Kim heitir Pútín fullum stuðningi Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2023 18:18 Vladimír Pútín og Kim Jong Un virtust ánægðir með að hittast í morgun. AP/Vladimir Smirnov Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. Yfirvöld í Moskvu hafa lítið vilja segja um fundinn og hvað Pútín og Kim töluðu um. Pútín þykir þó líklegur til að vilja fá sprengikúlur og eldflaugar fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. AP fréttaveitan segir talið að Kim sitji mögulega á tugum milljóna af gömlum sprengikúlum og eldflaugum fyrir stórskotalið, sem framleiddar voru fyrir vopn frá tímum Sovétríkjanna og Rússar gætu notað. Það að kaupa vopn af Norður-Kóreu og útvega ríkinu eldflaugatækni væri í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Rússar komu að því að samþykkja á sínum tíma og hafa stutt í gegnum árin. Rússland er með fast sæti í öryggisráðinu. Í frétt AP segir að slík ákvörðun myndi bæði vera táknrænt fyrir mikla einangrun Pútíns á alþjóðasviðinu eftir innrásina í Úkraínu og auka á hana. Myndbandið hér að neðan er frá því í morgun, áður en fundurinn hófst. Sagðist ætla að hjálpa við þróun gervihnatta Fundurinn fór fram í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, sem þykir táknrænt þar sem Kim er talinn vilja fá aðstoð varðandi þróun eldflauga sem borið geta kjarnorkuvopn og þróun njósnagervihnatta. Kim hefur sagt að slíkir gervihnettir séu mikilvægir til að auka getu kjarnorkuvopna hans og eldflauganna sem eiga að bera þau. Kóreumenn hafa gert nokkrar misheppnaðar tilraunir til að koma njósnagervihnöttum á braut um jörðu að undanförnu. Pútín fór með Kim í skoðunarferð um geimferðamistöðina og töluðu þeir meðal annars um það að senda mann frá Norður-Kóreu út í geim. Steve Rosenberg, fréttamaður BBC, segir Kim hafa sýnt skoðunarferðinni mikla athygli. Kim Jong Un told Vladimir Putin that Russia will win a "great victory" over its enemies. But will he be supplying munitions to help Moscow achieve that? Our @BBCNews report on the Putin-Kim summit. Producer @LizaShuvalova pic.twitter.com/vdgvXgJShr— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) September 13, 2023 Í frétt Reuters er vísað í rússneska ríkismiðla þar sem Pútín var spurður um það hvort Rússar myndu hjálpa Norður-Kóreu við þróun gervihnatta. „Þess vegna komum við hingað,“ sagði Pútín. Kim er einnig sagður ætla að skoða hergagnaverksmiðjur og flugvélaverksmiðju í Komsomolsk og skoða Kyrrahafsflota Rússlands í Vladivostok. Þá gáfu Rússar það út í dag að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, myndi fara til Pyongyangt í Norður-Kóreu í næsta mánuði. Norður-Kórea Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58 Kim heldur til Rússlands til fundar við Pútín Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu hefur staðfest að leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sé kominn til Rússlands þar sem hann mun síðar funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 12. september 2023 06:49 Kim í lest á leið til Pútíns Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun á næstu dögum funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Einræðisherrann er sagður vera lagður af stað til Valdivostok í Rússlandi á brynvarinni lest sinni. 11. september 2023 17:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Yfirvöld í Moskvu hafa lítið vilja segja um fundinn og hvað Pútín og Kim töluðu um. Pútín þykir þó líklegur til að vilja fá sprengikúlur og eldflaugar fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. AP fréttaveitan segir talið að Kim sitji mögulega á tugum milljóna af gömlum sprengikúlum og eldflaugum fyrir stórskotalið, sem framleiddar voru fyrir vopn frá tímum Sovétríkjanna og Rússar gætu notað. Það að kaupa vopn af Norður-Kóreu og útvega ríkinu eldflaugatækni væri í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Rússar komu að því að samþykkja á sínum tíma og hafa stutt í gegnum árin. Rússland er með fast sæti í öryggisráðinu. Í frétt AP segir að slík ákvörðun myndi bæði vera táknrænt fyrir mikla einangrun Pútíns á alþjóðasviðinu eftir innrásina í Úkraínu og auka á hana. Myndbandið hér að neðan er frá því í morgun, áður en fundurinn hófst. Sagðist ætla að hjálpa við þróun gervihnatta Fundurinn fór fram í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, sem þykir táknrænt þar sem Kim er talinn vilja fá aðstoð varðandi þróun eldflauga sem borið geta kjarnorkuvopn og þróun njósnagervihnatta. Kim hefur sagt að slíkir gervihnettir séu mikilvægir til að auka getu kjarnorkuvopna hans og eldflauganna sem eiga að bera þau. Kóreumenn hafa gert nokkrar misheppnaðar tilraunir til að koma njósnagervihnöttum á braut um jörðu að undanförnu. Pútín fór með Kim í skoðunarferð um geimferðamistöðina og töluðu þeir meðal annars um það að senda mann frá Norður-Kóreu út í geim. Steve Rosenberg, fréttamaður BBC, segir Kim hafa sýnt skoðunarferðinni mikla athygli. Kim Jong Un told Vladimir Putin that Russia will win a "great victory" over its enemies. But will he be supplying munitions to help Moscow achieve that? Our @BBCNews report on the Putin-Kim summit. Producer @LizaShuvalova pic.twitter.com/vdgvXgJShr— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) September 13, 2023 Í frétt Reuters er vísað í rússneska ríkismiðla þar sem Pútín var spurður um það hvort Rússar myndu hjálpa Norður-Kóreu við þróun gervihnatta. „Þess vegna komum við hingað,“ sagði Pútín. Kim er einnig sagður ætla að skoða hergagnaverksmiðjur og flugvélaverksmiðju í Komsomolsk og skoða Kyrrahafsflota Rússlands í Vladivostok. Þá gáfu Rússar það út í dag að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, myndi fara til Pyongyangt í Norður-Kóreu í næsta mánuði.
Norður-Kórea Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58 Kim heldur til Rússlands til fundar við Pútín Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu hefur staðfest að leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sé kominn til Rússlands þar sem hann mun síðar funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 12. september 2023 06:49 Kim í lest á leið til Pútíns Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun á næstu dögum funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Einræðisherrann er sagður vera lagður af stað til Valdivostok í Rússlandi á brynvarinni lest sinni. 11. september 2023 17:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58
Kim heldur til Rússlands til fundar við Pútín Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu hefur staðfest að leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sé kominn til Rússlands þar sem hann mun síðar funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 12. september 2023 06:49
Kim í lest á leið til Pútíns Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun á næstu dögum funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Einræðisherrann er sagður vera lagður af stað til Valdivostok í Rússlandi á brynvarinni lest sinni. 11. september 2023 17:56