Saka Úkraínumenn um umfangsmestu árásirnar til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 25. ágúst 2023 08:50 Kona grætur við gröf sonar síns sem féll í stríðinu við Rússa í Kharkiv á þjóðhátíðardegi Úkraínu í gær. AP/Bram Janssen Rússneska varnarmálaráðuneytið heldur því fram að Úkraínumenn hafi skotið flugskeyti að Moskvu og ráðist á Krímskaga með á fimmta tug dróna í dag. Ef rétt reynist eru það umfangsmestu árásir Úkraínumanna á Rússland og hernumin svæði til þessa. S-200-flugskeyti var skotið niður yfir Kaluga-héraði sem liggur að Moskvu-héraði, að sögn ráðuneytisins. Vladislav Shapsha, ríkisstjóri Kaluga, segir engan hafa sakað þegar flugskeytið hrapaði. Reuters-fréttastofan segir að flugvellir í nágrenni Moskvu hafi verið lokaðir í nokkrar klukkustundir vegna árásarinnar. Þá segja Rússar að Úkraínumenn hafi sent 42 dróna til Krímskaga, úkraínska landsvæðisins sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Níu þeirra hafi verið skotnir niður en hinir 33 stöðvaðir með rafrænum vörnum þannig að þeir hröpuðu áður en þeir náðu skotmörkum sínum. Mikhail Ravzozhajev, yfirmaður hernámsins í hafnarborginni Sevastopol á Krímskaga, segir að fjöldi dróna hafi verið stöðvaður við mörk borgarinnar. Stjórnvöld í Kænugarði hafa ekki tjáð sig um fullyrðingar Rússa. Þau hafa nánast aldrei lýst yfir ábyrgð á árásum á Rússland eða hersetin svæði í Úkraínu. Árásum af þessu tagi hefur farið fjölgandi eftir að tveir drónar voru skotnir niður yfir Kreml í maí. Úkraínumenn telja sig enn geta endurheimt Krímskaga þrátt fyrir úrtöluraddir. Leyniþjónusta úkraínska hersins sagði að hún hefði komið liðsmönnum sínum á land á vestasta hluta skagans, og plantað niður úkraínskum fána eftir skotbardaga við rússneska hermenn í vikunni. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Deilt um gagnsóknina Bandarískir og úkraínskir herforingjar eru sagðir hafa deilt um framkvæmd gagnsóknar Úkraínumanna. Valerí Salúsjní, yfirmaður úkraínska hersins, segir hermenn sína nærri því að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa. 24. ágúst 2023 22:33 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
S-200-flugskeyti var skotið niður yfir Kaluga-héraði sem liggur að Moskvu-héraði, að sögn ráðuneytisins. Vladislav Shapsha, ríkisstjóri Kaluga, segir engan hafa sakað þegar flugskeytið hrapaði. Reuters-fréttastofan segir að flugvellir í nágrenni Moskvu hafi verið lokaðir í nokkrar klukkustundir vegna árásarinnar. Þá segja Rússar að Úkraínumenn hafi sent 42 dróna til Krímskaga, úkraínska landsvæðisins sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Níu þeirra hafi verið skotnir niður en hinir 33 stöðvaðir með rafrænum vörnum þannig að þeir hröpuðu áður en þeir náðu skotmörkum sínum. Mikhail Ravzozhajev, yfirmaður hernámsins í hafnarborginni Sevastopol á Krímskaga, segir að fjöldi dróna hafi verið stöðvaður við mörk borgarinnar. Stjórnvöld í Kænugarði hafa ekki tjáð sig um fullyrðingar Rússa. Þau hafa nánast aldrei lýst yfir ábyrgð á árásum á Rússland eða hersetin svæði í Úkraínu. Árásum af þessu tagi hefur farið fjölgandi eftir að tveir drónar voru skotnir niður yfir Kreml í maí. Úkraínumenn telja sig enn geta endurheimt Krímskaga þrátt fyrir úrtöluraddir. Leyniþjónusta úkraínska hersins sagði að hún hefði komið liðsmönnum sínum á land á vestasta hluta skagans, og plantað niður úkraínskum fána eftir skotbardaga við rússneska hermenn í vikunni.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Deilt um gagnsóknina Bandarískir og úkraínskir herforingjar eru sagðir hafa deilt um framkvæmd gagnsóknar Úkraínumanna. Valerí Salúsjní, yfirmaður úkraínska hersins, segir hermenn sína nærri því að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa. 24. ágúst 2023 22:33 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Deilt um gagnsóknina Bandarískir og úkraínskir herforingjar eru sagðir hafa deilt um framkvæmd gagnsóknar Úkraínumanna. Valerí Salúsjní, yfirmaður úkraínska hersins, segir hermenn sína nærri því að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa. 24. ágúst 2023 22:33