Stór ákvörðun Musk rakin til máls dóttur hans Jón Þór Stefánsson skrifar 1. september 2023 14:23 „Hún trúir því að allir sem eru ríkir séu illmenni,“ segir Elon Musk um dóttur sína. Mynd/EPA Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter og stefnubreytingar miðilsins eftir kaupin eiga rætur sínar að rekja til fjölskyldumála auðkýfingsins. Þetta kemur fram í grein Wall Street Journal sem byggir á ævisögu um Elon Musk. Fram kemur að í aðdraganda kaupanna hafi Elon Musk verið orðinn áhyggjufullur vegna pólitískrar rétthugsunar, sem hann er sagður líkja við veiru í daglegu tali. Áhyggjur Musk byggja á máli elsta barns hans, sem tilkynnti fjölskyldumeðlimum sínum í fyrra að hún væri trans. Þá var hún sextán ára gömul. „Ekki segja föður mínum frá þessu“ „Hæ, ég er trans og ég heiti núna Jenna,“ á hún að hafa sent fjölskyldumeðlimi sínum. „Ekki segja föður mínum frá þessu,“ bætti hún við. Þegar Musk frétti af þessu hafi hann verið nokkuð sleginn yfir fregnunum. Ekki bætti úr skák fyrir hann þegar hann komst að því að Jenna aðhylltist Marxisma. „Hún gekk lengra en að vera sósíalisti. Hún er bara algjör kommúnisti og trúir því að allir sem eru ríkir séu illmenni,“ er haft eftir Musk í bókinni. Þess má geta að Musk er ríkasti maður heims samkvæmt Forbes. Valdi honum miklum sársauka Málið er sagt fara mikið fyrir brjóstið á honum. Um sé að ræða það sem hafi valdið honum mestum sársauka síðan fyrsta barnið hans lést nokkurra vikna gamalt árið 2002. Jenna umgengst ekki föður sinn þessa dagana, en Musk vill meina að hann hafi ítrekað reynt að ná sáttum við hana, en án árangurs. „Hún vill bara ekki umgangast mig,“ segir hann. Fram kemur að Musk kenni skólum sem hún stundaði nám við í Los Angeles um málið. Þar hafi hún verið innrætt af hugmyndafræðinni sem hún aðhyllist nú. Jafnframt leit hann svo á að Twitter væri orðið uppfullt af þessum sömu hugmyndum. Og það er ein megin ástæða þess að hann lét til skarar skríða og keypti Twitter, sem heitir nú X. Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Fram kemur að í aðdraganda kaupanna hafi Elon Musk verið orðinn áhyggjufullur vegna pólitískrar rétthugsunar, sem hann er sagður líkja við veiru í daglegu tali. Áhyggjur Musk byggja á máli elsta barns hans, sem tilkynnti fjölskyldumeðlimum sínum í fyrra að hún væri trans. Þá var hún sextán ára gömul. „Ekki segja föður mínum frá þessu“ „Hæ, ég er trans og ég heiti núna Jenna,“ á hún að hafa sent fjölskyldumeðlimi sínum. „Ekki segja föður mínum frá þessu,“ bætti hún við. Þegar Musk frétti af þessu hafi hann verið nokkuð sleginn yfir fregnunum. Ekki bætti úr skák fyrir hann þegar hann komst að því að Jenna aðhylltist Marxisma. „Hún gekk lengra en að vera sósíalisti. Hún er bara algjör kommúnisti og trúir því að allir sem eru ríkir séu illmenni,“ er haft eftir Musk í bókinni. Þess má geta að Musk er ríkasti maður heims samkvæmt Forbes. Valdi honum miklum sársauka Málið er sagt fara mikið fyrir brjóstið á honum. Um sé að ræða það sem hafi valdið honum mestum sársauka síðan fyrsta barnið hans lést nokkurra vikna gamalt árið 2002. Jenna umgengst ekki föður sinn þessa dagana, en Musk vill meina að hann hafi ítrekað reynt að ná sáttum við hana, en án árangurs. „Hún vill bara ekki umgangast mig,“ segir hann. Fram kemur að Musk kenni skólum sem hún stundaði nám við í Los Angeles um málið. Þar hafi hún verið innrætt af hugmyndafræðinni sem hún aðhyllist nú. Jafnframt leit hann svo á að Twitter væri orðið uppfullt af þessum sömu hugmyndum. Og það er ein megin ástæða þess að hann lét til skarar skríða og keypti Twitter, sem heitir nú X.
Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira