Telja eldflaugina hafa verið úkraínska Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2023 09:34 Særður maður borinn á brott eftir sprenginguna. AP/Evgeniy Maloletka Útlit er fyrir að eldflaugin sem banaði minnst fimmtán manns og særði rúmlega þrjátíu í bænum Kostiantynivka í austurhluta Úkraínu þann 6. september hafi verið skotið á loft af Úkraínumönnum sjálfum. Eldflaugin lenti á markaði í bænum en innan við tveimur tímum síðar sakaði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, Rússa um árásina. Í ítarlegri greiningu blaðamanna New York Times, sem hafa rætt við vitni, skoðað upptökur úr öryggismyndavélum og skoðað sprengibrot á vettvangi, svo eitthvað sé nefnt, segir að eldflaugin hafi að öllum líkindum komið úr vestri, frá yfirráðasvæði Úkraínumanna. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar í fyrra hafa hersveitir Rússlands gert ítrekaðar árásir á óbreytta borgara í Úkraínu og látið sprengjum rigna yfir byggð ból í landinu. Meðal annars er markmiðið að skjóta almenningi skelk í bringu. Degi áður en eldflaugin lenti í bænum höfðu Rússar varpað sprengjum á hann. Sex manns létu svo lífið í árás Rússa á Kostiantynivka í apríl, þegar sprengjur féllu á heimili og barnaskóla í borginni. Í grein NYT segir að tveimur mínútum áður en eldflaugin lenti í bænum hafi úkraínskir hermenn skotið tveimur eldflaugum, sem hannaðar eru til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar, á loft skammt frá Kostiantynivka. Talið er að um hafi verið að ræða tvær eldflaugar af gerðinni 9M38 sem skotið er með Buk loftvarnarkerfi en Úkraínumenn höfðu sagt að eldflaugin hefði verið af gerðinni S-300 en slíkum eldflaugum, sem búið er að breyta, er reglulega skotið að úkraínskum bæjum og borgum. Blaðamenn NYT voru fyrir tilviljun í bænum Druzhkivka, sem er norðvestur af Kostiantynivka en það er áttin sem talið er að eldflaugin hafi komið úr. Hafi eldflauginni verið skotið frá Druzhkivka hefur hún flogið eingöngu um sextán kílómetra áður en hún lenti og hefur því verið töluvert eldsneyti í henni þar sem þær drífa tæplega tvöfalt lengra. Selenskí birti myndband af því þegar eldflaugin lenti, þegar hann sakaði Rússa um að hafa skotið henni. At least 16 people have been killed by Russian shelling in Kostyantynivka, Donetsk region. Russian terrorists have attacked a regular market, shops, and a pharmacy, killing innocent people. The number of casualties could rise further.Anyone in the world who is still dealing pic.twitter.com/PRfuGih2JD— Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) September 6, 2023 Í grein NYT segir að ekki sé ljóst af hverju eldflaugin hafi lent í Kostiantynivka en hún hafi líklega bilað. Fyrir því geti verið ýmsar ástæður. Rafbúnaður um borð í eldflauginni geti bilað eða einn af uggum hennar, sem stýrir henni, gæti hafa bilað eða dottið af, svo eitthvað sé nefnt. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Úkraínu sagði málið til rannsóknar og að hann gæti ekki tjáð sig um það að svo stöddu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Í ítarlegri greiningu blaðamanna New York Times, sem hafa rætt við vitni, skoðað upptökur úr öryggismyndavélum og skoðað sprengibrot á vettvangi, svo eitthvað sé nefnt, segir að eldflaugin hafi að öllum líkindum komið úr vestri, frá yfirráðasvæði Úkraínumanna. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar í fyrra hafa hersveitir Rússlands gert ítrekaðar árásir á óbreytta borgara í Úkraínu og látið sprengjum rigna yfir byggð ból í landinu. Meðal annars er markmiðið að skjóta almenningi skelk í bringu. Degi áður en eldflaugin lenti í bænum höfðu Rússar varpað sprengjum á hann. Sex manns létu svo lífið í árás Rússa á Kostiantynivka í apríl, þegar sprengjur féllu á heimili og barnaskóla í borginni. Í grein NYT segir að tveimur mínútum áður en eldflaugin lenti í bænum hafi úkraínskir hermenn skotið tveimur eldflaugum, sem hannaðar eru til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar, á loft skammt frá Kostiantynivka. Talið er að um hafi verið að ræða tvær eldflaugar af gerðinni 9M38 sem skotið er með Buk loftvarnarkerfi en Úkraínumenn höfðu sagt að eldflaugin hefði verið af gerðinni S-300 en slíkum eldflaugum, sem búið er að breyta, er reglulega skotið að úkraínskum bæjum og borgum. Blaðamenn NYT voru fyrir tilviljun í bænum Druzhkivka, sem er norðvestur af Kostiantynivka en það er áttin sem talið er að eldflaugin hafi komið úr. Hafi eldflauginni verið skotið frá Druzhkivka hefur hún flogið eingöngu um sextán kílómetra áður en hún lenti og hefur því verið töluvert eldsneyti í henni þar sem þær drífa tæplega tvöfalt lengra. Selenskí birti myndband af því þegar eldflaugin lenti, þegar hann sakaði Rússa um að hafa skotið henni. At least 16 people have been killed by Russian shelling in Kostyantynivka, Donetsk region. Russian terrorists have attacked a regular market, shops, and a pharmacy, killing innocent people. The number of casualties could rise further.Anyone in the world who is still dealing pic.twitter.com/PRfuGih2JD— Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) September 6, 2023 Í grein NYT segir að ekki sé ljóst af hverju eldflaugin hafi lent í Kostiantynivka en hún hafi líklega bilað. Fyrir því geti verið ýmsar ástæður. Rafbúnaður um borð í eldflauginni geti bilað eða einn af uggum hennar, sem stýrir henni, gæti hafa bilað eða dottið af, svo eitthvað sé nefnt. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Úkraínu sagði málið til rannsóknar og að hann gæti ekki tjáð sig um það að svo stöddu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira