Skriðið heim í lok dags Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 31. ágúst 2023 08:01 Í gærmorgun fór fram húsnæðisþing á vegum Húsnæðis og mannvirkjastofnunar sem bar heitið "Heimili handa hálfri milljón". Frummælandi á þinginu var Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra en þar kynnti hann stefnu stjórnvalda í húsnæðismálum, einu ferðina enn. Í ræðu sinni sagði hann það vera “grundvöllur alls í okkar lífi að geta skriðið heim í lok dags í rúmið, í húsnæði sem maður hefur aðgang að” Með þessum orðum náði hann umorða og smætta bæði lögfest mannréttindi, réttinum til viðeigandi húsnæðis og lögbundnar skyldur ríkis og sveitarfélaga í húsnæðismálum með nokkuð merkilegum hætti. Heimilið er hornsteinn fjölskyldunnar, en ekki bara rúm í húsnæði sem maður hefur aðgang að, ...þannig eru gistiskýlum lýst. Sigurður Ingi lagði áherslu á að markmið stjórnvalda væri að byggja 35.000 íbúðir á næstu árum en að ríkið ætlaði sér alls ekki að taka það að sér. En hver á þá að gera það? Fjármálavæddur húsnæðismarkaður skeytir engu um óskhyggju stjórnvalda Það hefur sýnt sig á undanförnum átta árum að fjármálavæddur húsnæðismarkaður er ekki að fara að uppfylla óskhyggju stjórnvalda um stórátak í húsnæðisuppbyggingu. Þrátt fyrir að ríki og sveitarfélög séu skuldbundin til að tryggja framboð á húsnæði, jafnræði og öryggi í húsnæðismálum þá er það ekki leiðarstef þeirra fjármálaafla sem eru allsráðandi á húsnæðismarkaði. Samhliða óteljandi yfirlýsingum stjórnvalda um allsherjarátak í uppbyggingu húsnæðis hefur framleiðslu hrakað jafnt og þétt. Má þannig gera að því skóna að yfirlýsingar og áætlanir stjórnvalda ýti jafnvel undir tregðu fjárfesta til að fjárfesta í húsnæði.Þrátt fyrir að stjórnvöld bæði ríkis og sveitarfélaga hafi viðhaft fordæmalausa fylgispekt við þessi fjármálaöfl með breytingum á byggingareglugerð, skattaafsláttum og lóðaframboði þá hafa þau ekki sýnt viðleitni til þess að uppfylla óskhyggju stjórnvalda um nægilegt húsnæðisframboð. Hæfilegur skortur á húsnæði veldur því nefnilega að húsnæðisverð hækkar í sífellu og arðssemi eykst. Það er því enginn hvati fyrir fjármálaöflin til að láta hendur standa fram út ermum og auka framboð og taka þannig áhættu á að jafnvægi myndist. En Sigurður Ingi telur það hinsvegar einu lausnina, þrátt fyrir að hún hafi skapað það skelfingarástand sem við búum við. Hann vill með öðrum orðum halda sig við eitrið, það gæti hugsanlega búið yfir einhverjum lækningarmætti í framtíðinni. En kannski veit hann einfaldlega betur og er í raun í vinnu fyrir fjármálaöflin og slær um þau skjaldborg. Annað eins hefur nú gerst. Framleiðsla dregst saman í línulegu samhengi við áform um uppbyggingu Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins snupraði þó innviðaráðherrann með því að sýna fram á með rauntölum að ekki væru nokkrar líkur á að markmið stjórnvalda næðust. Framleiðsla á húsnæði hefur dregist hratt saman undanfarin misseri og eftir tvo ár verða ekki nema tæpar tvö þúsund íbúðir tilbúnar á ári, sem er innan við helmingur af því sem húsnæðisátak stjórnvalda gerir ráð fyrir. En samt var eins og fulltrúar stjórnvalda á húsnæðisþinginu vildu fremur lifa í blekkingu ráðherrans en að takast á við raunveruleikann sem þó birtist ljóslifandi á breiðu tjaldinu. Veruleikinn á húsnæðismarkaði er óþægilegur en að umlykja sig hlandvolgri lygi gerir ástandið enn verra. Svo slæmt er ástandið að innviðaráðherra gerðist sekur um að grípa til ósanninda þegar hann tók til við að lýsa viðbrögðum stjórnvalda. Hvort það er merki um veika lund eða skeytingarleysi getur undirritaður ekki svarað. Til að mynda lýsti hann því yfir að stjórnvöld hefðu aukið húsnæðisbætur til muna þegar hið gagnstæða er raunin. Hið rétta er að frítekjumark fyrir húsnæðisbæturnar hefur hækkað lítillega að raungildi eða um 8% frá árinu 2017 á meðan að húsaleiga hefur hækkað um tæp 30%. Á sama tíma hefur verðgildi grunnfjárhæða húsnæðisbóta lækkað um 6.5%. Þannig hefur hlutdeild húsnæðisbóta af húsaleigu lækkað verulega á embættistíma Sigurðar, þvert á það sem hann heldur fram. Að sama skapi hefur verðgildi hámarks húsnæðisbóta dregist enn frekar saman á tímabilinu. Einstakt þröngbýli á Íslandi Á þinginu var líka áhugavert erindi um einstakt þröngbýli sem íslendingar búa við. Þar kom fram að allt að 30% fleiri íbúar eru á hverju heimili á landinu en á hinum norðurlöndunum. Á Íslandi eru 2.6 íbúar á hverja íbúð en víða á norðurlöndunum er það undir tveimur íbúum. Þessar tölur eru fengnar þannig að heildar íbúafjölda er deilt í heildarfjölda íbúða. Það þýðir að staðan er mun verri en þessar tölur bera með sér. Við vitum að á Íslandi langmesti fjöldi íbúða í skammtímaútleigu af öllum löndum Evrópu og fordæmalaus umpólun hefur orðið í eignarhaldi á íbúðum hér á landi. Eignafólk og lögaðilar hafa undanfarin 15 ár sópað til sín yfirgnæfandi meirihluta alls húsnæðis sem án efa hefur leitt af sér að mikið af íbúðum standa auðar. En í nýlegu svari Sigurðar Inga við fyrirspurn Loga Einarssonar í þinginu kom fram að ekki væri skráð lögheimili í tuttugu tvö þúsund íbúðum á Íslandi en að ekki væru til tölur um fjölda auðra íbúða.Þessar tölur skipta máli því að íbúaþéttni í álfunni hefur verið að dragast saman og ættu að öllu jöfnu að gera það hér líka. Þess vegna er í raun þörf á mun meira húsnæði en kemur fram í áætlunum stjórnvalda, sem þó munu ekki nást, hvorki nú frekar en fyrri daginn. Andvaraleysi og bleiki fíllinn Andvaraleysi núverandi stjórnvalda er algjört líkt og fylgispektin og afneitunin. Það eru hrikaleg örlög fyrir íslenska þjóð að þurfa að leitast við að treysta á slík stjórnvöld í slíku ástandi sem nú ríkir. En ég leyfi mér að ætla að fæstir geri það nema að þeir hafi beina hagsmuni af því að núverandi hamfarir á húsnæðismarkaði fái að þróast enn frekar. Sigurður Ingi ræddi um að bleiki fíllinn í stofunni væri vaxtastig og verðbólga í landinu. Ég get tekið undir það að á síðustu mánuðum hefur það sannarlega leikið landsmenn grátt. En ástandið í húsnæðismálum er ekkert dægurástand litað af háu vaxtastigi og verðbólgu. Vandinn hefur verið viðvarandi um langt árabil eins og látlaus fréttaflutningur hefur borið með sér. Hinn stóri bleiki fíll sem ráðherrann nefndi aldrei í máli sínu, hvorki í ræðu sinni né í pallborði er umpólun í eignarhaldi á húsnæði og stjarnfræðileg álagning á húsnæðismarkaði. Á þessu ári hefur yfir 70% af öllu húsnæði farið til eignafólks og lögaðila sem er sama hlutfall og fyrir allt tímabilið frá árinu 2005. Slík umpólun í eignarhaldi hefur hvergi orðið í okkar heimshluta nema á Íslandi. Að sama skapi hefur nýlega verið sýnt fram á að álagning fjárfesta á húsnæðismarkaði er að lágmarki 100% á meðan hún er á bilinu 20-30% á alþjóðavísu. Þessar staðreyndir lýsa að sönnu ömurlegum hamförum sem er að draga lífstóruna úr fjölda landsmanna. Skýrt plan um að auka á örvæntingu og félagslegar hamfarir Ungt fólk og leigjendur hafa búið við þessar heimatilbúnu og manngerðu hamfarir á húsnæðismarkaði undanfarin ár og á sama tíma hafa stjórnvöld lýst ítrekað yfir átaki í húsnæðisuppbyggingu. Þrátt fyrir þau fögru orð hefur ástandið versnað til muna. Hermann Jónasson forstjóri Húsnæðis og mannvirkjastofnunar lýsti því þó yfir að stjórnvöld væru með mjög skýrt plan. Ef skýrt plan leiðir af sér skýra niðurstöðu þá er ljóst að planið er að auka á örvæntingu og félagslegar hamfarir. Væri þá ekki best fyrir okkur sem þjóð að losa okkur sem snarast við slíka leiðsögn? Það sem að sönnu var hinsvegar kveðið á húsnæðisþinginu var skýr svanasöngur. En það er okkar íbúa landsins að ákveða hvort það verði svanasöngur þeirra sem eru að reyna að fóta sig á húsnæðismarkaði eða svanasöngur þeirra afla sem hafa skapað þetta óboðlega ástand. Það er ekkert annað í stöðunni fyrir okkur en að biðja alla góða vætti um að hið síðarnefnda verði ofan á. Stjórnvöld heiðri skyldur sínar Það eina sem getur komið okkur úr þessari stöðu samfélagslegt átak og af-fjármálavæðing á húsnæði. Það verður að skapa hér umhverfi hið snarasta til að ríki, sveitarfélög, lífeyrissjóðir, samvinnufélög og alvöru óhagnaðardrifinn íbúðafélög standi að stærstum hluta húsnæðisuppbygginar á hér á Íslandi. Annað er ekki í stöðunni og það verður ekki gert nema með því að núverandi stjórnvöld hætti fylgispekt við fjármálaöflin og heiðri lögbundnar skyldur sínar. Höfundur er formaður Leigjendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hrafn Arngrímsson Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í gærmorgun fór fram húsnæðisþing á vegum Húsnæðis og mannvirkjastofnunar sem bar heitið "Heimili handa hálfri milljón". Frummælandi á þinginu var Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra en þar kynnti hann stefnu stjórnvalda í húsnæðismálum, einu ferðina enn. Í ræðu sinni sagði hann það vera “grundvöllur alls í okkar lífi að geta skriðið heim í lok dags í rúmið, í húsnæði sem maður hefur aðgang að” Með þessum orðum náði hann umorða og smætta bæði lögfest mannréttindi, réttinum til viðeigandi húsnæðis og lögbundnar skyldur ríkis og sveitarfélaga í húsnæðismálum með nokkuð merkilegum hætti. Heimilið er hornsteinn fjölskyldunnar, en ekki bara rúm í húsnæði sem maður hefur aðgang að, ...þannig eru gistiskýlum lýst. Sigurður Ingi lagði áherslu á að markmið stjórnvalda væri að byggja 35.000 íbúðir á næstu árum en að ríkið ætlaði sér alls ekki að taka það að sér. En hver á þá að gera það? Fjármálavæddur húsnæðismarkaður skeytir engu um óskhyggju stjórnvalda Það hefur sýnt sig á undanförnum átta árum að fjármálavæddur húsnæðismarkaður er ekki að fara að uppfylla óskhyggju stjórnvalda um stórátak í húsnæðisuppbyggingu. Þrátt fyrir að ríki og sveitarfélög séu skuldbundin til að tryggja framboð á húsnæði, jafnræði og öryggi í húsnæðismálum þá er það ekki leiðarstef þeirra fjármálaafla sem eru allsráðandi á húsnæðismarkaði. Samhliða óteljandi yfirlýsingum stjórnvalda um allsherjarátak í uppbyggingu húsnæðis hefur framleiðslu hrakað jafnt og þétt. Má þannig gera að því skóna að yfirlýsingar og áætlanir stjórnvalda ýti jafnvel undir tregðu fjárfesta til að fjárfesta í húsnæði.Þrátt fyrir að stjórnvöld bæði ríkis og sveitarfélaga hafi viðhaft fordæmalausa fylgispekt við þessi fjármálaöfl með breytingum á byggingareglugerð, skattaafsláttum og lóðaframboði þá hafa þau ekki sýnt viðleitni til þess að uppfylla óskhyggju stjórnvalda um nægilegt húsnæðisframboð. Hæfilegur skortur á húsnæði veldur því nefnilega að húsnæðisverð hækkar í sífellu og arðssemi eykst. Það er því enginn hvati fyrir fjármálaöflin til að láta hendur standa fram út ermum og auka framboð og taka þannig áhættu á að jafnvægi myndist. En Sigurður Ingi telur það hinsvegar einu lausnina, þrátt fyrir að hún hafi skapað það skelfingarástand sem við búum við. Hann vill með öðrum orðum halda sig við eitrið, það gæti hugsanlega búið yfir einhverjum lækningarmætti í framtíðinni. En kannski veit hann einfaldlega betur og er í raun í vinnu fyrir fjármálaöflin og slær um þau skjaldborg. Annað eins hefur nú gerst. Framleiðsla dregst saman í línulegu samhengi við áform um uppbyggingu Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins snupraði þó innviðaráðherrann með því að sýna fram á með rauntölum að ekki væru nokkrar líkur á að markmið stjórnvalda næðust. Framleiðsla á húsnæði hefur dregist hratt saman undanfarin misseri og eftir tvo ár verða ekki nema tæpar tvö þúsund íbúðir tilbúnar á ári, sem er innan við helmingur af því sem húsnæðisátak stjórnvalda gerir ráð fyrir. En samt var eins og fulltrúar stjórnvalda á húsnæðisþinginu vildu fremur lifa í blekkingu ráðherrans en að takast á við raunveruleikann sem þó birtist ljóslifandi á breiðu tjaldinu. Veruleikinn á húsnæðismarkaði er óþægilegur en að umlykja sig hlandvolgri lygi gerir ástandið enn verra. Svo slæmt er ástandið að innviðaráðherra gerðist sekur um að grípa til ósanninda þegar hann tók til við að lýsa viðbrögðum stjórnvalda. Hvort það er merki um veika lund eða skeytingarleysi getur undirritaður ekki svarað. Til að mynda lýsti hann því yfir að stjórnvöld hefðu aukið húsnæðisbætur til muna þegar hið gagnstæða er raunin. Hið rétta er að frítekjumark fyrir húsnæðisbæturnar hefur hækkað lítillega að raungildi eða um 8% frá árinu 2017 á meðan að húsaleiga hefur hækkað um tæp 30%. Á sama tíma hefur verðgildi grunnfjárhæða húsnæðisbóta lækkað um 6.5%. Þannig hefur hlutdeild húsnæðisbóta af húsaleigu lækkað verulega á embættistíma Sigurðar, þvert á það sem hann heldur fram. Að sama skapi hefur verðgildi hámarks húsnæðisbóta dregist enn frekar saman á tímabilinu. Einstakt þröngbýli á Íslandi Á þinginu var líka áhugavert erindi um einstakt þröngbýli sem íslendingar búa við. Þar kom fram að allt að 30% fleiri íbúar eru á hverju heimili á landinu en á hinum norðurlöndunum. Á Íslandi eru 2.6 íbúar á hverja íbúð en víða á norðurlöndunum er það undir tveimur íbúum. Þessar tölur eru fengnar þannig að heildar íbúafjölda er deilt í heildarfjölda íbúða. Það þýðir að staðan er mun verri en þessar tölur bera með sér. Við vitum að á Íslandi langmesti fjöldi íbúða í skammtímaútleigu af öllum löndum Evrópu og fordæmalaus umpólun hefur orðið í eignarhaldi á íbúðum hér á landi. Eignafólk og lögaðilar hafa undanfarin 15 ár sópað til sín yfirgnæfandi meirihluta alls húsnæðis sem án efa hefur leitt af sér að mikið af íbúðum standa auðar. En í nýlegu svari Sigurðar Inga við fyrirspurn Loga Einarssonar í þinginu kom fram að ekki væri skráð lögheimili í tuttugu tvö þúsund íbúðum á Íslandi en að ekki væru til tölur um fjölda auðra íbúða.Þessar tölur skipta máli því að íbúaþéttni í álfunni hefur verið að dragast saman og ættu að öllu jöfnu að gera það hér líka. Þess vegna er í raun þörf á mun meira húsnæði en kemur fram í áætlunum stjórnvalda, sem þó munu ekki nást, hvorki nú frekar en fyrri daginn. Andvaraleysi og bleiki fíllinn Andvaraleysi núverandi stjórnvalda er algjört líkt og fylgispektin og afneitunin. Það eru hrikaleg örlög fyrir íslenska þjóð að þurfa að leitast við að treysta á slík stjórnvöld í slíku ástandi sem nú ríkir. En ég leyfi mér að ætla að fæstir geri það nema að þeir hafi beina hagsmuni af því að núverandi hamfarir á húsnæðismarkaði fái að þróast enn frekar. Sigurður Ingi ræddi um að bleiki fíllinn í stofunni væri vaxtastig og verðbólga í landinu. Ég get tekið undir það að á síðustu mánuðum hefur það sannarlega leikið landsmenn grátt. En ástandið í húsnæðismálum er ekkert dægurástand litað af háu vaxtastigi og verðbólgu. Vandinn hefur verið viðvarandi um langt árabil eins og látlaus fréttaflutningur hefur borið með sér. Hinn stóri bleiki fíll sem ráðherrann nefndi aldrei í máli sínu, hvorki í ræðu sinni né í pallborði er umpólun í eignarhaldi á húsnæði og stjarnfræðileg álagning á húsnæðismarkaði. Á þessu ári hefur yfir 70% af öllu húsnæði farið til eignafólks og lögaðila sem er sama hlutfall og fyrir allt tímabilið frá árinu 2005. Slík umpólun í eignarhaldi hefur hvergi orðið í okkar heimshluta nema á Íslandi. Að sama skapi hefur nýlega verið sýnt fram á að álagning fjárfesta á húsnæðismarkaði er að lágmarki 100% á meðan hún er á bilinu 20-30% á alþjóðavísu. Þessar staðreyndir lýsa að sönnu ömurlegum hamförum sem er að draga lífstóruna úr fjölda landsmanna. Skýrt plan um að auka á örvæntingu og félagslegar hamfarir Ungt fólk og leigjendur hafa búið við þessar heimatilbúnu og manngerðu hamfarir á húsnæðismarkaði undanfarin ár og á sama tíma hafa stjórnvöld lýst ítrekað yfir átaki í húsnæðisuppbyggingu. Þrátt fyrir þau fögru orð hefur ástandið versnað til muna. Hermann Jónasson forstjóri Húsnæðis og mannvirkjastofnunar lýsti því þó yfir að stjórnvöld væru með mjög skýrt plan. Ef skýrt plan leiðir af sér skýra niðurstöðu þá er ljóst að planið er að auka á örvæntingu og félagslegar hamfarir. Væri þá ekki best fyrir okkur sem þjóð að losa okkur sem snarast við slíka leiðsögn? Það sem að sönnu var hinsvegar kveðið á húsnæðisþinginu var skýr svanasöngur. En það er okkar íbúa landsins að ákveða hvort það verði svanasöngur þeirra sem eru að reyna að fóta sig á húsnæðismarkaði eða svanasöngur þeirra afla sem hafa skapað þetta óboðlega ástand. Það er ekkert annað í stöðunni fyrir okkur en að biðja alla góða vætti um að hið síðarnefnda verði ofan á. Stjórnvöld heiðri skyldur sínar Það eina sem getur komið okkur úr þessari stöðu samfélagslegt átak og af-fjármálavæðing á húsnæði. Það verður að skapa hér umhverfi hið snarasta til að ríki, sveitarfélög, lífeyrissjóðir, samvinnufélög og alvöru óhagnaðardrifinn íbúðafélög standi að stærstum hluta húsnæðisuppbygginar á hér á Íslandi. Annað er ekki í stöðunni og það verður ekki gert nema með því að núverandi stjórnvöld hætti fylgispekt við fjármálaöflin og heiðri lögbundnar skyldur sínar. Höfundur er formaður Leigjendasamtakanna.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar