Almennir borgarar koma samlöndum sínum til hjálpar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. september 2023 11:39 Skjálftinn hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu í þorpum og bæjum frá Atlas-fjöllum til Marrakesh. Yfir 2.800 eru látnir. epa/Jerome Favre Allt að 3.000 eru taldir látnir og fleiri en 5.000 særðir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Marokkó á föstudag. Herinn hefur sett upp tímabundin sjúkrahús þar sem neyðin er sem mest en vonir dvína um að finna fleiri á lífi. Skjálftinn mældist 6,8 að stærð og er sá stærsti sem hefur orðið í landinu frá því fyrir 1900. Viðbrögð yfirvalda í kjölfar harmleiksins hafa verið harðlega gagnrýnd, meðal annars tregða þeirra til að óska eftir aðstoð erlendis frá. Konungurinn Mohammed VI heimsótti særða á spítala í stórborginni Marrakech í gær en ekkert hefur heyrst af fyrirhugaðri heimsókn á þau svæði sem verst urðu úti. Svo virðist sem pólitík hafi orðið mönnum fjötur um fót en sérfræðingur í málefnum Marokkó við Stanford University í Kaliforníu segir opinbera embættismenn hafa freistað þess að bregðast við án þess þó að varpa skugga á viðbragð konungshallarinnar. Þúsundir almennra borgara eru hins vegar sagðir hafa lagt land undir fót til að koma neyðarbirgðum og annarri aðstoð til samlanda sinna. Bifreiðar bíða í löngum röðum á fjallavegum, hlaðnar dýnum, rúmfötum og fatnaði. Guardian ræddi meðal annars við sextán unga menn í þremur bílum, sem sögðu það hafa tekið sig heilan dag að ná til Talat N'Yaaqoub, sem liggur í um 20 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans og varð einna verst úti. „Við erum með mat og föt og peninga sem við söfnuðum fyrir fórnarlömb jarðskjálftans. Okkur fannst við þurfa að gera eitthvað,“ sögðu mennirnir, allir stuðningsmenn knattspyrnuliðsins Raja Casablanca. Aðal markaðurinn í Talat N'Yaaqoub er sagður gjöreyðilagður og þá eru gólfin í fjölda verslana og skrifstofubygginga sögð hafa hrunið. Turn moskvu í bænum gnæfir yfir rústirnar. Guardian ræddi við konu sem missti manninn sinn í skjálftanum og sagðist ekki enn geta tjáð sig um hvað gerðist. Búið er að setja upp tjöld í mörgum þorpum en þörfin er langt umfram framboðið. „Við erum ekki enn komin með tjald,“ segir Hayat ait Louchine, 24 ára, sem missti sex ára frænku sína. „Við virkilega þörfnumst þess, það er svo kalt hérna í fjöllunum. Við höfum áhyggjur af því að það fari að rigna en við vitum ekki hvert við eigum að leita til að fá tjald.“ Jarðskjálfti í Marokkó Marokkó Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Skjálftinn mældist 6,8 að stærð og er sá stærsti sem hefur orðið í landinu frá því fyrir 1900. Viðbrögð yfirvalda í kjölfar harmleiksins hafa verið harðlega gagnrýnd, meðal annars tregða þeirra til að óska eftir aðstoð erlendis frá. Konungurinn Mohammed VI heimsótti særða á spítala í stórborginni Marrakech í gær en ekkert hefur heyrst af fyrirhugaðri heimsókn á þau svæði sem verst urðu úti. Svo virðist sem pólitík hafi orðið mönnum fjötur um fót en sérfræðingur í málefnum Marokkó við Stanford University í Kaliforníu segir opinbera embættismenn hafa freistað þess að bregðast við án þess þó að varpa skugga á viðbragð konungshallarinnar. Þúsundir almennra borgara eru hins vegar sagðir hafa lagt land undir fót til að koma neyðarbirgðum og annarri aðstoð til samlanda sinna. Bifreiðar bíða í löngum röðum á fjallavegum, hlaðnar dýnum, rúmfötum og fatnaði. Guardian ræddi meðal annars við sextán unga menn í þremur bílum, sem sögðu það hafa tekið sig heilan dag að ná til Talat N'Yaaqoub, sem liggur í um 20 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans og varð einna verst úti. „Við erum með mat og föt og peninga sem við söfnuðum fyrir fórnarlömb jarðskjálftans. Okkur fannst við þurfa að gera eitthvað,“ sögðu mennirnir, allir stuðningsmenn knattspyrnuliðsins Raja Casablanca. Aðal markaðurinn í Talat N'Yaaqoub er sagður gjöreyðilagður og þá eru gólfin í fjölda verslana og skrifstofubygginga sögð hafa hrunið. Turn moskvu í bænum gnæfir yfir rústirnar. Guardian ræddi við konu sem missti manninn sinn í skjálftanum og sagðist ekki enn geta tjáð sig um hvað gerðist. Búið er að setja upp tjöld í mörgum þorpum en þörfin er langt umfram framboðið. „Við erum ekki enn komin með tjald,“ segir Hayat ait Louchine, 24 ára, sem missti sex ára frænku sína. „Við virkilega þörfnumst þess, það er svo kalt hérna í fjöllunum. Við höfum áhyggjur af því að það fari að rigna en við vitum ekki hvert við eigum að leita til að fá tjald.“
Jarðskjálfti í Marokkó Marokkó Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent