Meintur svikahrappur hafi lofað kynlífi og beðið um pening Jón Þór Stefánsson skrifar 25. ágúst 2023 15:41 Konan segist haldin alvarlegri spilafíkn. Vísir/Vilhelm Kona sem er grunuð um að hafa svikið 25 milljónir af ellefu karlmönnum, þar af nokkrum með þroskaskerðingu er laus úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir henni frá því í byrjun mánaðar rann út í dag. Úrskurður Landsréttar var birtur á vef dómstólsins í dag. Í gögnum málsins segir að hún hafi veitt einum manni loforð um kynlíf í sömu andrá og hún bað hann um 50 þúsund krónur. Lögreglan telur hana hafa ítrekað beitt blekkingum, hagnýtt sér óljósar hugmyndir manna og þannig haft af þeim fé. Hún hafi blekkt menn með því að óska eftir láni þegar henni hafi verið ljóst að hún gæti ekki borgað þau til baka. Konan, sem hefur játað brotin að hluta til, segist haldin alvarlegri spilafíkn og að hún leiti nú aðstoðar vegna vanda síns. Á síðustu tveimur árum hafa 400 karlmenn lagt inn á hana rúmlega 200 milljónir. Í febrúar á þessu ári var konan handtekin og spurð út í meint fjársvik sín og færslur frá fjórum kærendum. Um var að ræða um það bil fimmtán milljónir, en konan hélt því fram að um væri að ræða lán sem hún ætlaði sér að borga til baka. Þrátt fyrir það hélt konan uppteknum hætti, en tíu karlmenn hafa kært hana til viðbótar, og þar af eru fjórir með þroskaskerðingu. Hún hefur haldið því fram að hún eigi von á arfi sem hún muni borga skuldir sínar með. Konan var handtekin á ný í sumar og úrskurðuð í gæsluvarðhald, sem var síðan framlengt og rann að lokum út í dag. Samkvæmt heimildum Vísis var gæsluvarðhaldið ekki framlengt enn frekar og er konan því laus úr haldi. Dómsmál Fjárhættuspil Lögreglumál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Úrskurður Landsréttar var birtur á vef dómstólsins í dag. Í gögnum málsins segir að hún hafi veitt einum manni loforð um kynlíf í sömu andrá og hún bað hann um 50 þúsund krónur. Lögreglan telur hana hafa ítrekað beitt blekkingum, hagnýtt sér óljósar hugmyndir manna og þannig haft af þeim fé. Hún hafi blekkt menn með því að óska eftir láni þegar henni hafi verið ljóst að hún gæti ekki borgað þau til baka. Konan, sem hefur játað brotin að hluta til, segist haldin alvarlegri spilafíkn og að hún leiti nú aðstoðar vegna vanda síns. Á síðustu tveimur árum hafa 400 karlmenn lagt inn á hana rúmlega 200 milljónir. Í febrúar á þessu ári var konan handtekin og spurð út í meint fjársvik sín og færslur frá fjórum kærendum. Um var að ræða um það bil fimmtán milljónir, en konan hélt því fram að um væri að ræða lán sem hún ætlaði sér að borga til baka. Þrátt fyrir það hélt konan uppteknum hætti, en tíu karlmenn hafa kært hana til viðbótar, og þar af eru fjórir með þroskaskerðingu. Hún hefur haldið því fram að hún eigi von á arfi sem hún muni borga skuldir sínar með. Konan var handtekin á ný í sumar og úrskurðuð í gæsluvarðhald, sem var síðan framlengt og rann að lokum út í dag. Samkvæmt heimildum Vísis var gæsluvarðhaldið ekki framlengt enn frekar og er konan því laus úr haldi.
Dómsmál Fjárhættuspil Lögreglumál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira