Samhæfa leitaraðgerðir með innlendum og erlendum teymum Lovísa Arnardóttir skrifar 11. september 2023 09:02 Myndin er tekin í bænum Ouirgane þar sem fjölmenn teymi leita nú að fólki. Vísir/EPA Leitarteymi frá Bretlandi, Spáni, Sameinaða arabíska furstadæminu og Katar eru komin eða á leiðinni til Marokkó til að aðstoða við leit og björgun. Tala látinna hækkar enn og fjöldi slasaðra. Á erlendum miðlum segir að mikill fjöldi hafi sofið úti á hamfarasvæðinu af ótta við eftirskjálfta þriðju nóttina í röð. Þá eru margir sem eiga í engin hús að venda og hafa verið í vandræðum með að finna skjól. Einhverjir hafa gagnrýnt yfirvöld fyrir að bregðast ekki nægilega hratt við. Yfirvöld hafa sent sín eigin leitarteymi á hamfarasvæðin auk þess sem teymi með leitarhunda frá Spáni og Bretlandi eru komin á vettvang og eru við leit en formlegar beiðnir um aðstoð bárust Katar, Sameinaða arabíska furstadæminu og Spáni í gær. Þessi fjölskylda leitaði skjóls í tjaldi rétt utan við Ouirgane. Vísir/EPA Yfirvöld í Frakklandi hafa boðið fram aðstoð sína en segjast bíða eftir formlegri beiðni. Yfirvöld í Marokkó segjast á sama tíma vera að fara yfir öll boð um aðstoð til að tryggja góða samhæfingu. Sé ekki góð samhæfing geti það unnið gegn björgunaraðgerðum. Á vef Reuters segir að konungurinn hafi þakkað löndunum fyrir aðstoðina og ítrekað mikilvægi góðrar samhæfingar í leitaraðgerðum. Í það minnsta 2.122 eru látin í kjölfar stærðarinnar jarðskjálfta í Marokkó á föstudag. Skjálftinn var 6,8 að stærð og er sá stærsti sem mælst hefur í landinu frá um 1900. Um 2.400 eru slösuð í kjölfar hörmunganna og eru allt að 1.400 alvarlega slösuð. Upptök skjálftans voru við Atlasfjöll í Marokkó en íbúar í Marrakesh fundu vel fyrir honum. Íbúar í fjallaþorpum hafa orðið hvað verst úti og er talið að jarðskjálftinn hafi haft einhvers konar áhrif á um 300 þúsund íbúa landsins í Marrakesh og fjallabyggðum utan borgarinnar. Erfitt hefur verið fyrir björgunaraðila að komast til þeirra en víða eru vegir í sundur og erfitt að komast að. Þá segir að margar byggingar í borginni og utan hennar hafi hreinlega hrunið vegna þess að þær voru byggðar úr múrsteinum úr leir sem þoli illa jarðskjálfta. Á vef BBC segir að fréttamaður þeirra hafi í gær komið í þorpið Tafeghaghte þar sem 90 af 200 íbúum þorpsins voru látin. Jarðskjálftinn hefur þegar haft víðtæk áhrif á hamfarasvæðinu en 585 skólar eyðilögðust og skólastarf verið lagt af tímabundið á svæðinu. Yfirvöld segjast vinna að því að finna leið til að tryggja aðgengi barna að menntun en ljóst er að hluti barna mun þurfa að fara annað til að fara í skóla. Þá eyðilögðust fjölmargar byggingar í gamla bænum í Marrakesh, einhverjar sem voru á heimsminjaskrá UNESCO. Marokkó Jarðskjálfti í Marokkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Ronaldo réttir fram hjálparhönd eftir harmleikinn í Marokkó Hótel í eigu knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo hefur ekki opnað dyr sínar fyrir þeim sem eiga í engin hús að venda lengur eftir skelfilegan jarðskjálfta í Marokkó. Fréttir þess efnis bárust í morgunsárið en hótelið hefur nú staðfest að allir sem gisti þar hafi keypt gistingu. 11. september 2023 08:30 Tala látinna hækkar og almenningur sefur á götum úti Meira en tvöþúsund eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í Marokkó á föstudagskvöld. 10. september 2023 07:40 Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Á erlendum miðlum segir að mikill fjöldi hafi sofið úti á hamfarasvæðinu af ótta við eftirskjálfta þriðju nóttina í röð. Þá eru margir sem eiga í engin hús að venda og hafa verið í vandræðum með að finna skjól. Einhverjir hafa gagnrýnt yfirvöld fyrir að bregðast ekki nægilega hratt við. Yfirvöld hafa sent sín eigin leitarteymi á hamfarasvæðin auk þess sem teymi með leitarhunda frá Spáni og Bretlandi eru komin á vettvang og eru við leit en formlegar beiðnir um aðstoð bárust Katar, Sameinaða arabíska furstadæminu og Spáni í gær. Þessi fjölskylda leitaði skjóls í tjaldi rétt utan við Ouirgane. Vísir/EPA Yfirvöld í Frakklandi hafa boðið fram aðstoð sína en segjast bíða eftir formlegri beiðni. Yfirvöld í Marokkó segjast á sama tíma vera að fara yfir öll boð um aðstoð til að tryggja góða samhæfingu. Sé ekki góð samhæfing geti það unnið gegn björgunaraðgerðum. Á vef Reuters segir að konungurinn hafi þakkað löndunum fyrir aðstoðina og ítrekað mikilvægi góðrar samhæfingar í leitaraðgerðum. Í það minnsta 2.122 eru látin í kjölfar stærðarinnar jarðskjálfta í Marokkó á föstudag. Skjálftinn var 6,8 að stærð og er sá stærsti sem mælst hefur í landinu frá um 1900. Um 2.400 eru slösuð í kjölfar hörmunganna og eru allt að 1.400 alvarlega slösuð. Upptök skjálftans voru við Atlasfjöll í Marokkó en íbúar í Marrakesh fundu vel fyrir honum. Íbúar í fjallaþorpum hafa orðið hvað verst úti og er talið að jarðskjálftinn hafi haft einhvers konar áhrif á um 300 þúsund íbúa landsins í Marrakesh og fjallabyggðum utan borgarinnar. Erfitt hefur verið fyrir björgunaraðila að komast til þeirra en víða eru vegir í sundur og erfitt að komast að. Þá segir að margar byggingar í borginni og utan hennar hafi hreinlega hrunið vegna þess að þær voru byggðar úr múrsteinum úr leir sem þoli illa jarðskjálfta. Á vef BBC segir að fréttamaður þeirra hafi í gær komið í þorpið Tafeghaghte þar sem 90 af 200 íbúum þorpsins voru látin. Jarðskjálftinn hefur þegar haft víðtæk áhrif á hamfarasvæðinu en 585 skólar eyðilögðust og skólastarf verið lagt af tímabundið á svæðinu. Yfirvöld segjast vinna að því að finna leið til að tryggja aðgengi barna að menntun en ljóst er að hluti barna mun þurfa að fara annað til að fara í skóla. Þá eyðilögðust fjölmargar byggingar í gamla bænum í Marrakesh, einhverjar sem voru á heimsminjaskrá UNESCO.
Marokkó Jarðskjálfti í Marokkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Ronaldo réttir fram hjálparhönd eftir harmleikinn í Marokkó Hótel í eigu knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo hefur ekki opnað dyr sínar fyrir þeim sem eiga í engin hús að venda lengur eftir skelfilegan jarðskjálfta í Marokkó. Fréttir þess efnis bárust í morgunsárið en hótelið hefur nú staðfest að allir sem gisti þar hafi keypt gistingu. 11. september 2023 08:30 Tala látinna hækkar og almenningur sefur á götum úti Meira en tvöþúsund eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í Marokkó á föstudagskvöld. 10. september 2023 07:40 Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Ronaldo réttir fram hjálparhönd eftir harmleikinn í Marokkó Hótel í eigu knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo hefur ekki opnað dyr sínar fyrir þeim sem eiga í engin hús að venda lengur eftir skelfilegan jarðskjálfta í Marokkó. Fréttir þess efnis bárust í morgunsárið en hótelið hefur nú staðfest að allir sem gisti þar hafi keypt gistingu. 11. september 2023 08:30
Tala látinna hækkar og almenningur sefur á götum úti Meira en tvöþúsund eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í Marokkó á föstudagskvöld. 10. september 2023 07:40
Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05