Sjáðu jöfnunarmark nýliðans í Árbænum og öll hin úr Bestu deild karla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2023 10:01 Þóroddur Víkingsson skorar jöfnunarmark Fylkis gegn ÍBV. vísir/anton Þóroddur Víkingsson tryggði Fylki stig gegn ÍBV í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla með sínu fyrsta marki í efstu deild. Átta mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Bestu deild karla í gær. Fjögur þeirra komu í Árbænum þar sem Fylkir og ÍBV skildu jöfn, 2-2. Elís Rafn Björnsson kom Árbæingum yfir með góðu vinstri fótar skoti á 8. mínútu. Á 63. mínútu jafnaði Tómas Bent Magnússon metin þegar hann skallaði hornspyrnu Felix Arnar Friðrikssonar í netið. Tólf mínútum síðar lagði Tómas svo upp mark fyrir Sverri Pál Hjaltested. Á 85. mínútu kom Þóroddur inn á í sínum þriðja leik í efstu deild og tveimur mínútum síðar skoraði hann jöfnunarmark Fylkis. Lokatölur 2-2. Þetta var þriðja 2-2 jafntefli Eyjamanna í röð en með stiginu komust þeir upp úr fallsæti. Klippa: Fylkir 2-2 ÍBV Annan leikinn í röð vann FH 0-2 sigur á Breiðabliki á Kópavogsvelli. FH-ingar komust með sigrinum upp í 4. sæti deildarinnar og eru aðeins einu stigi á eftir Blikum. Gera þurfti langt hlé á leiknum vegna meiðsla Kjartans Kára Halldórssonar, leikmanns FH, sem meiddist eftir rúman hálftíma eftir samstuð við Anton Ara Einarsson, markvörð Breiðabliks. Tólf mínútum var bætt við venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Á sjöttu mínútu uppbótartímans skoraði Davíð Snær Jóhannsson með skoti af stuttu færi eftir slæm mistök Viktors Arnar Margeirssonar. Á 74. mínútu jók Vuk Oskar Dimitrijevic svo muninn í 0-2 eftir undirbúnings Ástbjörns Þórðarsonar. Klippa: Breiðablik 0-2 FH Loks vann Valur 2-0 heimasigur á Stjörnunni. Ef Garðbæingar hefðu unnið leikinn hefðu Víkingar orðið Íslandsmeistarar. Á markamínútunni, þeirri fertugstuogþriðju, kom Birkir Heimisson Val yfir með frábæru skoti fyrir utan vítateig. Akureyringurinn skoraði þarna í öðrum leiknum í röð. Hlynur Freyr Karlsson gulltryggði svo sigur Valsmanna þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hann slapp þá í gegn eftir sendingu Tryggva Hrafns Haraldssonar og skoraði framhjá Árna Snæ Ólafssyni í marki Stjörnumanna. Klippa: Valur 2-0 Stjarnan Valur er áfram í 2. sæti deildarinnar og verður væntanlega þar þegar yfir lýkur en Stjarnan er í 5. sætinu. Öll átta mörkin úr Bestu deild karla í gær má sjá hér fyrir ofan. Besta deild karla Fylkir ÍBV Breiðablik FH Valur Stjarnan Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Átta mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Bestu deild karla í gær. Fjögur þeirra komu í Árbænum þar sem Fylkir og ÍBV skildu jöfn, 2-2. Elís Rafn Björnsson kom Árbæingum yfir með góðu vinstri fótar skoti á 8. mínútu. Á 63. mínútu jafnaði Tómas Bent Magnússon metin þegar hann skallaði hornspyrnu Felix Arnar Friðrikssonar í netið. Tólf mínútum síðar lagði Tómas svo upp mark fyrir Sverri Pál Hjaltested. Á 85. mínútu kom Þóroddur inn á í sínum þriðja leik í efstu deild og tveimur mínútum síðar skoraði hann jöfnunarmark Fylkis. Lokatölur 2-2. Þetta var þriðja 2-2 jafntefli Eyjamanna í röð en með stiginu komust þeir upp úr fallsæti. Klippa: Fylkir 2-2 ÍBV Annan leikinn í röð vann FH 0-2 sigur á Breiðabliki á Kópavogsvelli. FH-ingar komust með sigrinum upp í 4. sæti deildarinnar og eru aðeins einu stigi á eftir Blikum. Gera þurfti langt hlé á leiknum vegna meiðsla Kjartans Kára Halldórssonar, leikmanns FH, sem meiddist eftir rúman hálftíma eftir samstuð við Anton Ara Einarsson, markvörð Breiðabliks. Tólf mínútum var bætt við venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Á sjöttu mínútu uppbótartímans skoraði Davíð Snær Jóhannsson með skoti af stuttu færi eftir slæm mistök Viktors Arnar Margeirssonar. Á 74. mínútu jók Vuk Oskar Dimitrijevic svo muninn í 0-2 eftir undirbúnings Ástbjörns Þórðarsonar. Klippa: Breiðablik 0-2 FH Loks vann Valur 2-0 heimasigur á Stjörnunni. Ef Garðbæingar hefðu unnið leikinn hefðu Víkingar orðið Íslandsmeistarar. Á markamínútunni, þeirri fertugstuogþriðju, kom Birkir Heimisson Val yfir með frábæru skoti fyrir utan vítateig. Akureyringurinn skoraði þarna í öðrum leiknum í röð. Hlynur Freyr Karlsson gulltryggði svo sigur Valsmanna þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hann slapp þá í gegn eftir sendingu Tryggva Hrafns Haraldssonar og skoraði framhjá Árna Snæ Ólafssyni í marki Stjörnumanna. Klippa: Valur 2-0 Stjarnan Valur er áfram í 2. sæti deildarinnar og verður væntanlega þar þegar yfir lýkur en Stjarnan er í 5. sætinu. Öll átta mörkin úr Bestu deild karla í gær má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild karla Fylkir ÍBV Breiðablik FH Valur Stjarnan Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira