Heimsmeistarinn segir ómögulegt að hann vinni sig upp á verðlaunapall Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2023 10:31 Max Verstappen hefur ekki trú á því að hann muni enda á verðlaunapalli í Singapúr. Mark Thompson/Getty Images Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari í Formúli 1, segir það ómögulegt að hann muni vinna sig upp á verðlaunapall eftir erfiðar tímatökur í gær. Verstappen og liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, áttu ekki góðan dag í tímatökunum í Singapúr í gær þar sem hvorugur þeirra komst í lokahlutann. Þeir duttu báðir út í öðrum hluta tímatökunnar og Verstappen ræsir ellefti, tveimur sætum fyrir framan Perez sem ræsir þrettándi. Síðustu tvö tímabil hafa þó flestir gert ráð fyrir því að Verstappen komi sér aftur inn í keppnina eftir erfiðar tímatökur og vinni sig í það minnsta upp á verðlaunapall, svo miklir hafa yfirburðir Hollendingsins og Red Bull-bílsins verið. Brautin í Singapúr er þó ekki þannig gerð að auðvelt sé að taka fram úr og því verður að teljast óliklegt að Verstappen komi sér á verðlaunapall. Á síðasta tímabili ræsti hann áttundi í þessum sama kappakstri og kom að lokum sjöundi í mark og því verður að teljast líklegt að sigurganga Verstappen, sem hefur unnið tíu keppnir í röð, sé á enda. „Klárlega ekki,“ sagði Verstappen, aðspurður út í möguleika sína að ná verðlaunapalli í dag eftir tímatökurnar í gær. „Hérna snýst þetta ekki jafn mikið um að vera með bíl með góðan keppnishraða. Þetta er svipað og í Mónakó. Þú leggur allt í sölurnar í tímatökunni.“ „Þetta verður langt og strangt eftirmiðdegi. Vonandi verður ekki of mikið um öryggisbíla og vonandi verður þetta frekar stutt keppni.“ Kappaksturinn í Singapúr hefst klukkan 12:00 í dag og verður sýndur í beinni útsendinug á Vodafone Sport. Bein útsending hefst hálftíma áður. Akstursíþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Verstappen og liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, áttu ekki góðan dag í tímatökunum í Singapúr í gær þar sem hvorugur þeirra komst í lokahlutann. Þeir duttu báðir út í öðrum hluta tímatökunnar og Verstappen ræsir ellefti, tveimur sætum fyrir framan Perez sem ræsir þrettándi. Síðustu tvö tímabil hafa þó flestir gert ráð fyrir því að Verstappen komi sér aftur inn í keppnina eftir erfiðar tímatökur og vinni sig í það minnsta upp á verðlaunapall, svo miklir hafa yfirburðir Hollendingsins og Red Bull-bílsins verið. Brautin í Singapúr er þó ekki þannig gerð að auðvelt sé að taka fram úr og því verður að teljast óliklegt að Verstappen komi sér á verðlaunapall. Á síðasta tímabili ræsti hann áttundi í þessum sama kappakstri og kom að lokum sjöundi í mark og því verður að teljast líklegt að sigurganga Verstappen, sem hefur unnið tíu keppnir í röð, sé á enda. „Klárlega ekki,“ sagði Verstappen, aðspurður út í möguleika sína að ná verðlaunapalli í dag eftir tímatökurnar í gær. „Hérna snýst þetta ekki jafn mikið um að vera með bíl með góðan keppnishraða. Þetta er svipað og í Mónakó. Þú leggur allt í sölurnar í tímatökunni.“ „Þetta verður langt og strangt eftirmiðdegi. Vonandi verður ekki of mikið um öryggisbíla og vonandi verður þetta frekar stutt keppni.“ Kappaksturinn í Singapúr hefst klukkan 12:00 í dag og verður sýndur í beinni útsendinug á Vodafone Sport. Bein útsending hefst hálftíma áður.
Akstursíþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira