„Fólk var hérna öskrandi og æpandi á göngunum úr hræðslu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. september 2023 13:39 Guðmundur Pétur Yngvason gekk um Marrakesh í hádeginu, þar sem mikil eyðilegging blasti við. Guðmundur Pétur Yngvason Yfir þúsund fórust þegar gríðarlegur jarðskjálfti að stærð 6,8 reið yfir í Atlasfjöllum í Marokkó seint í gærkvöldi. Íslendingur rétt utan við Marrakesh lýsir mikilli skelfingu þegar jörð tók að hristast. Hann sé ýmsu vanur þegar kemur að jarðskjálftum en skjálftinn í gær hafi verið sá allra stærsti sem hann hafi upplifað. Upptök jarðskjálftans voru um sjötíu kílómetra suðvestur af Marrakesh, mikilli ferðamannaborg, rétt eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Óttast er að tala látinna í hamförunum fari hækkandi - og samkvæmt upplýsingum frá marokkóskum yfirvöldum eru margir hinna látnu búsettir í fjallabyggðum sem afar erfitt er að ná til. Guðmundur Pétur segir borgarbúa einbeita sér að uppbyggingu eftir hamfarirnar.Guðmundur Pétur Yngvason Guðmundur Pétur Yngvason, Íslendingur sem staddur er í fríi í borginni, lýsir mikilli eyðileggingu í Marrakesh á göngu sinni um borgina nú í hádeginu. Hann var á hóteli rétt utan við borgina þegar jarðskjálftinn reið yfir í gærkvöldi. „Jesús, já. Þetta var risaskjálfti. Við búum nú í Hafnarfirði þannig að við höfum verið svolítið í skjálftum upp á síðkastið en þetta var alveg á nýju leveli. Enda var hann 6,8 að stærð, og mér skilst að það sé hundrað sinnum stærra en sá sem var stærstur fyrir eitt af gosunum,“ segir Guðmundur. „Það fór allt á reiðiskjálf, hurðir og gluggar hristust og það komu hérna fullt af sprungum í húsið. Frammi á gangi þar sem eru samskeyti á húsinu hrundi allt í sundur. Fólk var hérna öskrandi og æpandi á göngunum úr hræðslu,“ segir Guðmundur. Mikil sorg Heimamenn séu greinilega í áfalli. „Það er bara í sjokki, það er dapurt, þau voru í alla nótt að reyna að hafa upp á ættingjum sínum og hugsa um starfsfólkið og gestina. Þegar þú ert á 300 herbergja hóteli þarf að hugsa um gestina þegar koma hérna 700 manns gargandi út úr herbergjunum sínum. Það eru bara allir hérna í losti og bara daprir. Maður finnur það yfir öllu.“ Marrakesh er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna og talsverður fjöldi Íslendinga er á svæðinu. Íslenska borgaraþjónustan hvetur þá til að láta vita af sér, fylgjast vel með fjölmiðlum á staðnum og virða lokanir á hamfarasvæðum. Þá eru Íslendingar á svæðinu jafnframt hvattir til að hringja í neyðarnúmer borgarþjónustunnar ef aðstoðar er þörf. Marokkó Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálfti í Marokkó Tengdar fréttir Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05 Rúmlega áttahundruð látnir eftir jarðskjálfta í Marokkó Rúmlega áttahundruð manns eru látnir, og meira en þrjúhundruð særðir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi í Marokkó. 9. september 2023 08:08 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Sjá meira
Upptök jarðskjálftans voru um sjötíu kílómetra suðvestur af Marrakesh, mikilli ferðamannaborg, rétt eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Óttast er að tala látinna í hamförunum fari hækkandi - og samkvæmt upplýsingum frá marokkóskum yfirvöldum eru margir hinna látnu búsettir í fjallabyggðum sem afar erfitt er að ná til. Guðmundur Pétur segir borgarbúa einbeita sér að uppbyggingu eftir hamfarirnar.Guðmundur Pétur Yngvason Guðmundur Pétur Yngvason, Íslendingur sem staddur er í fríi í borginni, lýsir mikilli eyðileggingu í Marrakesh á göngu sinni um borgina nú í hádeginu. Hann var á hóteli rétt utan við borgina þegar jarðskjálftinn reið yfir í gærkvöldi. „Jesús, já. Þetta var risaskjálfti. Við búum nú í Hafnarfirði þannig að við höfum verið svolítið í skjálftum upp á síðkastið en þetta var alveg á nýju leveli. Enda var hann 6,8 að stærð, og mér skilst að það sé hundrað sinnum stærra en sá sem var stærstur fyrir eitt af gosunum,“ segir Guðmundur. „Það fór allt á reiðiskjálf, hurðir og gluggar hristust og það komu hérna fullt af sprungum í húsið. Frammi á gangi þar sem eru samskeyti á húsinu hrundi allt í sundur. Fólk var hérna öskrandi og æpandi á göngunum úr hræðslu,“ segir Guðmundur. Mikil sorg Heimamenn séu greinilega í áfalli. „Það er bara í sjokki, það er dapurt, þau voru í alla nótt að reyna að hafa upp á ættingjum sínum og hugsa um starfsfólkið og gestina. Þegar þú ert á 300 herbergja hóteli þarf að hugsa um gestina þegar koma hérna 700 manns gargandi út úr herbergjunum sínum. Það eru bara allir hérna í losti og bara daprir. Maður finnur það yfir öllu.“ Marrakesh er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna og talsverður fjöldi Íslendinga er á svæðinu. Íslenska borgaraþjónustan hvetur þá til að láta vita af sér, fylgjast vel með fjölmiðlum á staðnum og virða lokanir á hamfarasvæðum. Þá eru Íslendingar á svæðinu jafnframt hvattir til að hringja í neyðarnúmer borgarþjónustunnar ef aðstoðar er þörf.
Marokkó Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálfti í Marokkó Tengdar fréttir Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05 Rúmlega áttahundruð látnir eftir jarðskjálfta í Marokkó Rúmlega áttahundruð manns eru látnir, og meira en þrjúhundruð særðir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi í Marokkó. 9. september 2023 08:08 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Sjá meira
Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05
Rúmlega áttahundruð látnir eftir jarðskjálfta í Marokkó Rúmlega áttahundruð manns eru látnir, og meira en þrjúhundruð særðir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi í Marokkó. 9. september 2023 08:08