Blaðamaður AP fréttaveitunnar í Kostiantynivka sá eftirmála árásarinnar og lík á götum borgarinnar en samkvæmt frétt fréttaveitunnar er verið að leita fólks í rústum á markaðinum.
Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa þeir ítrekað gert árásir á borgaraleg skotmök og innviði Úkraínu. Í nótt var eldflaugum skotið að Kænugarði en Úkraínumenn segjast hafa skotið þær niður. Brak úr einni mun hafa fallið á hús þar sem eldur kviknaði en enginn lét lífið.
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, birti myndband af árásinni á X (áður Twitter) í dag. Þar sagði hann að fjöldi látinna gæti hækkað. Selenskí sagði einnig að allir sem ættu enn í viðskiptum við Rússa hunsuðu ódæði þeirra og illsku.
Forsetinn birti lengri skilaboð á Telegram þar sem hann sagði þetta fólk ekkert hafa gert af sér. Á blaðamannafundi með Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði Selenskí svo að árásin hefði vísvitandi verið gerð á óbreytta borgara. Engin hernaðarleg skotmörk hefðu verið þar nærri.
At least 16 people have been killed by Russian shelling in Kostyantynivka, Donetsk region. Russian terrorists have attacked a regular market, shops, and a pharmacy, killing innocent people. The number of casualties could rise further.
— (@ZelenskyyUa) September 6, 2023
Anyone in the world who is still dealing pic.twitter.com/PRfuGih2JD