Tug milljóna króna bótakrafa en ákærði neitar sök Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2023 15:47 Frá vettvangi í Drangahrauni í júní. Vísir 39 ára pólskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp í íbúð við Drangahrauni í Hafnarfirði í júní. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Ákærði neitar sök. Í ákærunni segir að Maciej Jakub Talik hafi aðfaranótt 17. júní svipt karlmann, sem var meðleigjandi hans í Drangahrauni, lífi með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk. Sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað. Karlmaðurinn lést vegna áverkans á hjartað. Hann hét Jaroslaw Kaminski. Eiginkona hins látna og stjúpbarn hans gera miskabótakröfu upp á samanlagt sautján milljónir króna. Þá er gerð krafa upp á 36 milljónir króna vegna missis framfæranda. Auk þess hljóðar krafa upp á endurgreiðslu vegna útfararkostnaðar upp á 2,5 milljónir króna. Textaskilaboð meðal sönnunargagna Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Maciej í ágúst að hann bæri því við að hafa stungið Jaroslaw í sjálfsvörn. „þessi vitleysingur fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ stóð í textaskilaboðum sem hinn grunaði sendi rétt eftir miðnætti, aðfaranótt dagsins örlagaríka. Hann hafnaði því í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa meint nokkuð með skilaboðunum. Teknar voru vitnaskýrslur af þremur manneskjum sem hann talaði við undir morgun þennan dag og lýstu þau öll því að hann hefði greint þeim frá því að hafa stungið Kaminski. Manndráp í Drangahrauni Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira
Í ákærunni segir að Maciej Jakub Talik hafi aðfaranótt 17. júní svipt karlmann, sem var meðleigjandi hans í Drangahrauni, lífi með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk. Sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað. Karlmaðurinn lést vegna áverkans á hjartað. Hann hét Jaroslaw Kaminski. Eiginkona hins látna og stjúpbarn hans gera miskabótakröfu upp á samanlagt sautján milljónir króna. Þá er gerð krafa upp á 36 milljónir króna vegna missis framfæranda. Auk þess hljóðar krafa upp á endurgreiðslu vegna útfararkostnaðar upp á 2,5 milljónir króna. Textaskilaboð meðal sönnunargagna Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Maciej í ágúst að hann bæri því við að hafa stungið Jaroslaw í sjálfsvörn. „þessi vitleysingur fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ stóð í textaskilaboðum sem hinn grunaði sendi rétt eftir miðnætti, aðfaranótt dagsins örlagaríka. Hann hafnaði því í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa meint nokkuð með skilaboðunum. Teknar voru vitnaskýrslur af þremur manneskjum sem hann talaði við undir morgun þennan dag og lýstu þau öll því að hann hefði greint þeim frá því að hafa stungið Kaminski.
Manndráp í Drangahrauni Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira