Sainz á ráspól í ítalska kappakstrinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2023 15:31 Carlos Sainz verður á ráspól í ítalska kappakstrinum á morgun. Vísir/Getty Carlos Sainz, ökumaður Ferrari, verður á ráspól þegar ljósin slökkna og farið verður af stað í ítalska kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun. Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen ræsir annar. Sainz og liðsfélagi hans, Charles Leclerc, voru eðlilega með stuðning áhorfenda á bakvið sig, enda er ítalski kappaksturinn heimavöllur Ferrari. Lokahluti tímatökunnar var æsispennandi þar sem Sainz, Leclerc og Verstappen börðust um ráspólinn fram á síðasta hring. Leclerc kláraði sinn síðasta hring fyrstur á tímanum 1:20,361, en Verstappen kom stuttu síðar og bætti tíman um 0,054 sekúndur og hirti ráspólinn af Leclerc. Sainz átti þó síðasta orðið þegar hann kom í mark á tímanum 1:20,294, aðeins 0,014 sekúndum hraðari en Verstappen, og tryggði sér ráspólinn. Verstappen verður því á milli Ferrari-mannana tveggja þegar farið verður af stað á morgun, en liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir fimmti. CARLOS SAINZ IS ON POLE IN MONZA!!!! 🙌🇮🇹The Tifosi go wild as @CarlosSainz55 puts it on pole on home soil for @ScuderiaFerrari!! 💚🤍❤️#ItalianGP #F1 pic.twitter.com/tsLBq1JYJi— Formula 1 (@F1) September 2, 2023 Akstursíþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sainz og liðsfélagi hans, Charles Leclerc, voru eðlilega með stuðning áhorfenda á bakvið sig, enda er ítalski kappaksturinn heimavöllur Ferrari. Lokahluti tímatökunnar var æsispennandi þar sem Sainz, Leclerc og Verstappen börðust um ráspólinn fram á síðasta hring. Leclerc kláraði sinn síðasta hring fyrstur á tímanum 1:20,361, en Verstappen kom stuttu síðar og bætti tíman um 0,054 sekúndur og hirti ráspólinn af Leclerc. Sainz átti þó síðasta orðið þegar hann kom í mark á tímanum 1:20,294, aðeins 0,014 sekúndum hraðari en Verstappen, og tryggði sér ráspólinn. Verstappen verður því á milli Ferrari-mannana tveggja þegar farið verður af stað á morgun, en liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir fimmti. CARLOS SAINZ IS ON POLE IN MONZA!!!! 🙌🇮🇹The Tifosi go wild as @CarlosSainz55 puts it on pole on home soil for @ScuderiaFerrari!! 💚🤍❤️#ItalianGP #F1 pic.twitter.com/tsLBq1JYJi— Formula 1 (@F1) September 2, 2023
Akstursíþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira