Þræðir lands og þjóðar Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 3. september 2023 07:01 Gott munstur einkennist ekki einungis af útliti og áferð heldur einnig hversu vel það þolir áreynslu, hnjask og hversu vel það prjónast saman. Munstur er enn fremur vandmeðfarið eftir gerð þráða því grófir þræðir magna upp og einfalda munstur á meðan fínir þræðir bjóða upp á flóknari útfærslur og gætu verið viðkvæmari. Íslenska ullin er til að mynda einstök því munstur í ullarpeysum læsast saman eftir nokkur votveður, sem þéttir brjóstbekkinn og ullarpeysan nær hámarks ætlaðri virkni – að veita vörn og halda hlýju og yl á eigandanum. Sama má segja um þræði lands og þjóðar. Við náum ekki góðu samfélagsmunstri nema taka tillit til þeirra þráða sem þjóðin spinnur hverju sinni. Við þurfum að ganga saman áveðurs bæði í raun veðrum sem öðrum áskorunum samtímans og þá skiptir undirbúningur ekki einungis máli heldur einnig viðhorf. Það þýðir lítið að státa sig af áferðarfögrum þjóðarbrag ef hann markast einvörðungu af útliti og áferð – innihaldið er það sem skiptir máli. Hvað þarf til að þétta brjóstbekkinn, þjappa þjóðarsálinni saman og mynda góða vörn fyrir eðlilegum taktföstum váveðrum? Prjónfesta er hér lykilhugtak. Það er hversu fast er prjónað – eða styrkleika iðkunar. Munstur verður aldrei endingargott né áferðarfagurt sé það þvingað eða losaralegt. Sé undirbúningur aftur á móti góður, skilningur á eðli þráða, rými gefið til mátunar, þolinmæði, natni, mýkt, þolinmæði og þrautseigja – má ætla að niðurstaðan verði með ágætum og helst framúrskarandi. Gefum okkur rými til að hlusta á ólík sjónarmið því þannig gerum við okkur betur grein fyrir hvaða þráðum samfélagið er gert úr. Framúrskarandi góð samfélagsleg ullarpeysa með einstöku endingargóðu munstri mun læsa þráðum saman, þola áreynslu, hnjask og hvers konar votviðri því við gáfum okkur rými til að móta flíkina saman í sátt og samlyndi. Höfundur er fjárfestir, prjónakona og fyrrverandi formaður FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Gott munstur einkennist ekki einungis af útliti og áferð heldur einnig hversu vel það þolir áreynslu, hnjask og hversu vel það prjónast saman. Munstur er enn fremur vandmeðfarið eftir gerð þráða því grófir þræðir magna upp og einfalda munstur á meðan fínir þræðir bjóða upp á flóknari útfærslur og gætu verið viðkvæmari. Íslenska ullin er til að mynda einstök því munstur í ullarpeysum læsast saman eftir nokkur votveður, sem þéttir brjóstbekkinn og ullarpeysan nær hámarks ætlaðri virkni – að veita vörn og halda hlýju og yl á eigandanum. Sama má segja um þræði lands og þjóðar. Við náum ekki góðu samfélagsmunstri nema taka tillit til þeirra þráða sem þjóðin spinnur hverju sinni. Við þurfum að ganga saman áveðurs bæði í raun veðrum sem öðrum áskorunum samtímans og þá skiptir undirbúningur ekki einungis máli heldur einnig viðhorf. Það þýðir lítið að státa sig af áferðarfögrum þjóðarbrag ef hann markast einvörðungu af útliti og áferð – innihaldið er það sem skiptir máli. Hvað þarf til að þétta brjóstbekkinn, þjappa þjóðarsálinni saman og mynda góða vörn fyrir eðlilegum taktföstum váveðrum? Prjónfesta er hér lykilhugtak. Það er hversu fast er prjónað – eða styrkleika iðkunar. Munstur verður aldrei endingargott né áferðarfagurt sé það þvingað eða losaralegt. Sé undirbúningur aftur á móti góður, skilningur á eðli þráða, rými gefið til mátunar, þolinmæði, natni, mýkt, þolinmæði og þrautseigja – má ætla að niðurstaðan verði með ágætum og helst framúrskarandi. Gefum okkur rými til að hlusta á ólík sjónarmið því þannig gerum við okkur betur grein fyrir hvaða þráðum samfélagið er gert úr. Framúrskarandi góð samfélagsleg ullarpeysa með einstöku endingargóðu munstri mun læsa þráðum saman, þola áreynslu, hnjask og hvers konar votviðri því við gáfum okkur rými til að móta flíkina saman í sátt og samlyndi. Höfundur er fjárfestir, prjónakona og fyrrverandi formaður FKA.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar