Sport

Dag­skráin í dag: Besta deild kvenna og stór­leikir á Ítalíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tindastóll fær ÍBV í heimsókn.
Tindastóll fær ÍBV í heimsókn. Vísir/Hulda Margrét

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag, alls eru 17 beinar útsendingar á dagskrá.

Stöð 2 Sport

  • Klukkan 10.05 er upphitun Bestu markanna fyrir komandi umferð í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.
  • Klukkan 13.50 er leikur Tindastóls og ÍBV í Bestu deild kvenna á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

  • Klukkan 12.50 er leikur Juventus og Lazio í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á dagskrá. 
  • Klukkan 15.50 er komið að baráttunni um Mílanóborg þegar Inter og AC Milan mætast. 
  • Klukkan 18.25 er komið að leik Genoa og Ítalíumeistara Napoli.

Stöð 2 Sport 3

  • Klukkan 16.20 er leikur Barca og Real Madríd í Supercopa Endesa-keppninni í körfubolta á dagskrá. 
  • Klukkan 19.20 er hin undanúrslitaviðureignin á dagskrá, um er að ræða leik UCAM og Unicaja.

Stöð 2 Sport 4

  • Klukkan 13.00 er Swiss Ladies Open-mótið í golfi á dagskrá. Mótið er hluti af LET-mótaröðinni.

Stöð 2 ESport

  • Klukkan 10.00 er leikur ECSTATIC og JANO á Blast Premier – Nordic Masters-mótinu. 
  • Klukkan 11.30 er leikur Preasy og HAVU á dagskrá. 
  • Næsti leikir dagsins eru svo klukkan 13.00, 14.30 og 16.00.

Vodafone Sport

  • Klukkan 09.25 hefst bein útsending frá æfingu Formúlu 1. Klukkan 12.30 er tímatakan svo á dagskrá.
  • Klukkan 18.40 er slagurinn um Wales á dagskrá en þá mæta Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Cardiff City erkifjendum sínum í Swansea City.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×