær segist Hörður hafa fengið símtal frá dýralækninum sem sagði að hann hefði bæði góðar og slæmar fréttir að færa. Slæmu fréttirnar væru þær að mögulega væri einhver flækja í meltingarkerfi Snúðs en góðu fréttirnar væru þær að það sem Hörður óttaðist að væri krabbamein var í raun hárteygjur, reimar og annað drasl í tugavís. „Ég hélt náttúrlega bara að hann væri að grínast. Svo sendi hann mér bara myndina í SMS-i,“ segir Hörður. „Ég er ennþá ekki búin að átta mig á því hvað þetta var mikið af drasli.“ Hann segir Snúð líklega hafa gætt sér á mununum yfir nokkurra mánaða skeið og það safnast upp í maganum á honum. Munirnir sem Snúður hefur gætt sér á síðustu mánuði.Hörður Ágústsson „Læknirinn sagði að hann hafi verið með tíu prósent virkan maga þegar hann kemur. Þannig að hann vildi borða endalaust. Hann hefur verið að borða og borða og borða, og svo hefur meltingin verið í rugli þannig að þetta fór alltaf beint út. Þannig að hann var alltaf svangur en bara með pínulítinn maga.“ Hörður segir fréttirnar hafa verið svakalegur léttir. „Það var mikill léttir aðallega að þurfa ekki að segja börnunum frá þessu. Að þetta væri eitthvað hræðilegt.“ Hörður segir Snúð nú vera á batavegi en hann er nú kominn með skerm. „Hann er búinn að vera liggjandi í einhverjum recovery mat og hefur aldrei verið betri. Allt fyrir snúð!“ Snúður á batavegi. Skerminn kallar Hörður „cone of shame“.Hörður Ágústsson Kettir Dýr Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Kötturinn Snúður hafði síðustu vikur verið að sýna undarleg einkenni. Að sögn Harðar var hann nær alltaf svangur og alltaf étandi, en í leið grenntist hann óðum. Hörður og Svala, sambýliskona hans, héldu þá með Snúð til dýralæknis. Þar hafi þeim verið tjáð að mögulega væri kötturinn með krabbamein. „Það var líklegra en ekki að þetta væri bara búið,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Hann lýsir Snúði sem ekkert svakalega klárum, af þremur köttum þeirra sé hann að minnsta kosti ekki sá gáfaðasti. „Hann hefur stigið ofan í kerti og kveikt í sér. Hann er algjör bjáni, en yndislegur. Þannig að við vorum náttúrlega mjög miður okkar í gær að heyra þetta,“ segir Hörður Hélt að læknirinn væri að grínast Um hádegið í gær segist Hörður hafa fengið símtal frá dýralækninum sem sagði að hann hefði bæði góðar og slæmar fréttir að færa. Slæmu fréttirnar væru þær að mögulega væri einhver flækja í meltingarkerfi Snúðs en góðu fréttirnar væru þær að það sem Hörður óttaðist að væri krabbamein var í raun hárteygjur, reimar og annað drasl í tugavís. „Ég hélt náttúrlega bara að hann væri að grínast. Svo sendi hann mér bara myndina í SMS-i,“ segir Hörður. „Ég er ennþá ekki búin að átta mig á því hvað þetta var mikið af drasli.“ Hann segir Snúð líklega hafa gætt sér á mununum yfir nokkurra mánaða skeið og það safnast upp í maganum á honum. Munirnir sem Snúður hefur gætt sér á síðustu mánuði.Hörður Ágústsson „Læknirinn sagði að hann hafi verið með tíu prósent virkan maga þegar hann kemur. Þannig að hann vildi borða endalaust. Hann hefur verið að borða og borða og borða, og svo hefur meltingin verið í rugli þannig að þetta fór alltaf beint út. Þannig að hann var alltaf svangur en bara með pínulítinn maga.“ Hörður segir fréttirnar hafa verið svakalegur léttir. „Það var mikill léttir aðallega að þurfa ekki að segja börnunum frá þessu. Að þetta væri eitthvað hræðilegt.“ Hörður segir Snúð nú vera á batavegi en hann er nú kominn með skerm. „Hann er búinn að vera liggjandi í einhverjum recovery mat og hefur aldrei verið betri. Allt fyrir snúð!“ Snúður á batavegi. Skerminn kallar Hörður „cone of shame“.Hörður Ágústsson
Kettir Dýr Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira