Sakar Jenni Hermoso um lygar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. ágúst 2023 11:22 Þetta er ein af fjórum myndum sem spænska knattspyrnusambandið sendi fjölmiðlum í morgun til að sýna fram á að Jenni Hermoso fari með rangt mál. Það hefur hótað henni og fleiri knattspyrnukonum lögsókn neiti þær að spila með spænska landsliðinu RFEF Spænska knattspyrnusambandið ver formann sinn með kjafti og klóm. Það segir Jenni Hermoso fara með ósannindi og bendir á að fótboltakonur á Spáni geti ekki neitað að spila með landsliðinu séu þær valdar í liðið. „Ég segi ekki af mér.“ Ekki sjaldnar en fimm sinnum lét Luis Rubiales, formaður spænska knattspyrnusambandsins, umheiminn heyra það að hann ætlaði ekki að segja af sér, akkúrat þegar allir héldu að hann væri að fara að gera hið gagnstæða. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=B0w_EW0x0n0">watch on YouTube</a> Þetta var ekkert minna en sprengja inn í umræðu sem staðið hefur síðan á sunnudag, þegar spænsku landsliðskonurnar urðu heimsmeistarar í fótbolta og Rubiales kyssti Jenni Hermoso á munninn. Synd og skömm að fögnuðurinn falli í skuggann Og eins og Cata Coll, markvörður spænska landsliðsins, sagði á samfélagsmiðlum í gær, þá er það í raun synd og skömm að þjóðin skuli ekki vera að fagna þessum 23 fótboltakonum í stað þess að rífast um tilveru eins karls sem stendur í stafni skútunnar og neitar að fara frá borði. Spænsk stjórnvöld kæra Rubiales Eftir yfirlýsingu Rubiales ákváðu spænsk stjórnvöld að kæra málið til spænska íþróttadómstólsins og stefna að því að koma honum frá völdum innan nokkurra daga. Miquel Iceta, íþróttamálaráðherra Spánar segir í samtali við El País í morgun að ríkisstjórnin ætli að gera allt sem í valdi hennar stendur til að koma Rubiales frá. Jenni Hermoso sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi um að hún væri hætt með landsliðinu þar til breytingar verði gerðar. Það sama hafa 80 fótboltakonur gert. Hermoso segir Rubiales ljúga, hún hafi aldrei gefið samþykki fyrir kossinum. Spænska knattspyrnusambandið stendur fast með formanninum Spænska knattspyrnusambandið brást hart við snemma í morgun, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það styður formanninn, segir hann hafa sagt satt að öllu leyti og birtir fjórar myndir því til stuðnings. Sambandið bendir sömuleiðis á að fótboltakonur á Spáni geti ekki neitað að spila með landsliðinu komi kallið og það gefur í skyn að það muni fara í hart gerist þess þörf. Þessu stríði er langt í frá lokið, en það hefur eiginlega alveg gleymst að fagna heimsmeistaratitlinum. Spánn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
„Ég segi ekki af mér.“ Ekki sjaldnar en fimm sinnum lét Luis Rubiales, formaður spænska knattspyrnusambandsins, umheiminn heyra það að hann ætlaði ekki að segja af sér, akkúrat þegar allir héldu að hann væri að fara að gera hið gagnstæða. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=B0w_EW0x0n0">watch on YouTube</a> Þetta var ekkert minna en sprengja inn í umræðu sem staðið hefur síðan á sunnudag, þegar spænsku landsliðskonurnar urðu heimsmeistarar í fótbolta og Rubiales kyssti Jenni Hermoso á munninn. Synd og skömm að fögnuðurinn falli í skuggann Og eins og Cata Coll, markvörður spænska landsliðsins, sagði á samfélagsmiðlum í gær, þá er það í raun synd og skömm að þjóðin skuli ekki vera að fagna þessum 23 fótboltakonum í stað þess að rífast um tilveru eins karls sem stendur í stafni skútunnar og neitar að fara frá borði. Spænsk stjórnvöld kæra Rubiales Eftir yfirlýsingu Rubiales ákváðu spænsk stjórnvöld að kæra málið til spænska íþróttadómstólsins og stefna að því að koma honum frá völdum innan nokkurra daga. Miquel Iceta, íþróttamálaráðherra Spánar segir í samtali við El País í morgun að ríkisstjórnin ætli að gera allt sem í valdi hennar stendur til að koma Rubiales frá. Jenni Hermoso sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi um að hún væri hætt með landsliðinu þar til breytingar verði gerðar. Það sama hafa 80 fótboltakonur gert. Hermoso segir Rubiales ljúga, hún hafi aldrei gefið samþykki fyrir kossinum. Spænska knattspyrnusambandið stendur fast með formanninum Spænska knattspyrnusambandið brást hart við snemma í morgun, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það styður formanninn, segir hann hafa sagt satt að öllu leyti og birtir fjórar myndir því til stuðnings. Sambandið bendir sömuleiðis á að fótboltakonur á Spáni geti ekki neitað að spila með landsliðinu komi kallið og það gefur í skyn að það muni fara í hart gerist þess þörf. Þessu stríði er langt í frá lokið, en það hefur eiginlega alveg gleymst að fagna heimsmeistaratitlinum.
Spánn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti