Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Bjarki Sigurðsson skrifar 1. september 2023 12:05 Hörður Felix Harðarson er lögmaður Samskipa. Vísir/Vilhelm Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. Í gær var greint frá því að flutningafyrirtækið Samskip hafi verið sektað um 4,2 milljarða króna fyrir brot á samkeppnislögum. Um er að ræða lang stærstu sektina í sögu Samkeppniseftirlitsins. Að mati þess braut Samskip alvarlega af sér með ólögmætu samráði við Eimskip. Þá hafi upplýsingagjöf og gagnaafhending fyrirtækisins við rannsókn málsins verið ófullnægjandi, röng og villandi. Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa, segir sektina ekki í neinum tengslum við efni málsins og fyrri ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins. Þá sé verið að sekta fyrir samsæriskenningar. „Við eigum mjög erfitt með að skilja hvaðan eftirlitið er að koma í þessu. Við erum búin að vinna mjög mikið í þessu máli undanfarin ár og reyndum strax í upphafi að greina það með ítarlegri yfirferð gagna hvort það væri eitthvað til í þessum kenningum. Niðurstaðan er einfaldlega sú að svo er alls ekki,“ segir Hörður. Hann segir kenningar eftirlitsins hafa orðið til vegna skjals sem haldlagt var hjá samkeppnisaðilanum, Eimskipi. Enginn hjá Samskipum hafi séð umrætt skjal fyrr en átta árum eftir að rannsókn hófst. „Þá eru spunnar út einhverjar ályktanir og kenningar um það að þarna hafi orðið eitthvað allsherjarsamráð á milli félaganna tveggja. Fyrir þessu er einfaldlega enginn fótur. Þetta er verkefni framundan, það er að vinda ofan af þessu,“ segir Hörður. Nú munu Samskip kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Segir Hörður að náist ekki ásættanleg niðurstaða þar, verði málið tekið alla leið hjá dómstólum. Samkeppnismál Skipaflutningar Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Í gær var greint frá því að flutningafyrirtækið Samskip hafi verið sektað um 4,2 milljarða króna fyrir brot á samkeppnislögum. Um er að ræða lang stærstu sektina í sögu Samkeppniseftirlitsins. Að mati þess braut Samskip alvarlega af sér með ólögmætu samráði við Eimskip. Þá hafi upplýsingagjöf og gagnaafhending fyrirtækisins við rannsókn málsins verið ófullnægjandi, röng og villandi. Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa, segir sektina ekki í neinum tengslum við efni málsins og fyrri ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins. Þá sé verið að sekta fyrir samsæriskenningar. „Við eigum mjög erfitt með að skilja hvaðan eftirlitið er að koma í þessu. Við erum búin að vinna mjög mikið í þessu máli undanfarin ár og reyndum strax í upphafi að greina það með ítarlegri yfirferð gagna hvort það væri eitthvað til í þessum kenningum. Niðurstaðan er einfaldlega sú að svo er alls ekki,“ segir Hörður. Hann segir kenningar eftirlitsins hafa orðið til vegna skjals sem haldlagt var hjá samkeppnisaðilanum, Eimskipi. Enginn hjá Samskipum hafi séð umrætt skjal fyrr en átta árum eftir að rannsókn hófst. „Þá eru spunnar út einhverjar ályktanir og kenningar um það að þarna hafi orðið eitthvað allsherjarsamráð á milli félaganna tveggja. Fyrir þessu er einfaldlega enginn fótur. Þetta er verkefni framundan, það er að vinda ofan af þessu,“ segir Hörður. Nú munu Samskip kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Segir Hörður að náist ekki ásættanleg niðurstaða þar, verði málið tekið alla leið hjá dómstólum.
Samkeppnismál Skipaflutningar Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira