Sport

Dagskráin í dag: Ísland fær Bosníu í heimsókn á Laugardalsvöll

Hjörvar Ólafsson skrifar
Alfreð Finnbogason og samherjar hans hjá íslenska liðinu mæta Bosníu í kvöld. 
Alfreð Finnbogason og samherjar hans hjá íslenska liðinu mæta Bosníu í kvöld.  Visir/Getty

Leikur Íslands og Bosníu í undankeppni EM 2024 í fótbolta karla sem fram fer á Laugardalsvellinum í dag verður í opinni dagskrá á Stöð 2 sport.

Byrjað verður að hita upp fyrir leikinn á Stöð 2 sport klukkan 17.45 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 18.45. 

Á sama tíma verður svo leikur Portúgals og Lúxemborgar sýndur á Vodafone Sport. 

Leik Íslands og Bosníu sem og öðrum leikum kvöldsins í undankeppninni veður svo gerð skil í þætti sem hefst að leik loknum eða klukkan 20.45. 

Til þess að koma sér í fótboltagírinn fyrir leik Íslands og Bosníu verður svo leikur Armeníu og Króatíu í undankeppninni sýndur á Vodafone Sport en útsending frá þeim leik hefst klukkan 15.50.

Game Tíví verður svo sýndur á Stöð 2 ESPORT klukkan 20.00. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×