Tökum jafnréttið alla leið Sandra Björk Bjarkadóttir skrifar 1. september 2023 11:01 Hvert sem litið er í heiminum eru vinnumarkaðir og vinnuafl að verða fjölbreyttari í kjölfar hnattvæðingar, alþjóðlegrar samkeppni, flóttamannastraums, innflytjenda og samfélagslegra og pólitískra breytinga. Í þessum raunveruleika þurfa stjórnendur að skapa grundvöll fyrir því að fjölbreytileikinn fái að þrífast og nýtast í atvinnulífinu. Í starfi mínu við innleiðingu á jafnréttisstefnu í verslunum Nettó fór ég að velta fyrir mér hver væri raunveruleg upplifun framlínustarfsfólks sem tilheyrir minnihlutahópum af starfsumhverfi sínu á íslenskum vinnumarkaði. Ég spurði mig hvort jafnréttisstefna fyrirtækja skipti minnihlutahópa einhverju máli og hvert hlutverk næsta yfirmanns væri þegar kemur að svonefndri inngildingu og almennri líðan á vinnustað. Í meistaranámi mínu í mannauðsstjórnun frá HÍ nú í vor valdi ég að framkvæma viðtalsrannsókn um nákvæmlega þetta efni. Jafnréttisstefnan sem ég hef unnið við að innleiða hjá Nettó gengur lengra en lögbundin jafnréttisstefna um jafnrétti kynja og árlega jafnlaunavottun boðar. Árið 2021 ákvað Samkaup, sem rekur Nettó, Kjörbúð, Krambúð og Iceland, að taka skrefið lengra varðandi jafnrétti og yfirfæra það á fjölbreytileikann sem býr innan fyrirtækisins, undir yfirskriftinni Jafnrétti fyrir öll - Samkaup alla leið. Vinnustaðurinn er stór, starfsfólkið telur um 1.500 manns og í hópnum má finna þverskurðinn af íslensku samfélagi. Má þar taka sem dæmi að um þriðjungur starfsfólks okkar er af erlendu bergi brotið og fjölmenning því áberandi hjá okkur. Stefnan og innleiðing hennar hefur mælst vel fyrir hjá starfsfólki og skilað góðum árangri sem mæla má í opnari umræðu og meiri samstöðu meðal starfsfólks. Til að ná sem mestum árangri í fræðslu um margbreytileikann höfum við gert samstarfssamninga við þrenn samtök sem starfa í þágu minnihlutahópa sem starfa hjá fyrirtækinu. Þetta eru Mirra, rannsóknar- og fræðslusetur fyrir erlent starfsfólk, Þroskahjálp og Samtökin '78. Einnig höfum við sett á laggirnar jafnréttisráð Samkaupa - Samráð. Starfsfólki alls staðar í fyrirtækinu var boðin þátttaka í jafnréttisráðinu og er það skipað starfsfólki úr framkvæmdastjórn, meðal millistjórnenda, verslunarstjóra og framlínustarfsfólks. Þegar ég hóf rannsóknina síðastliðið haust kom í ljós að engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi og mjög fáar erlendis. Margar rannsóknir eru til um stöðu þessara hópa á vinnumarkaði, þ.e. þátttöku á vinnumarkaði, kjör þeirra á vinnumarkaði og aðgengi að vinnumarkaði. En nánast engar rannsóknir hafa verið gerðar um líðan þeirra og upplifun. Lokamarkmið jafnréttisstefnu fyrirtækja ætti alltaf að snúast um líðan og upplifun starfsfólks sem tilheyrir minnihlutahópum, svokallaða inngildingu. Inngilding snýst um það að einstaklingar sem standa á einhvern hátt utan við það félagslega norm sem samfélagið hefur búið til geri sér grein fyrir séreinkennum sínum en upplifi sig samt sem áður á meðal jafningja. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að í stórum dráttum líður viðmælendum vel í vinnunni og upplifa sig sem hluta af hópi samstarfsfélaga. Lýsingar viðmælendanna á samskiptum við sinn næsta yfirmann renna stoðum undir að þjónandi forysta styðji við inngildingu í fjölbreyttum starfsmannahópum. Einnig sýna niðurstöðurnar að leiða megi líkur að því að ef vel er staðið að innleiðingu jafnréttisstefnu á vinnustöðum og stuðlað er að sýnileika hennar, leiði stefna af þessum toga til aukins jafnréttis og inngildingar sem hafi raunveruleg áhrif á upplifun og líðan starfsfólks. Sú niðurstaða rannsóknar minnar sem kom mest á óvart var sameiginleg upplifun allra viðmælenda á því að fordómar sem þau yrðu fyrir í starfsumhverfi sínu kæmi skýrast fram hjá viðskiptavinum. Samskipti framlínustarfsfólks við viðskiptavini er ansi stór hluti af starfsumhverfi þeirra og viðmælendur töluðu um að þeir þyrftu oft að leiða þessa hegðun hjá sér eða bara gera grín að henni, sem er líklegast ein leið til að lifa með svona áreiti á vinnustaðnum sínum daglega. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar minnar birtast fordómarnir á ýmsa vegu, stundum í formi hundsunar, stundum í formi beinna athugasemda og lítilsvirðandi framkomu viðskiptavina við starfsfólk. Ástæður fordómanna sem viðmælendur nefndu voru meðal annars skortur á íslenskukunnáttu, hörundslitur, sjáanleg fötlun og útlitstjáning sem ekki samræmist normi samfélagsins. Dæmi eru um að Íslendingar sem eru dökkir á hörund séu hundsaðir af viðskiptavinum sem snúi sér frekar að öðru starfsfólki sem er ljóst á hörund – en stundum komi svo í ljós að sú manneskja talar enga íslensku. Þetta er samfélagsmein sem við hjá Nettó teljum að virkilega þurfi að vekja athygli á og berjast gegn. Íslenskt samfélag er að breytast mjög hratt og það er því af hinu góða að skerpa á umræðunni um margbreytileikann sem er alltaf að aukast. Allt fólk á rétt á sínu rými og virðingu, þar er framlínustarfsfólk engin undantekning. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að við þurfum ekki að skilja til að geta sýnt skilning og vinsemd. Það að koma fram við öll af virðingu er ákvörðun sem við getum öll tekið. Jafnrétti er ákvörðun sem við hjá Nettó tökum alla leið. Höfundur er mannauðsstjóri Nettó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Hvert sem litið er í heiminum eru vinnumarkaðir og vinnuafl að verða fjölbreyttari í kjölfar hnattvæðingar, alþjóðlegrar samkeppni, flóttamannastraums, innflytjenda og samfélagslegra og pólitískra breytinga. Í þessum raunveruleika þurfa stjórnendur að skapa grundvöll fyrir því að fjölbreytileikinn fái að þrífast og nýtast í atvinnulífinu. Í starfi mínu við innleiðingu á jafnréttisstefnu í verslunum Nettó fór ég að velta fyrir mér hver væri raunveruleg upplifun framlínustarfsfólks sem tilheyrir minnihlutahópum af starfsumhverfi sínu á íslenskum vinnumarkaði. Ég spurði mig hvort jafnréttisstefna fyrirtækja skipti minnihlutahópa einhverju máli og hvert hlutverk næsta yfirmanns væri þegar kemur að svonefndri inngildingu og almennri líðan á vinnustað. Í meistaranámi mínu í mannauðsstjórnun frá HÍ nú í vor valdi ég að framkvæma viðtalsrannsókn um nákvæmlega þetta efni. Jafnréttisstefnan sem ég hef unnið við að innleiða hjá Nettó gengur lengra en lögbundin jafnréttisstefna um jafnrétti kynja og árlega jafnlaunavottun boðar. Árið 2021 ákvað Samkaup, sem rekur Nettó, Kjörbúð, Krambúð og Iceland, að taka skrefið lengra varðandi jafnrétti og yfirfæra það á fjölbreytileikann sem býr innan fyrirtækisins, undir yfirskriftinni Jafnrétti fyrir öll - Samkaup alla leið. Vinnustaðurinn er stór, starfsfólkið telur um 1.500 manns og í hópnum má finna þverskurðinn af íslensku samfélagi. Má þar taka sem dæmi að um þriðjungur starfsfólks okkar er af erlendu bergi brotið og fjölmenning því áberandi hjá okkur. Stefnan og innleiðing hennar hefur mælst vel fyrir hjá starfsfólki og skilað góðum árangri sem mæla má í opnari umræðu og meiri samstöðu meðal starfsfólks. Til að ná sem mestum árangri í fræðslu um margbreytileikann höfum við gert samstarfssamninga við þrenn samtök sem starfa í þágu minnihlutahópa sem starfa hjá fyrirtækinu. Þetta eru Mirra, rannsóknar- og fræðslusetur fyrir erlent starfsfólk, Þroskahjálp og Samtökin '78. Einnig höfum við sett á laggirnar jafnréttisráð Samkaupa - Samráð. Starfsfólki alls staðar í fyrirtækinu var boðin þátttaka í jafnréttisráðinu og er það skipað starfsfólki úr framkvæmdastjórn, meðal millistjórnenda, verslunarstjóra og framlínustarfsfólks. Þegar ég hóf rannsóknina síðastliðið haust kom í ljós að engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi og mjög fáar erlendis. Margar rannsóknir eru til um stöðu þessara hópa á vinnumarkaði, þ.e. þátttöku á vinnumarkaði, kjör þeirra á vinnumarkaði og aðgengi að vinnumarkaði. En nánast engar rannsóknir hafa verið gerðar um líðan þeirra og upplifun. Lokamarkmið jafnréttisstefnu fyrirtækja ætti alltaf að snúast um líðan og upplifun starfsfólks sem tilheyrir minnihlutahópum, svokallaða inngildingu. Inngilding snýst um það að einstaklingar sem standa á einhvern hátt utan við það félagslega norm sem samfélagið hefur búið til geri sér grein fyrir séreinkennum sínum en upplifi sig samt sem áður á meðal jafningja. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að í stórum dráttum líður viðmælendum vel í vinnunni og upplifa sig sem hluta af hópi samstarfsfélaga. Lýsingar viðmælendanna á samskiptum við sinn næsta yfirmann renna stoðum undir að þjónandi forysta styðji við inngildingu í fjölbreyttum starfsmannahópum. Einnig sýna niðurstöðurnar að leiða megi líkur að því að ef vel er staðið að innleiðingu jafnréttisstefnu á vinnustöðum og stuðlað er að sýnileika hennar, leiði stefna af þessum toga til aukins jafnréttis og inngildingar sem hafi raunveruleg áhrif á upplifun og líðan starfsfólks. Sú niðurstaða rannsóknar minnar sem kom mest á óvart var sameiginleg upplifun allra viðmælenda á því að fordómar sem þau yrðu fyrir í starfsumhverfi sínu kæmi skýrast fram hjá viðskiptavinum. Samskipti framlínustarfsfólks við viðskiptavini er ansi stór hluti af starfsumhverfi þeirra og viðmælendur töluðu um að þeir þyrftu oft að leiða þessa hegðun hjá sér eða bara gera grín að henni, sem er líklegast ein leið til að lifa með svona áreiti á vinnustaðnum sínum daglega. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar minnar birtast fordómarnir á ýmsa vegu, stundum í formi hundsunar, stundum í formi beinna athugasemda og lítilsvirðandi framkomu viðskiptavina við starfsfólk. Ástæður fordómanna sem viðmælendur nefndu voru meðal annars skortur á íslenskukunnáttu, hörundslitur, sjáanleg fötlun og útlitstjáning sem ekki samræmist normi samfélagsins. Dæmi eru um að Íslendingar sem eru dökkir á hörund séu hundsaðir af viðskiptavinum sem snúi sér frekar að öðru starfsfólki sem er ljóst á hörund – en stundum komi svo í ljós að sú manneskja talar enga íslensku. Þetta er samfélagsmein sem við hjá Nettó teljum að virkilega þurfi að vekja athygli á og berjast gegn. Íslenskt samfélag er að breytast mjög hratt og það er því af hinu góða að skerpa á umræðunni um margbreytileikann sem er alltaf að aukast. Allt fólk á rétt á sínu rými og virðingu, þar er framlínustarfsfólk engin undantekning. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að við þurfum ekki að skilja til að geta sýnt skilning og vinsemd. Það að koma fram við öll af virðingu er ákvörðun sem við getum öll tekið. Jafnrétti er ákvörðun sem við hjá Nettó tökum alla leið. Höfundur er mannauðsstjóri Nettó.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar