Með háleit markmið þrátt fyrir mun yngri hóp en á síðustu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2023 08:31 Patrekur Jóhannesson ræðir við sína menn á síðustu leiktíð. Vísir/Diego Það hafa orðið miklar breytingar á liði Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta fyrir komandi tímabil. Stefnt er að því að byggja upp á ungum og efnilegum Stjörnumönnum. Þetta staðfesti Patrekur Jóhannesson, þjálfari liðsins, í viðtali við handbolti.is nýverið. Þar fór hann yfir leikmannamál liðsins og sagði að hópur Garðbæinga væri 60-70 prósent uppaldir Stjörnuguttar. „Meðalaldurinn er talsvert lægri, 22 til 23 ár í stað 28 ára í fyrra. Ég er sáttur við þetta og tel það vera eina vitið eins og málum er komið að horfa á þá leikmenn sem fyrir eru í félaginu í bland við nokkra leikmenn sem geta styrkt hópinn,“ sagði Patrekur en nú styttist í að handbolta tímabilið hér á landi fari af stað. Handbolti.is fer einnig farið yfir hverjir eru komnir til Stjörnunnar og hverjir eru farnir. Báðir listar eru nokkuð langir. Komnir Benedikt Marinó Herdísarson, var á láni hjá Fjölni Jón Ásgeir Eyjólfsson, var á láni hjá Fjölni Egill Magnússon frá FH Haukur Guðmundsson frá Aftureldingu Ísak Logi Einarsson frá Val Victor Máni Matthíasson frá StÍF í Færeyjum Farnir/Hættir Ari Sverrir Magnússon í HK Leó Snær Pétursson í Aftureldingu Brynjar Hólm Grétarsson í Þór Arnar Freyr Arnarsson. Arnór Freyr Stefánsson Björgvin Þór Hólmgeirsson. Gunnar Steinn Jónsson. Jóhann Karl Reynisson. Patrekur segir að Stjarnan hafi þurft að „skera niður og horfa meira inn á við sem mér finnst frábært.“ Hann tók þó fram að liðið ætli sér að vera áfram í fremstu röð og það sé í raun ekki slakara en liðið á síðustu leiktíð þó hópurinn í heild sé yngri. Þurftum við að skera niður og horfa meira inn á við https://t.co/lOQmO7C5WO— @handboltiis (@handboltiis) August 28, 2023 „Maður fer í öll verkefni með alvöru markmið,“ bætir Patrekur við og segir sína drengi hafa æft duglega í sumar. Alls hafi liðið æft 40 sinnum frá 24. júlí síðastliðnu. „Stundum tvisvar á dag og meðal annars æft samhliða kvennaliðinu sem er gott og treystir mjög félagslega þáttinn,“ sagði Patrekur að endingu en viðtalið í heild sinni má finna á vef handbolti.is. Handbolti Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Þetta staðfesti Patrekur Jóhannesson, þjálfari liðsins, í viðtali við handbolti.is nýverið. Þar fór hann yfir leikmannamál liðsins og sagði að hópur Garðbæinga væri 60-70 prósent uppaldir Stjörnuguttar. „Meðalaldurinn er talsvert lægri, 22 til 23 ár í stað 28 ára í fyrra. Ég er sáttur við þetta og tel það vera eina vitið eins og málum er komið að horfa á þá leikmenn sem fyrir eru í félaginu í bland við nokkra leikmenn sem geta styrkt hópinn,“ sagði Patrekur en nú styttist í að handbolta tímabilið hér á landi fari af stað. Handbolti.is fer einnig farið yfir hverjir eru komnir til Stjörnunnar og hverjir eru farnir. Báðir listar eru nokkuð langir. Komnir Benedikt Marinó Herdísarson, var á láni hjá Fjölni Jón Ásgeir Eyjólfsson, var á láni hjá Fjölni Egill Magnússon frá FH Haukur Guðmundsson frá Aftureldingu Ísak Logi Einarsson frá Val Victor Máni Matthíasson frá StÍF í Færeyjum Farnir/Hættir Ari Sverrir Magnússon í HK Leó Snær Pétursson í Aftureldingu Brynjar Hólm Grétarsson í Þór Arnar Freyr Arnarsson. Arnór Freyr Stefánsson Björgvin Þór Hólmgeirsson. Gunnar Steinn Jónsson. Jóhann Karl Reynisson. Patrekur segir að Stjarnan hafi þurft að „skera niður og horfa meira inn á við sem mér finnst frábært.“ Hann tók þó fram að liðið ætli sér að vera áfram í fremstu röð og það sé í raun ekki slakara en liðið á síðustu leiktíð þó hópurinn í heild sé yngri. Þurftum við að skera niður og horfa meira inn á við https://t.co/lOQmO7C5WO— @handboltiis (@handboltiis) August 28, 2023 „Maður fer í öll verkefni með alvöru markmið,“ bætir Patrekur við og segir sína drengi hafa æft duglega í sumar. Alls hafi liðið æft 40 sinnum frá 24. júlí síðastliðnu. „Stundum tvisvar á dag og meðal annars æft samhliða kvennaliðinu sem er gott og treystir mjög félagslega þáttinn,“ sagði Patrekur að endingu en viðtalið í heild sinni má finna á vef handbolti.is.
Handbolti Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira