Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, var sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld.
„Frammistaðan bara frábær frá byrjun til enda en auðvitað koma kaflar í leiknum sem að HK tekur aðeins yfir og ná að ýta okkur niður. Í heildina á litið þá finnst mér við hafa verið töluvert betra liðið í dag,“ sagði Ragnar.
Ekki vantaði upp á færin hjá Frömmurum í leiknum en liði fékk tvö víti, áttu eitt sláarskot og klikkuðu fyrir opnu marki í eitt skipti.

„Við fengum nóg af færum til að klára þennan leik. En þegar við náum ekki að pota honum inn þá kannski minkar sjálfstraustið aðeins eða frekar ef við hefðum náð að pota einu inn þá er ég viss um að næstu færi hefðu dottið inn líka. Það helst svolítið í hendur,“ sagði Ragnar um færanýtinguna.
Ragnar svaraði því játandi að hafa verið svekktur með að fá mark á sig úr föstu leikatriði en mark HK kom eftir aukaspyrnu.

Vegna meiðsla og veikinda ýmissa leikmanna Fram fengu tveir leikmenn eldskírn í byrjunarliði Fram í kvöld. Voru það þeir Sigfús Árni Guðmundsson sem átti flottan leik í hægri bakvarðarstöðunni og sömuleiðis liðsfélagi hans Þengill Orrason í hjarta varnar Fram. Ragnar hrósaði þeim í hástert eftir leikinn og sömuleiðis allri varnarlínu sinni.
„Eitt það besta sem ég hef séð frá okkur í sumar. Sigfús maður leiksins og Þengill næstbesti maður leiksins í dag.“
Ragnar játar því að það sé kominn fullur fókus á næsta leik sem er gegn ÍBV út í Eyjum á laugardaginn í algjörum botnbaráttu slag.
„Já, að sjálfsögðu,“ sagði Ragnar að lokum.