Sakar Jenni Hermoso um lygar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. ágúst 2023 11:22 Þetta er ein af fjórum myndum sem spænska knattspyrnusambandið sendi fjölmiðlum í morgun til að sýna fram á að Jenni Hermoso fari með rangt mál. Það hefur hótað henni og fleiri knattspyrnukonum lögsókn neiti þær að spila með spænska landsliðinu RFEF Spænska knattspyrnusambandið ver formann sinn með kjafti og klóm. Það segir Jenni Hermoso fara með ósannindi og bendir á að fótboltakonur á Spáni geti ekki neitað að spila með landsliðinu séu þær valdar í liðið. „Ég segi ekki af mér.“ Ekki sjaldnar en fimm sinnum lét Luis Rubiales, formaður spænska knattspyrnusambandsins, umheiminn heyra það að hann ætlaði ekki að segja af sér, akkúrat þegar allir héldu að hann væri að fara að gera hið gagnstæða. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=B0w_EW0x0n0">watch on YouTube</a> Þetta var ekkert minna en sprengja inn í umræðu sem staðið hefur síðan á sunnudag, þegar spænsku landsliðskonurnar urðu heimsmeistarar í fótbolta og Rubiales kyssti Jenni Hermoso á munninn. Synd og skömm að fögnuðurinn falli í skuggann Og eins og Cata Coll, markvörður spænska landsliðsins, sagði á samfélagsmiðlum í gær, þá er það í raun synd og skömm að þjóðin skuli ekki vera að fagna þessum 23 fótboltakonum í stað þess að rífast um tilveru eins karls sem stendur í stafni skútunnar og neitar að fara frá borði. Spænsk stjórnvöld kæra Rubiales Eftir yfirlýsingu Rubiales ákváðu spænsk stjórnvöld að kæra málið til spænska íþróttadómstólsins og stefna að því að koma honum frá völdum innan nokkurra daga. Miquel Iceta, íþróttamálaráðherra Spánar segir í samtali við El País í morgun að ríkisstjórnin ætli að gera allt sem í valdi hennar stendur til að koma Rubiales frá. Jenni Hermoso sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi um að hún væri hætt með landsliðinu þar til breytingar verði gerðar. Það sama hafa 80 fótboltakonur gert. Hermoso segir Rubiales ljúga, hún hafi aldrei gefið samþykki fyrir kossinum. Spænska knattspyrnusambandið stendur fast með formanninum Spænska knattspyrnusambandið brást hart við snemma í morgun, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það styður formanninn, segir hann hafa sagt satt að öllu leyti og birtir fjórar myndir því til stuðnings. Sambandið bendir sömuleiðis á að fótboltakonur á Spáni geti ekki neitað að spila með landsliðinu komi kallið og það gefur í skyn að það muni fara í hart gerist þess þörf. Þessu stríði er langt í frá lokið, en það hefur eiginlega alveg gleymst að fagna heimsmeistaratitlinum. Spánn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjá meira
„Ég segi ekki af mér.“ Ekki sjaldnar en fimm sinnum lét Luis Rubiales, formaður spænska knattspyrnusambandsins, umheiminn heyra það að hann ætlaði ekki að segja af sér, akkúrat þegar allir héldu að hann væri að fara að gera hið gagnstæða. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=B0w_EW0x0n0">watch on YouTube</a> Þetta var ekkert minna en sprengja inn í umræðu sem staðið hefur síðan á sunnudag, þegar spænsku landsliðskonurnar urðu heimsmeistarar í fótbolta og Rubiales kyssti Jenni Hermoso á munninn. Synd og skömm að fögnuðurinn falli í skuggann Og eins og Cata Coll, markvörður spænska landsliðsins, sagði á samfélagsmiðlum í gær, þá er það í raun synd og skömm að þjóðin skuli ekki vera að fagna þessum 23 fótboltakonum í stað þess að rífast um tilveru eins karls sem stendur í stafni skútunnar og neitar að fara frá borði. Spænsk stjórnvöld kæra Rubiales Eftir yfirlýsingu Rubiales ákváðu spænsk stjórnvöld að kæra málið til spænska íþróttadómstólsins og stefna að því að koma honum frá völdum innan nokkurra daga. Miquel Iceta, íþróttamálaráðherra Spánar segir í samtali við El País í morgun að ríkisstjórnin ætli að gera allt sem í valdi hennar stendur til að koma Rubiales frá. Jenni Hermoso sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi um að hún væri hætt með landsliðinu þar til breytingar verði gerðar. Það sama hafa 80 fótboltakonur gert. Hermoso segir Rubiales ljúga, hún hafi aldrei gefið samþykki fyrir kossinum. Spænska knattspyrnusambandið stendur fast með formanninum Spænska knattspyrnusambandið brást hart við snemma í morgun, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það styður formanninn, segir hann hafa sagt satt að öllu leyti og birtir fjórar myndir því til stuðnings. Sambandið bendir sömuleiðis á að fótboltakonur á Spáni geti ekki neitað að spila með landsliðinu komi kallið og það gefur í skyn að það muni fara í hart gerist þess þörf. Þessu stríði er langt í frá lokið, en það hefur eiginlega alveg gleymst að fagna heimsmeistaratitlinum.
Spánn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjá meira