Auðlindin okkar – andsvar Daði Már Kristófersson skrifar 19. september 2023 13:31 Atli Hermannsson ritar grein á visir.is (sjá hér) þar sem hann gagnrýnir ýmislegt við verkefni Svandísar Svavarsdóttur, Auðlindin okkar. Einhvern veginn tengir hann það verkefni við erindi sem ég hélt á málþingi um orkuskipti í sjávarútvegi sem haldið var á vegum Matís í Hörpu á dögunum. Augljóst er af umfjöllun Atla að hann hefur ekki kynnt sér niðurstöður rannsóknarinnar sem ég fjallaði um. Ég ætla því að gefa áhugasömum lesendum tækifæri til þess. Erindið byggir á greininni Factors affecting greenhouse gas emissions in fisheries: evidence from Iceland's demersal fisheries, sem ég skrifaði ásamt kollegum mínum við Háskólann á Akureyri, þeim Hreiðari Valtýssyni og Stefáni Gunnlaugssyni og birtist í ICES Journal of Marine Science 2021. Í greininni er lagt mat á þróun kolefnisfótspors botnfiskveiða á Íslandi frá 1997 til 2018. Greinina má finna hér. Niðurstaða greinarinnar er að verulegur samdráttur hafi orðið í kolefnisspori allra útgerðarflokka, þó mestur í togveiðum. Rannsóknin beindist að því að kanna hvaða þættir, ef einhverjir, hefðu haft áhrif á þessa jákvæðu þróun. Eftirfarandi þættir voru kannaðir: stofnstæð, heildarveiði, verð afurða og aðfanga og tæknibreytingar. Niðurstöðurnar benda til þess að stofnstærð hafi haft ráðandi áhrif, en að heildarveiði, fiskverð og olíuverð hafi einnig haft nokkur áhrif. Áhrif tæknibreytinga voru hins vegar ekki marktæk, sem kom okkur nokkuð á óvart. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið er samsett úr nokkrum kerfum. Þekktast þeirra er kvótakerfið, sem í raun ákvarðar hve stóran hluta heildaraflamarks hver útgerð má veiða. Ákvörðun heildaraflamarks, og þar með þróun stofnstærðar, er ákvörðuð af veiðiráðgjöf sem í tilfelli flestra botnfisktegunda ræðst af aflareglu. Mikilvægust er aflaregla þorsks. Aflaregla þorsks var endurskoðuð 2006 og aftur 2009. Síðan þá hefur veiðistofn þorsk vaxið mikið. Niðurstöður rannsóknarinnar undirstika að sterkir stofnar sem viðhaldið er með hóflegum veiðum skili umtalsverðum samdrætti í kolefnisfótspori fiskveiða. Ofveiði er útbreitt vandamál í heiminum, með neikvæðum áhrifum á fiskistofna og afkomu þeirra sem stunda sjávarútveg. Niðurstöður okkar benda til þess að vaxandi kolefnisfótspor veiða í heiminum sé nátengt þessari þróun. Íslendingar hafa, með skynsamlegri fiskveiðistjórnun, náð góðum árangri í að draga úr ofveiði, bæta arðsemi veiða og draga úr umhverfisáhrifum þeirra. Af því má draga lærdóm. Höfundur er prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Atli Hermannsson ritar grein á visir.is (sjá hér) þar sem hann gagnrýnir ýmislegt við verkefni Svandísar Svavarsdóttur, Auðlindin okkar. Einhvern veginn tengir hann það verkefni við erindi sem ég hélt á málþingi um orkuskipti í sjávarútvegi sem haldið var á vegum Matís í Hörpu á dögunum. Augljóst er af umfjöllun Atla að hann hefur ekki kynnt sér niðurstöður rannsóknarinnar sem ég fjallaði um. Ég ætla því að gefa áhugasömum lesendum tækifæri til þess. Erindið byggir á greininni Factors affecting greenhouse gas emissions in fisheries: evidence from Iceland's demersal fisheries, sem ég skrifaði ásamt kollegum mínum við Háskólann á Akureyri, þeim Hreiðari Valtýssyni og Stefáni Gunnlaugssyni og birtist í ICES Journal of Marine Science 2021. Í greininni er lagt mat á þróun kolefnisfótspors botnfiskveiða á Íslandi frá 1997 til 2018. Greinina má finna hér. Niðurstaða greinarinnar er að verulegur samdráttur hafi orðið í kolefnisspori allra útgerðarflokka, þó mestur í togveiðum. Rannsóknin beindist að því að kanna hvaða þættir, ef einhverjir, hefðu haft áhrif á þessa jákvæðu þróun. Eftirfarandi þættir voru kannaðir: stofnstæð, heildarveiði, verð afurða og aðfanga og tæknibreytingar. Niðurstöðurnar benda til þess að stofnstærð hafi haft ráðandi áhrif, en að heildarveiði, fiskverð og olíuverð hafi einnig haft nokkur áhrif. Áhrif tæknibreytinga voru hins vegar ekki marktæk, sem kom okkur nokkuð á óvart. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið er samsett úr nokkrum kerfum. Þekktast þeirra er kvótakerfið, sem í raun ákvarðar hve stóran hluta heildaraflamarks hver útgerð má veiða. Ákvörðun heildaraflamarks, og þar með þróun stofnstærðar, er ákvörðuð af veiðiráðgjöf sem í tilfelli flestra botnfisktegunda ræðst af aflareglu. Mikilvægust er aflaregla þorsks. Aflaregla þorsks var endurskoðuð 2006 og aftur 2009. Síðan þá hefur veiðistofn þorsk vaxið mikið. Niðurstöður rannsóknarinnar undirstika að sterkir stofnar sem viðhaldið er með hóflegum veiðum skili umtalsverðum samdrætti í kolefnisfótspori fiskveiða. Ofveiði er útbreitt vandamál í heiminum, með neikvæðum áhrifum á fiskistofna og afkomu þeirra sem stunda sjávarútveg. Niðurstöður okkar benda til þess að vaxandi kolefnisfótspor veiða í heiminum sé nátengt þessari þróun. Íslendingar hafa, með skynsamlegri fiskveiðistjórnun, náð góðum árangri í að draga úr ofveiði, bæta arðsemi veiða og draga úr umhverfisáhrifum þeirra. Af því má draga lærdóm. Höfundur er prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun