„Fólk var hérna öskrandi og æpandi á göngunum úr hræðslu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. september 2023 13:39 Guðmundur Pétur Yngvason gekk um Marrakesh í hádeginu, þar sem mikil eyðilegging blasti við. Guðmundur Pétur Yngvason Yfir þúsund fórust þegar gríðarlegur jarðskjálfti að stærð 6,8 reið yfir í Atlasfjöllum í Marokkó seint í gærkvöldi. Íslendingur rétt utan við Marrakesh lýsir mikilli skelfingu þegar jörð tók að hristast. Hann sé ýmsu vanur þegar kemur að jarðskjálftum en skjálftinn í gær hafi verið sá allra stærsti sem hann hafi upplifað. Upptök jarðskjálftans voru um sjötíu kílómetra suðvestur af Marrakesh, mikilli ferðamannaborg, rétt eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Óttast er að tala látinna í hamförunum fari hækkandi - og samkvæmt upplýsingum frá marokkóskum yfirvöldum eru margir hinna látnu búsettir í fjallabyggðum sem afar erfitt er að ná til. Guðmundur Pétur segir borgarbúa einbeita sér að uppbyggingu eftir hamfarirnar.Guðmundur Pétur Yngvason Guðmundur Pétur Yngvason, Íslendingur sem staddur er í fríi í borginni, lýsir mikilli eyðileggingu í Marrakesh á göngu sinni um borgina nú í hádeginu. Hann var á hóteli rétt utan við borgina þegar jarðskjálftinn reið yfir í gærkvöldi. „Jesús, já. Þetta var risaskjálfti. Við búum nú í Hafnarfirði þannig að við höfum verið svolítið í skjálftum upp á síðkastið en þetta var alveg á nýju leveli. Enda var hann 6,8 að stærð, og mér skilst að það sé hundrað sinnum stærra en sá sem var stærstur fyrir eitt af gosunum,“ segir Guðmundur. „Það fór allt á reiðiskjálf, hurðir og gluggar hristust og það komu hérna fullt af sprungum í húsið. Frammi á gangi þar sem eru samskeyti á húsinu hrundi allt í sundur. Fólk var hérna öskrandi og æpandi á göngunum úr hræðslu,“ segir Guðmundur. Mikil sorg Heimamenn séu greinilega í áfalli. „Það er bara í sjokki, það er dapurt, þau voru í alla nótt að reyna að hafa upp á ættingjum sínum og hugsa um starfsfólkið og gestina. Þegar þú ert á 300 herbergja hóteli þarf að hugsa um gestina þegar koma hérna 700 manns gargandi út úr herbergjunum sínum. Það eru bara allir hérna í losti og bara daprir. Maður finnur það yfir öllu.“ Marrakesh er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna og talsverður fjöldi Íslendinga er á svæðinu. Íslenska borgaraþjónustan hvetur þá til að láta vita af sér, fylgjast vel með fjölmiðlum á staðnum og virða lokanir á hamfarasvæðum. Þá eru Íslendingar á svæðinu jafnframt hvattir til að hringja í neyðarnúmer borgarþjónustunnar ef aðstoðar er þörf. Marokkó Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálfti í Marokkó Tengdar fréttir Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05 Rúmlega áttahundruð látnir eftir jarðskjálfta í Marokkó Rúmlega áttahundruð manns eru látnir, og meira en þrjúhundruð særðir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi í Marokkó. 9. september 2023 08:08 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Upptök jarðskjálftans voru um sjötíu kílómetra suðvestur af Marrakesh, mikilli ferðamannaborg, rétt eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Óttast er að tala látinna í hamförunum fari hækkandi - og samkvæmt upplýsingum frá marokkóskum yfirvöldum eru margir hinna látnu búsettir í fjallabyggðum sem afar erfitt er að ná til. Guðmundur Pétur segir borgarbúa einbeita sér að uppbyggingu eftir hamfarirnar.Guðmundur Pétur Yngvason Guðmundur Pétur Yngvason, Íslendingur sem staddur er í fríi í borginni, lýsir mikilli eyðileggingu í Marrakesh á göngu sinni um borgina nú í hádeginu. Hann var á hóteli rétt utan við borgina þegar jarðskjálftinn reið yfir í gærkvöldi. „Jesús, já. Þetta var risaskjálfti. Við búum nú í Hafnarfirði þannig að við höfum verið svolítið í skjálftum upp á síðkastið en þetta var alveg á nýju leveli. Enda var hann 6,8 að stærð, og mér skilst að það sé hundrað sinnum stærra en sá sem var stærstur fyrir eitt af gosunum,“ segir Guðmundur. „Það fór allt á reiðiskjálf, hurðir og gluggar hristust og það komu hérna fullt af sprungum í húsið. Frammi á gangi þar sem eru samskeyti á húsinu hrundi allt í sundur. Fólk var hérna öskrandi og æpandi á göngunum úr hræðslu,“ segir Guðmundur. Mikil sorg Heimamenn séu greinilega í áfalli. „Það er bara í sjokki, það er dapurt, þau voru í alla nótt að reyna að hafa upp á ættingjum sínum og hugsa um starfsfólkið og gestina. Þegar þú ert á 300 herbergja hóteli þarf að hugsa um gestina þegar koma hérna 700 manns gargandi út úr herbergjunum sínum. Það eru bara allir hérna í losti og bara daprir. Maður finnur það yfir öllu.“ Marrakesh er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna og talsverður fjöldi Íslendinga er á svæðinu. Íslenska borgaraþjónustan hvetur þá til að láta vita af sér, fylgjast vel með fjölmiðlum á staðnum og virða lokanir á hamfarasvæðum. Þá eru Íslendingar á svæðinu jafnframt hvattir til að hringja í neyðarnúmer borgarþjónustunnar ef aðstoðar er þörf.
Marokkó Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálfti í Marokkó Tengdar fréttir Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05 Rúmlega áttahundruð látnir eftir jarðskjálfta í Marokkó Rúmlega áttahundruð manns eru látnir, og meira en þrjúhundruð særðir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi í Marokkó. 9. september 2023 08:08 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05
Rúmlega áttahundruð látnir eftir jarðskjálfta í Marokkó Rúmlega áttahundruð manns eru látnir, og meira en þrjúhundruð særðir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi í Marokkó. 9. september 2023 08:08