Þau svæði sem urðu verst úti eru afskekkt, en BBC greinir frá því að björgunarsveitir vinni enn að því að koma heilu fjölskyldunum úr húsarústum.
Margir vegir sem liggja að bæjunum sem fundu hvað mest fyrir skjálftanum eru eyðilagðir og því er erfitt að koma mannskap og vistum til fólksins sem þar býr.
Líkt og áður segir eru tvöþúsund látnir, og þá er annar eins fjöldi slasaður, þar af eru 1400 í lífshættu.
Í ótta við eftirskjálfta ákváðu margir íbúar Marrakesh að sofa á götum út í nótt.