Hauskúpan var mögulega notuð sem öskubakki Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. september 2023 20:01 Hauskúpubrotin eru um og yfir tíu sentímetra í þvermál. Flest er enn á huldu um eiganda höfuðkúpunnar. Vísir/Einar Hauskúpan sem fannst í Ráðherrabústaðnum í sumar er líklegast af smávaxinni konu og var mögulega notuð sem öskubakki. Iðnaðarmenn sem unnu við framkvæmdir í risi ráðherrabústaðarins fundu höfuðkúpuna undir gólffjölum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Mbl fyrr í vikunni að mönnunum hefði óneitanlega brugðið nokkuð við. Í fréttinni hér fyrir ofan sjáum við svo sjálfan vettvang beinafundarins; umrætt háaloft í Ráðherrabústaðnum þar sem alla jafna er lítill umgangur. Fjalirnar á gólfinu voru fjarlægðar í framkvæmdunum í sumar - og hauskúpubrotunum sem hvíldu undir þeim hefur verið fundið nýtt heimili í bili, á rannsóknarstofu Þjóðminjasafnsins í Hafnarfirði. Fréttamaður vitjar brotanna í innslaginu hér að ofan. Ekki er vitað hvenær eigandi höfuðkúpunnar var uppi eða hvort viðkomandi var Íslendingur, unnið er að greiningu. En aðrir þættir liggja fyrir. „Þetta er líklega kona hún hefur verið smávaxin, hann sér það á stærð höfuðkúpunnar,“ segir Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins. Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins, með höfuðkúpubrotin við hlið sér.Vísir/Einar Höfuðkúpur notaðar sem öskubakkar Ekki eru vísbendingar um að konan hafi hlotið áverka í lifanda lífi. Margt bendir hins vegar til þess að ekki hafi alltaf verið farið vel með beinin eftir andlát hennar, hvenær sem það var. „Við vitum að höfuðkúpur voru notaðar sem öskubakkar og við erum með hér í okkar safnkosti höfuðkúpur sem voru notaðar sem öskubakkar,“ segir Ágústa. Þannig að það er allavega ein kenning sem væri alveg raunhæfur möguleiki? „Já, og það væri hægt í framhaldinu að skoða það.“ Þá eru sérfræðingar engu nær um hvernig beinin rötuðu í Ráðherrabústaðinn. „Það er augljóst að einhver hefur sett þetta þarna, þetta er ekki eitthvað sem tapast milli gólffjala. Væntanlega hefur þetta verið sett þarna niður, lokað fyrir og ákveðið að þessi bein ættu að fá að hvíla þarna,“ segir Ágústa. „Þetta er náttúrulega eins og upphafið að glæpasögu og það átta sig allir á því, jafnvel kaldrifjaðir vísindamenn.“ Fornminjar Reykjavík Tengdar fréttir Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Agnar og Sunna ráða gátuna Starfsfólk hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur til rannsóknar brot úr höfuðkúpu sem fundust milli þilja í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum. Beinin eru illa farin en reynt verður að einangra DNA úr þeim til að rekja sig að eigandanum, ef hægt er. 14. september 2023 13:18 Ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa í ráðherrabústað Íslensk erfiðagreinin raðgreinir nú sýni úr beinunum sem fundust undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Kári Stefánsson segir það ekki góð örlög að enda þar. Hann segir það réttlætismál að komast að uppruna beinanna. 13. september 2023 20:39 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira
Iðnaðarmenn sem unnu við framkvæmdir í risi ráðherrabústaðarins fundu höfuðkúpuna undir gólffjölum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Mbl fyrr í vikunni að mönnunum hefði óneitanlega brugðið nokkuð við. Í fréttinni hér fyrir ofan sjáum við svo sjálfan vettvang beinafundarins; umrætt háaloft í Ráðherrabústaðnum þar sem alla jafna er lítill umgangur. Fjalirnar á gólfinu voru fjarlægðar í framkvæmdunum í sumar - og hauskúpubrotunum sem hvíldu undir þeim hefur verið fundið nýtt heimili í bili, á rannsóknarstofu Þjóðminjasafnsins í Hafnarfirði. Fréttamaður vitjar brotanna í innslaginu hér að ofan. Ekki er vitað hvenær eigandi höfuðkúpunnar var uppi eða hvort viðkomandi var Íslendingur, unnið er að greiningu. En aðrir þættir liggja fyrir. „Þetta er líklega kona hún hefur verið smávaxin, hann sér það á stærð höfuðkúpunnar,“ segir Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins. Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins, með höfuðkúpubrotin við hlið sér.Vísir/Einar Höfuðkúpur notaðar sem öskubakkar Ekki eru vísbendingar um að konan hafi hlotið áverka í lifanda lífi. Margt bendir hins vegar til þess að ekki hafi alltaf verið farið vel með beinin eftir andlát hennar, hvenær sem það var. „Við vitum að höfuðkúpur voru notaðar sem öskubakkar og við erum með hér í okkar safnkosti höfuðkúpur sem voru notaðar sem öskubakkar,“ segir Ágústa. Þannig að það er allavega ein kenning sem væri alveg raunhæfur möguleiki? „Já, og það væri hægt í framhaldinu að skoða það.“ Þá eru sérfræðingar engu nær um hvernig beinin rötuðu í Ráðherrabústaðinn. „Það er augljóst að einhver hefur sett þetta þarna, þetta er ekki eitthvað sem tapast milli gólffjala. Væntanlega hefur þetta verið sett þarna niður, lokað fyrir og ákveðið að þessi bein ættu að fá að hvíla þarna,“ segir Ágústa. „Þetta er náttúrulega eins og upphafið að glæpasögu og það átta sig allir á því, jafnvel kaldrifjaðir vísindamenn.“
Fornminjar Reykjavík Tengdar fréttir Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Agnar og Sunna ráða gátuna Starfsfólk hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur til rannsóknar brot úr höfuðkúpu sem fundust milli þilja í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum. Beinin eru illa farin en reynt verður að einangra DNA úr þeim til að rekja sig að eigandanum, ef hægt er. 14. september 2023 13:18 Ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa í ráðherrabústað Íslensk erfiðagreinin raðgreinir nú sýni úr beinunum sem fundust undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Kári Stefánsson segir það ekki góð örlög að enda þar. Hann segir það réttlætismál að komast að uppruna beinanna. 13. september 2023 20:39 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira
Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21
Agnar og Sunna ráða gátuna Starfsfólk hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur til rannsóknar brot úr höfuðkúpu sem fundust milli þilja í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum. Beinin eru illa farin en reynt verður að einangra DNA úr þeim til að rekja sig að eigandanum, ef hægt er. 14. september 2023 13:18
Ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa í ráðherrabústað Íslensk erfiðagreinin raðgreinir nú sýni úr beinunum sem fundust undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Kári Stefánsson segir það ekki góð örlög að enda þar. Hann segir það réttlætismál að komast að uppruna beinanna. 13. september 2023 20:39