Hvernig verður spilling upprætt? Guðmundur Ragnarsson og Þorsteinn Ingi Hjálmarsson skrifa 31. ágúst 2023 13:01 Til að uppræta spillingu og siðlaus vinnubrögð á aldrei að hætta aðhalda málinu lifandi og koma á framfæri í fjölmiðlum. Þöggunin hefur hingað til verið leiðin á Íslandi til að þurfa ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum þegar menn hafa brotið af sér og hafa komist upp með það. Hinsvegar virðist ætla að hylla undir breytingar á landlægum ósóma með Íslandsbanka gjörningnum og vonandi fleiri málum. Starfsmenn og stjórnarmenn hafa þurft að víkja í Íslandsbanka og vonandi förum við að sjá að dregin hafi verið lærdómur af því og fólk fari að haga sér. Hinsvegar situr ráðherrann sem ber ábyrgð á þessu öllu enn. Það verður að koma því á sem fyrst í þessu landiað ráðherrar axli pólitíska ábyrgð og full ástæða að þessi sami ráðherra marki ný skref og sýni gott fordæmi af nægu er að taka hjá honum. Skrif okkar félaga er hins vegar aðallega til að minna á fyrri umræðu í fjölmiðlum og greinum um ítrekuð lagabrot og siðlaus vinnubrögð í stéttarfélaginu okkar VM – Félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Að þögnin nái ekki að hylma yfir það að formaður félagsins og stjórn geti ekki svarað heiðarlega og rétt, fyrirspurnum félagsmanna. Þó ítrekað hafi verið kallað eftir því hefur stjórn VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna ekki svarað skriflegum fyrirspurnum tíu félagsmann sem sendar voru á stjórn 03. 11. 2022. Það er áhyggjuefni að stjórn félagsins skuli ekki bera þá virðingu fyrir félagsmönnum að svara þeim skriflega eins og þessir tíu félagsmenn fóru fram á þegar þeir sendu fyrirspurnir sínar á stjórn félagsins. Gera stjórnarmenn VM sér ekki grein fyrir ábyrgð sinni og fyrir hverja þeir eru að vinna? Áttum okkur á því að við erum að tala um stéttarfélag sem er eign félagsmanna og allt á að vera opið og upp á borði og spurningum félagsmanna á að svara um gjörðir formanns og stjórnar. Auðvitað getur formaðurinn ekki svarað, það vita þeir sem hafa farið yfir málin, því allt það sem hann hefur framkvæmt á bak við stjórn og fengið stjórn til að samþykkja er þess eðlis að hann ætti að vera búinn að segja af sér fyrir löngu. Getur siðleysið orðið verra þegar svona vinnubrögð eru ástunduð í verkalýðsfélagi af formanni og stjórn sem telur sig hafna yfir að þurfa að svara félagsmönnum en geta á sama tíma gagnrýnt aðra í samfélaginu.Sami formaður er að gagnrýna aðra fyrir sínar misgjörðir og að þær hafi afleiðingar sem miðstjórnarmaður í ASÍ með því að samþykkja að ASÍ segði upp viðskiptum við Íslandsbanka. Verður siðleysið og hræsnin meiri, hafa menn enga sómatilfinningu? Ef svona vinnubrögð eiga að líðast í verkalýðhreyfingunni er langt í land að við sjáum breytingar í samfélaginu því þegar félagsmönnum virðist vera nákvæmlega sama um það að lög hafi verið brotin í stéttarfélaginu sínu. Er þeim þá ekki nákvæmlega sama um aðra spillingu í landinu? Við verðum að gera þá kröfu að allir axli ábyrgð á misgjörðum sínum. Þeir sem hafa verið að verja formanninn fara í ýmsa kunna útúrsnúninga en engum þeirra virðis detta í hug spyrja hvort lausn málsins væri ekki sú að stjórnin svaraði spurningunum og síðan gætum við haldið umræðunni áfram um hvað er rétt og rangt í málinu. Tekið málefnalega umræðu. Ef við látum spillingu og siðlaus vinnubrögð viðgangast með þögninni áfram, gerum ekki kröfu um að spurningum sé svarað rétt og heiðarlega. Þá munum við ekki ná að útrýma þessari landlægu samfélags meinsemd, spillingunni, sem hefur fengið að þrífast allt of lengi á þessu landi. Útrýmum spillingu úr íslensku samfélagi og við sem getum eigum að byrja á að taka til í okkar nærsamfélagi þar sem við getum beitt okkur. Það mun svo smitast upp samfélagið þar til sigur vinnst. Í stéttarfélagi á ekki að líða spillt og óheiðarleg vinnubrögð. Látum spillinguna ekki þrífast lengur með þögninni. Hrópum hátt, þar til á okkur verður hlustað. Kveðja, Þorsteinn Ingi Hjálmarsson fyrrverandi stjórnarmaður í VMGuðmundur Ragnarsson fyrrverandi formaður VM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Til að uppræta spillingu og siðlaus vinnubrögð á aldrei að hætta aðhalda málinu lifandi og koma á framfæri í fjölmiðlum. Þöggunin hefur hingað til verið leiðin á Íslandi til að þurfa ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum þegar menn hafa brotið af sér og hafa komist upp með það. Hinsvegar virðist ætla að hylla undir breytingar á landlægum ósóma með Íslandsbanka gjörningnum og vonandi fleiri málum. Starfsmenn og stjórnarmenn hafa þurft að víkja í Íslandsbanka og vonandi förum við að sjá að dregin hafi verið lærdómur af því og fólk fari að haga sér. Hinsvegar situr ráðherrann sem ber ábyrgð á þessu öllu enn. Það verður að koma því á sem fyrst í þessu landiað ráðherrar axli pólitíska ábyrgð og full ástæða að þessi sami ráðherra marki ný skref og sýni gott fordæmi af nægu er að taka hjá honum. Skrif okkar félaga er hins vegar aðallega til að minna á fyrri umræðu í fjölmiðlum og greinum um ítrekuð lagabrot og siðlaus vinnubrögð í stéttarfélaginu okkar VM – Félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Að þögnin nái ekki að hylma yfir það að formaður félagsins og stjórn geti ekki svarað heiðarlega og rétt, fyrirspurnum félagsmanna. Þó ítrekað hafi verið kallað eftir því hefur stjórn VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna ekki svarað skriflegum fyrirspurnum tíu félagsmann sem sendar voru á stjórn 03. 11. 2022. Það er áhyggjuefni að stjórn félagsins skuli ekki bera þá virðingu fyrir félagsmönnum að svara þeim skriflega eins og þessir tíu félagsmenn fóru fram á þegar þeir sendu fyrirspurnir sínar á stjórn félagsins. Gera stjórnarmenn VM sér ekki grein fyrir ábyrgð sinni og fyrir hverja þeir eru að vinna? Áttum okkur á því að við erum að tala um stéttarfélag sem er eign félagsmanna og allt á að vera opið og upp á borði og spurningum félagsmanna á að svara um gjörðir formanns og stjórnar. Auðvitað getur formaðurinn ekki svarað, það vita þeir sem hafa farið yfir málin, því allt það sem hann hefur framkvæmt á bak við stjórn og fengið stjórn til að samþykkja er þess eðlis að hann ætti að vera búinn að segja af sér fyrir löngu. Getur siðleysið orðið verra þegar svona vinnubrögð eru ástunduð í verkalýðsfélagi af formanni og stjórn sem telur sig hafna yfir að þurfa að svara félagsmönnum en geta á sama tíma gagnrýnt aðra í samfélaginu.Sami formaður er að gagnrýna aðra fyrir sínar misgjörðir og að þær hafi afleiðingar sem miðstjórnarmaður í ASÍ með því að samþykkja að ASÍ segði upp viðskiptum við Íslandsbanka. Verður siðleysið og hræsnin meiri, hafa menn enga sómatilfinningu? Ef svona vinnubrögð eiga að líðast í verkalýðhreyfingunni er langt í land að við sjáum breytingar í samfélaginu því þegar félagsmönnum virðist vera nákvæmlega sama um það að lög hafi verið brotin í stéttarfélaginu sínu. Er þeim þá ekki nákvæmlega sama um aðra spillingu í landinu? Við verðum að gera þá kröfu að allir axli ábyrgð á misgjörðum sínum. Þeir sem hafa verið að verja formanninn fara í ýmsa kunna útúrsnúninga en engum þeirra virðis detta í hug spyrja hvort lausn málsins væri ekki sú að stjórnin svaraði spurningunum og síðan gætum við haldið umræðunni áfram um hvað er rétt og rangt í málinu. Tekið málefnalega umræðu. Ef við látum spillingu og siðlaus vinnubrögð viðgangast með þögninni áfram, gerum ekki kröfu um að spurningum sé svarað rétt og heiðarlega. Þá munum við ekki ná að útrýma þessari landlægu samfélags meinsemd, spillingunni, sem hefur fengið að þrífast allt of lengi á þessu landi. Útrýmum spillingu úr íslensku samfélagi og við sem getum eigum að byrja á að taka til í okkar nærsamfélagi þar sem við getum beitt okkur. Það mun svo smitast upp samfélagið þar til sigur vinnst. Í stéttarfélagi á ekki að líða spillt og óheiðarleg vinnubrögð. Látum spillinguna ekki þrífast lengur með þögninni. Hrópum hátt, þar til á okkur verður hlustað. Kveðja, Þorsteinn Ingi Hjálmarsson fyrrverandi stjórnarmaður í VMGuðmundur Ragnarsson fyrrverandi formaður VM
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar