Telja sig hafa komist að því hvers vegna heilafrumurnar deyja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. september 2023 08:30 Uppgötvunin þykir lofa góðu en mikil rannsóknarvinna er framundan. Getty Vísindamenn í Bretlandi og Belgíu telja sig hafa komist að því af hverju heilafrumur deyja í Alzheimersjúklingum. Dauði heilafrumanna hefur verið ráðgáta í marga áratugi en vonir eru bundnar við að uppgötvunin greiði fyrir þróun nýrra lyfja við sjúkdómnum. Niðurstöður umræddrar rannsóknar hafa verið birtar í tímaritinu Science. Það er frumudauðinn sem veldur einkennum Alzheimers, til að mynda minnistapi, en vísindamennirnir telja sig nú vita að uppsöfnun óeðlilegra prótína leiði til nokkurs konar sjálfsvígs frumanna, kallað „necroptosis“ á ensku. Það hefur löngum verið talið víst að Alzheimersjúkdómurinn tengist uppsöfnun amyloid-útfellinga og tau-prótína í heilanum. Vísindamennirnir við Dementia Research Institute við University College London og KU Leuven í Belgíu telja nú að ferlið sé þannig að útfellingar fari að myndast á milli heilafrumanna, sem leiði til bólgusvars. Bólgusvarið leiði til þess að frumurnar bregðast við með því að umbreytast. Þegar svokallaðar tau-flækjur fari að myndast bregðist frumurnar við með því að framleiða sameindina MEG3, sem leiði til frumudauða. Umrætt ferli, það er að segja þetta „sjálfsvíg“ frumanna, er ein leið líkamans til að losa sig við óæskilegar frumur þegar nýjar myndast. Teyminu tókst að koma í veg fyrir frumudauða með því að koma í veg fyrir framleiðslu MEG3. Bart De Strooper, prófessor við Dementia Research Institute, segir um að ræða afar áhugaverða og mikilvæga uppgötvun. Menn hafi lengi velt því fyrir sér hvers vegna og hvernig heilafrumur deyji í Alzheimersjúklingum og nú sé svarið fundið. Hann segist vonast til þess að uppgötvunin muni leiða til þróunnar nýrra og áhrifaríkra lyfja gegn sjúkdómnum en margra ára rannsóknarvinna sé framundan áður en það geti orðið. Hér má finna umfjöllun BBC um málið. Vísindi Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Niðurstöður umræddrar rannsóknar hafa verið birtar í tímaritinu Science. Það er frumudauðinn sem veldur einkennum Alzheimers, til að mynda minnistapi, en vísindamennirnir telja sig nú vita að uppsöfnun óeðlilegra prótína leiði til nokkurs konar sjálfsvígs frumanna, kallað „necroptosis“ á ensku. Það hefur löngum verið talið víst að Alzheimersjúkdómurinn tengist uppsöfnun amyloid-útfellinga og tau-prótína í heilanum. Vísindamennirnir við Dementia Research Institute við University College London og KU Leuven í Belgíu telja nú að ferlið sé þannig að útfellingar fari að myndast á milli heilafrumanna, sem leiði til bólgusvars. Bólgusvarið leiði til þess að frumurnar bregðast við með því að umbreytast. Þegar svokallaðar tau-flækjur fari að myndast bregðist frumurnar við með því að framleiða sameindina MEG3, sem leiði til frumudauða. Umrætt ferli, það er að segja þetta „sjálfsvíg“ frumanna, er ein leið líkamans til að losa sig við óæskilegar frumur þegar nýjar myndast. Teyminu tókst að koma í veg fyrir frumudauða með því að koma í veg fyrir framleiðslu MEG3. Bart De Strooper, prófessor við Dementia Research Institute, segir um að ræða afar áhugaverða og mikilvæga uppgötvun. Menn hafi lengi velt því fyrir sér hvers vegna og hvernig heilafrumur deyji í Alzheimersjúklingum og nú sé svarið fundið. Hann segist vonast til þess að uppgötvunin muni leiða til þróunnar nýrra og áhrifaríkra lyfja gegn sjúkdómnum en margra ára rannsóknarvinna sé framundan áður en það geti orðið. Hér má finna umfjöllun BBC um málið.
Vísindi Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira