Segir málamiðlun ómögulega og að lokamarkmiðið sé tortíming Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. september 2023 07:55 Oleksii Reznikov ávarpar kollega sína í greininni og hvetur þá til að styðja við eftirmann sinn. Getty/Thomas Lohnes Oleksii Reznikov, fyrrverandi varnarmálaráðherra Úkraínu, hefur hvatt til samstöðu gegn Rússlandi til að bjarga heimsbyggðinni frá þriðju heimsstyrjöldinni. Hann segir lokamarkmið Rússa að útrýma Úkraínu. Guardian birti aðsenda grein Reznikov í morgun en hann lét af embætti á dögunum. Reznikov segir Rússa ekki aðeins hafa ráðist gegn einu sjálfstæðu Evrópuríki heldur alheimsreglunni; alþjóðalögum og öryggis- og hjálparstofnunum. „Hvort hinum siðmenntaða heimi tekst að forðast þriðju heimsstyrjöldina veltur á því hvernig aðgerðum Rússa verður svarað og hvernig stríðinu í Úkraínu lýkur.“ Varnarmálaráðherrann fyrrverandi segir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti verði ekki stöðvaður með því að láta Rússlandi eftir hluta Úkraínu. Nefnir hann eftirgjöf Súdetalands til Hitlers í seinni heimstyrjöldinni í þessu samhengi. Málamiðlun nú yrði aðeins til þess að gefa Rússum tækifæri til að ná vopnum sínum að nýju. „Rússland viðurkennir ekki tilvist Úkraínu og úkraínsku þjóðarinnar; markmiðið er útrýming Úkraínu sem ríkis og aðlögun úkraínsku þjóðarinnar,“ segir Reznikov. Þá muni Rússar ekki láta sér nægja að ná Úkraínu á sitt vald, heldur muni þeir halda áfram með óumflýjanlegum stríðsrekstri í Austur-Evrópu. Reznikov segir að Rússar verði að sæta ábyrgð vegna glæpa sinna. Þá sé sigur Úkraínu ekki aðeins draumur heldur raunveruleiki. Sigur Úkraínu yrði sigur alþjóðlegra laga og reglu og sönnun þess að ríki geti ekki lengur freistað þess að breyta landamærum með valdi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Guardian birti aðsenda grein Reznikov í morgun en hann lét af embætti á dögunum. Reznikov segir Rússa ekki aðeins hafa ráðist gegn einu sjálfstæðu Evrópuríki heldur alheimsreglunni; alþjóðalögum og öryggis- og hjálparstofnunum. „Hvort hinum siðmenntaða heimi tekst að forðast þriðju heimsstyrjöldina veltur á því hvernig aðgerðum Rússa verður svarað og hvernig stríðinu í Úkraínu lýkur.“ Varnarmálaráðherrann fyrrverandi segir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti verði ekki stöðvaður með því að láta Rússlandi eftir hluta Úkraínu. Nefnir hann eftirgjöf Súdetalands til Hitlers í seinni heimstyrjöldinni í þessu samhengi. Málamiðlun nú yrði aðeins til þess að gefa Rússum tækifæri til að ná vopnum sínum að nýju. „Rússland viðurkennir ekki tilvist Úkraínu og úkraínsku þjóðarinnar; markmiðið er útrýming Úkraínu sem ríkis og aðlögun úkraínsku þjóðarinnar,“ segir Reznikov. Þá muni Rússar ekki láta sér nægja að ná Úkraínu á sitt vald, heldur muni þeir halda áfram með óumflýjanlegum stríðsrekstri í Austur-Evrópu. Reznikov segir að Rússar verði að sæta ábyrgð vegna glæpa sinna. Þá sé sigur Úkraínu ekki aðeins draumur heldur raunveruleiki. Sigur Úkraínu yrði sigur alþjóðlegra laga og reglu og sönnun þess að ríki geti ekki lengur freistað þess að breyta landamærum með valdi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira