Ætla ekki að rannsaka flugvélarhrap Prigozhin eftir alþjóðareglum Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2023 08:57 Flugvél Prigozhin var af gerðinni Embraer Legacy 600. Hér sést ein slík koma til lendingar í Þýskalandi með Elísabetu heitna Bretadrottningu og Filippus heitinn prins árið 2015. Vísir/EPA Rússnesk yfirvöld synjuðu ósk brasilískra flugmálayfirvalda um sameiginlega rannsókn eftir alþjóðlegum reglum á því hvað grandaði flugvél Jevgeníj Prigozhin, rússneska málaliðaforingjans, að svo stöddu. Rússar eru ekki skyldugir til þess þó að alþjóðleg flugmálayfirvöld mæli með því. Flugvél Prigozhin var brasilísk, af gerðinni Embraer Legacy 600. Hún hrapaði norður af Moskvu í síðustu viku. Auk Prigozhin fórust níu aðrir sem voru um borð, þar á meðal tveir næstráðendur hans og fjórir lífverðir. Brasilísk rannsóknarnefnd flugslysa fór fram á að fá að taka þátt í rannsókn á orsökum þess að vélin hrapaði í þágu þess að auka flugöryggi. Slík rannsókn færi fram á grundvelli alþjóðlegra reglna um rannsókn flugslysa. Í svari rússneskra flugslysarannsakenda til þeirra brasilísku sagði að þeir ætluðu sér ekki að hefja rannsókn á grundvelli þrettánda viðauka Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) að sinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Viðaukinn kveður á um alþjóðleg viðmið og vinnubrögð við rannsókn flugslysa. Skaði gegnsæi rannsóknarinnar Vestræn ríki telja að stjórnvöld í Kreml hafi borið ábyrgð á því að vél Prigozhin hrapaði. Bandaríska leyniþjónustan telur að sprengja hafi sprungið um borð sem hafi grandað vélinni. Rússnesk stjórnvöld hafna því að hafa komið nálægt dauða Prigozhin. Prigozhin leiddi uppreisn gegn rússneskum hermálayfirvöldum um tveimur mánuðum áður en hann lést. Áður en hún gekk lengra gerði Prigozhin samkomulag við Vladímír Pútín Rússlandsforseta með milligöngu Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, sem kom honum og málaliðum hans undan saksókn og leyfði þeim að leita hælis í Hvíta-Rússlandi. John Cox, bandarískur sérfræðingur í rannsókn flugslysa, segir Reuters að alltaf verði efasemdir um áreiðanleika niðurstaðna rannsóknar á hrapinu ef Rússar rannsaka það einir. „Mér finnst það mjög dapurlegt. Ég held að það skaði gegnsæi rússnesku rannsóknarinnar,“ segir Cox við Reuters. Alþjóðaflugmálastofnunin segir að vél Prigozhin hafi verið í innanlandsflugi þegar hún hrapaði. Því gildi alþjóðlegar reglur ekki um rannsóknina. Embraer-þoturnar brasilísku eru sagðar áreiðanlegar. Fjöldi sambærilegra þotna eru enn í umferð og því telur fyrirtækið og brasilísk flugmálayfirvöld brýnt að rannsaka hvað grandaði vél Prigozhin. Þau eru þó sögð eiga erfitt með að fá upplýsingar um það frá rússneskum yfirvöldum, bæði vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi og vegna þess hversu treg þau eru til að leyfa utanaðkomandi eftirlit. Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19 Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Segja Prigozhin hafa verið ráðinn af dögum Bráðabirgðaniðurstaða leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem átti málaliðahópinn Wagner Group, hafi verið ráðinn af dögum. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs eru þó ekki sammála um hvort að talið sé að einkaflugvél hans hafi verið skotin niður yfir Rússlandi í gær eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni. 24. ágúst 2023 19:46 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
Flugvél Prigozhin var brasilísk, af gerðinni Embraer Legacy 600. Hún hrapaði norður af Moskvu í síðustu viku. Auk Prigozhin fórust níu aðrir sem voru um borð, þar á meðal tveir næstráðendur hans og fjórir lífverðir. Brasilísk rannsóknarnefnd flugslysa fór fram á að fá að taka þátt í rannsókn á orsökum þess að vélin hrapaði í þágu þess að auka flugöryggi. Slík rannsókn færi fram á grundvelli alþjóðlegra reglna um rannsókn flugslysa. Í svari rússneskra flugslysarannsakenda til þeirra brasilísku sagði að þeir ætluðu sér ekki að hefja rannsókn á grundvelli þrettánda viðauka Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) að sinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Viðaukinn kveður á um alþjóðleg viðmið og vinnubrögð við rannsókn flugslysa. Skaði gegnsæi rannsóknarinnar Vestræn ríki telja að stjórnvöld í Kreml hafi borið ábyrgð á því að vél Prigozhin hrapaði. Bandaríska leyniþjónustan telur að sprengja hafi sprungið um borð sem hafi grandað vélinni. Rússnesk stjórnvöld hafna því að hafa komið nálægt dauða Prigozhin. Prigozhin leiddi uppreisn gegn rússneskum hermálayfirvöldum um tveimur mánuðum áður en hann lést. Áður en hún gekk lengra gerði Prigozhin samkomulag við Vladímír Pútín Rússlandsforseta með milligöngu Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, sem kom honum og málaliðum hans undan saksókn og leyfði þeim að leita hælis í Hvíta-Rússlandi. John Cox, bandarískur sérfræðingur í rannsókn flugslysa, segir Reuters að alltaf verði efasemdir um áreiðanleika niðurstaðna rannsóknar á hrapinu ef Rússar rannsaka það einir. „Mér finnst það mjög dapurlegt. Ég held að það skaði gegnsæi rússnesku rannsóknarinnar,“ segir Cox við Reuters. Alþjóðaflugmálastofnunin segir að vél Prigozhin hafi verið í innanlandsflugi þegar hún hrapaði. Því gildi alþjóðlegar reglur ekki um rannsóknina. Embraer-þoturnar brasilísku eru sagðar áreiðanlegar. Fjöldi sambærilegra þotna eru enn í umferð og því telur fyrirtækið og brasilísk flugmálayfirvöld brýnt að rannsaka hvað grandaði vél Prigozhin. Þau eru þó sögð eiga erfitt með að fá upplýsingar um það frá rússneskum yfirvöldum, bæði vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi og vegna þess hversu treg þau eru til að leyfa utanaðkomandi eftirlit.
Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19 Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Segja Prigozhin hafa verið ráðinn af dögum Bráðabirgðaniðurstaða leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem átti málaliðahópinn Wagner Group, hafi verið ráðinn af dögum. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs eru þó ekki sammála um hvort að talið sé að einkaflugvél hans hafi verið skotin niður yfir Rússlandi í gær eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni. 24. ágúst 2023 19:46 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19
Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00
Segja Prigozhin hafa verið ráðinn af dögum Bráðabirgðaniðurstaða leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem átti málaliðahópinn Wagner Group, hafi verið ráðinn af dögum. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs eru þó ekki sammála um hvort að talið sé að einkaflugvél hans hafi verið skotin niður yfir Rússlandi í gær eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni. 24. ágúst 2023 19:46
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent