Kynlífsmyndband frambjóðanda setur kosningar í Virginíu í uppnám Jón Þór Stefánsson skrifar 12. september 2023 15:21 Framboðsmynd Susönnu Gibson sem sækist eftir sæti á fulltrúaþingi Virginíuríkis. Hún segist ekki ætla að láta þagga niður í sér vegna kynlífsmyndbanda. Susanna Gibson Frambjóðandi Demókrataflokksins til fulltrúaþings Virginíuríkis Bandaríkjanna stundaði kynlíf með eiginmanni sínum í beinu streymi. Hún er meðal annars sögð hafa beðið áhorfendur um þjórfé gegn því að hún og eiginmaður hennar myndu framkvæma ákveðnar kynferðislegar athafnir. The Washington Post greinir frá þessu. Í umfjöllun miðilsins segir að Susanna Gibson, sem er umræddur frambjóðandi, bjóði sig fram í sæti fulltrúadeildinni sem hart er barist um. Fram kemur að streymi parsins hafi verið á síðunni Chaturbate, en rúmlega tólf myndbönd hafi síðan verið vistuð á aðrar klámsíður. Síðasta myndbandið hafi verið vistað í þessum mánuði, en óljóst er hvenær streymin hafi átt sér stað. Sagði peninginn renna til góðs málefnis Líkt og áður segir á Gibson að hafa beðið áhorfendur um þjórfé, sem hægt er að veita í gegnum síðuna, en slíkt brýtur í bága við reglur Chaturbate. Hún á að hafa sagt að tekjurnar myndu renna til góðs málefnis. Susanna Gibson hefur nú tjáð sig um málið. Hún vill meina að það sé brot á friðhelgi einkalífs hennar að myndböndin séu aðgengileg almenningi. Þá vill hún meina að tilgangur umfjöllunar um málið sé til að niðurlægja hana og fjölskyldu hennar. „Þetta mun ekki draga úr kjarki mínum eða þagga niður í mér,“ er haft eftir henni. „Pólitískir andstæðingar mínir og bandamenn þeirra úr Repúblikanaflokknum hafa sýnt og sannað að þeir eru reiðubúnir til að fremja kynferðisglæp til þess að ráðast á mig og fjölskyldu mína,“ segir Gibson. David Owen er frambjóðandi Repúblikanaflokksins um sama sæti. Hann hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Hann segist viss um að málið sé erfitt fyrir Susönnu og fjölskyldu hennar. Um sé að ræða stafrænt kynferðisofbeldi Lögmaður Susönnu hefur jafnframt haldið því fram að dreifing á umræddum myndböndum sé stafrænt kynferðisofbeldi. Líkt og áður segir fjallar Washington Post um málið, en miðillinn tekur sérstaklega fram að jafnan greini miðillinn ekki frá nöfnum þolenda meintra kynferðisglæpa. Í þessu tilfelli hafi hins vegar verið gerð undantekning í ljósi þess að hún hafi streymt efninu sjálf og verið með tæplega sexþúsund fylgjendur á síðunni þar sem þau streymdu. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Kynlíf Klám Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
The Washington Post greinir frá þessu. Í umfjöllun miðilsins segir að Susanna Gibson, sem er umræddur frambjóðandi, bjóði sig fram í sæti fulltrúadeildinni sem hart er barist um. Fram kemur að streymi parsins hafi verið á síðunni Chaturbate, en rúmlega tólf myndbönd hafi síðan verið vistuð á aðrar klámsíður. Síðasta myndbandið hafi verið vistað í þessum mánuði, en óljóst er hvenær streymin hafi átt sér stað. Sagði peninginn renna til góðs málefnis Líkt og áður segir á Gibson að hafa beðið áhorfendur um þjórfé, sem hægt er að veita í gegnum síðuna, en slíkt brýtur í bága við reglur Chaturbate. Hún á að hafa sagt að tekjurnar myndu renna til góðs málefnis. Susanna Gibson hefur nú tjáð sig um málið. Hún vill meina að það sé brot á friðhelgi einkalífs hennar að myndböndin séu aðgengileg almenningi. Þá vill hún meina að tilgangur umfjöllunar um málið sé til að niðurlægja hana og fjölskyldu hennar. „Þetta mun ekki draga úr kjarki mínum eða þagga niður í mér,“ er haft eftir henni. „Pólitískir andstæðingar mínir og bandamenn þeirra úr Repúblikanaflokknum hafa sýnt og sannað að þeir eru reiðubúnir til að fremja kynferðisglæp til þess að ráðast á mig og fjölskyldu mína,“ segir Gibson. David Owen er frambjóðandi Repúblikanaflokksins um sama sæti. Hann hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Hann segist viss um að málið sé erfitt fyrir Susönnu og fjölskyldu hennar. Um sé að ræða stafrænt kynferðisofbeldi Lögmaður Susönnu hefur jafnframt haldið því fram að dreifing á umræddum myndböndum sé stafrænt kynferðisofbeldi. Líkt og áður segir fjallar Washington Post um málið, en miðillinn tekur sérstaklega fram að jafnan greini miðillinn ekki frá nöfnum þolenda meintra kynferðisglæpa. Í þessu tilfelli hafi hins vegar verið gerð undantekning í ljósi þess að hún hafi streymt efninu sjálf og verið með tæplega sexþúsund fylgjendur á síðunni þar sem þau streymdu.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Kynlíf Klám Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira