ESB sektar TikTok um rúmlega fimmtíu milljarða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. september 2023 00:02 TikTok er í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance. AP Samfélagsmiðillinn TikTok hefur hlotið sekt upp á rúmlega fimmtíu milljarða króna vegna brota á gagnalögum Evrópusambandsins. Sektin er sú stærsta sem lögð hefur verið á forritið af eftirlitsaðilum. Írska persónuverndarstofnunin, sem hefur forystueftirlitsyfirvald með forritinu innan Evrópusambandsins, hefur gefið það úr að miðillinn hafi margsinnis brotið persónuverndarreglur ESB á tímabilinu 31. júlí 2020 til 31. desember 2020. Til að mynda hafi sjálfgefnar öryggisstillingar reikninga sem tilheyrðu börnum á aldrinum þrettán til sautján ára ekki verið fullnægjandi. Þeir reikningar hafi verið sjálfvirkt stilltir sem „opnir almenningi“ þegar þeir voru búnir til. Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins segjast ósammála sektinni, sér í lagi upphæð hennar. Þá segja þeir gagnrýnina ekki skipta lengur máli, en árið 2021 hafi friðhelgisstillingar á TikTok-reikningum barna sextán ára og yngri verið breytt til þess að tryggja aukið öryggi barna á forritinu. Eftir það hafi persónuverndarrannsóknin hafist. Þrátt fyrir það segja þeir að til standi að uppfæra persónuverndarstefnu forritsins enn frekar, þannig að sjálfvirk stilling allra reikninga sem stofnaðir eru af börnum yngri en átján ára tryggi að reikningurinn sé lokaður almenningi. Forritið er ekki það fyrsta til þess að hljóta sekt vegna brota á persónuverndarlögum. Til að mynda hlaut Meta, móðurfélag samfélagsmiðlanna Facebook og Instagram sekt frá persónuverndaryfirvöldum ESB upp á 183 milljarða króna í maí. Einungis fjórum mánuðum eftir að fyrirtækið hlaut sams konar sekt frá sömu stofnun. TikTok Samfélagsmiðlar Evrópusambandið Persónuvernd Tengdar fréttir ESB sektar Meta um 183 milljarða króna Evrópusambandið hefur sektað Meta, móðurfélag Facebook, um 1,3 milljarða bandaríkjadala, um 183 milljarða króna, fyrir að hafa sent persónuupplýsingar evrópskra notenda til Bandaríkjanna. 22. maí 2023 10:09 ESB sektar Meta um sextíu milljarða Persónverndaryfirvöld innan Evrópusambandsins segja að Meta, eigandi Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, megi ekki byggja það hvaða auglýsingar notendur sjá á upplýsingum um netnotkun þeirra. Þetta var niðurstaða sérstakrar nefndar um vernd persónuupplýsinga á Írlandi sem segir auglýsingarnar brjóta gegn lögum Evrópusambandsins. 5. janúar 2023 14:53 Mest lesið Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Sjá meira
Írska persónuverndarstofnunin, sem hefur forystueftirlitsyfirvald með forritinu innan Evrópusambandsins, hefur gefið það úr að miðillinn hafi margsinnis brotið persónuverndarreglur ESB á tímabilinu 31. júlí 2020 til 31. desember 2020. Til að mynda hafi sjálfgefnar öryggisstillingar reikninga sem tilheyrðu börnum á aldrinum þrettán til sautján ára ekki verið fullnægjandi. Þeir reikningar hafi verið sjálfvirkt stilltir sem „opnir almenningi“ þegar þeir voru búnir til. Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins segjast ósammála sektinni, sér í lagi upphæð hennar. Þá segja þeir gagnrýnina ekki skipta lengur máli, en árið 2021 hafi friðhelgisstillingar á TikTok-reikningum barna sextán ára og yngri verið breytt til þess að tryggja aukið öryggi barna á forritinu. Eftir það hafi persónuverndarrannsóknin hafist. Þrátt fyrir það segja þeir að til standi að uppfæra persónuverndarstefnu forritsins enn frekar, þannig að sjálfvirk stilling allra reikninga sem stofnaðir eru af börnum yngri en átján ára tryggi að reikningurinn sé lokaður almenningi. Forritið er ekki það fyrsta til þess að hljóta sekt vegna brota á persónuverndarlögum. Til að mynda hlaut Meta, móðurfélag samfélagsmiðlanna Facebook og Instagram sekt frá persónuverndaryfirvöldum ESB upp á 183 milljarða króna í maí. Einungis fjórum mánuðum eftir að fyrirtækið hlaut sams konar sekt frá sömu stofnun.
TikTok Samfélagsmiðlar Evrópusambandið Persónuvernd Tengdar fréttir ESB sektar Meta um 183 milljarða króna Evrópusambandið hefur sektað Meta, móðurfélag Facebook, um 1,3 milljarða bandaríkjadala, um 183 milljarða króna, fyrir að hafa sent persónuupplýsingar evrópskra notenda til Bandaríkjanna. 22. maí 2023 10:09 ESB sektar Meta um sextíu milljarða Persónverndaryfirvöld innan Evrópusambandsins segja að Meta, eigandi Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, megi ekki byggja það hvaða auglýsingar notendur sjá á upplýsingum um netnotkun þeirra. Þetta var niðurstaða sérstakrar nefndar um vernd persónuupplýsinga á Írlandi sem segir auglýsingarnar brjóta gegn lögum Evrópusambandsins. 5. janúar 2023 14:53 Mest lesið Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Sjá meira
ESB sektar Meta um 183 milljarða króna Evrópusambandið hefur sektað Meta, móðurfélag Facebook, um 1,3 milljarða bandaríkjadala, um 183 milljarða króna, fyrir að hafa sent persónuupplýsingar evrópskra notenda til Bandaríkjanna. 22. maí 2023 10:09
ESB sektar Meta um sextíu milljarða Persónverndaryfirvöld innan Evrópusambandsins segja að Meta, eigandi Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, megi ekki byggja það hvaða auglýsingar notendur sjá á upplýsingum um netnotkun þeirra. Þetta var niðurstaða sérstakrar nefndar um vernd persónuupplýsinga á Írlandi sem segir auglýsingarnar brjóta gegn lögum Evrópusambandsins. 5. janúar 2023 14:53