Sigurganga Verstappen á enda eftir sigur Sainz Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2023 14:06 Carlos Sainz fagnaði sigri í Singapúr í dag. Kym Illman/Getty Images Carlos Sainz kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fór í Singapúr í dag. Sigurganga heimsmeistarans Max Verstappen er þar með á enda, en hann hafði unnið tíu keppnir í röð. Verstappen bætti met Sebastian Vettel í síðustu keppni þegar hann kom fyrstur í mark í tíunda kappakstrinum í röð. Verstappen vann þá sinn tólfta sigur á tímabilinu og Red Bull-liðið hafði unnið allar fjórtán keppnir tímabilsins fyrir keppnina í dag. Verstappen þurfti þó að sætta sig við að ræsa ellefti í dag eftir erfiðar tímatökur í gær. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsti þrettándi og því var ólíklegt að sigurganga liðsins myndi halda áfram. Sú varð raunin og Ferrari-maðurinn Carlos Sainz, sem ræsti fremstur, kom fyrstur í mark. Á eftir honum kom Lando Norris á McLaren og sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. CARLOS SAINZ WINS IN SINGAPORE!!!#SingaporeGP @ScuderiaFerrari pic.twitter.com/bd2MzhOFW6— Formula 1 (@F1) September 17, 2023 Liðsfélagi Hamilton, George Russell, getur þó nagað sig í handabökin því hann var þriðja fram á síðasta hring, en missti stjórn á bílnum sínum þegar örfáar beygjur voru eftir og náði ekki að klára. Þrátt fyrir erfiða tímatöku gerði þMax Verstappen vel og endaði fimmti. Akstursíþróttir Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Verstappen bætti met Sebastian Vettel í síðustu keppni þegar hann kom fyrstur í mark í tíunda kappakstrinum í röð. Verstappen vann þá sinn tólfta sigur á tímabilinu og Red Bull-liðið hafði unnið allar fjórtán keppnir tímabilsins fyrir keppnina í dag. Verstappen þurfti þó að sætta sig við að ræsa ellefti í dag eftir erfiðar tímatökur í gær. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsti þrettándi og því var ólíklegt að sigurganga liðsins myndi halda áfram. Sú varð raunin og Ferrari-maðurinn Carlos Sainz, sem ræsti fremstur, kom fyrstur í mark. Á eftir honum kom Lando Norris á McLaren og sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. CARLOS SAINZ WINS IN SINGAPORE!!!#SingaporeGP @ScuderiaFerrari pic.twitter.com/bd2MzhOFW6— Formula 1 (@F1) September 17, 2023 Liðsfélagi Hamilton, George Russell, getur þó nagað sig í handabökin því hann var þriðja fram á síðasta hring, en missti stjórn á bílnum sínum þegar örfáar beygjur voru eftir og náði ekki að klára. Þrátt fyrir erfiða tímatöku gerði þMax Verstappen vel og endaði fimmti.
Akstursíþróttir Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira