Pútin tjáir sig og lofar rannsókn á dauða Prigozhin Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. ágúst 2023 16:36 Pútín segir að rannsóknin muni taka tíma. EPA Vladímír Pútín Rússlandsforseti sendir fjölskyldu Yevgeny Prigozhin samúðarkveðjur. Hann tjáði sig í fyrsta sinn um dauða Wagner leiðtogans í sjónvarpsávarpi síðdegis í dag. Pútín lýsti Prigozhin sem hæfileikaríkum viðskiptamanni og hét því að láta rannsaka flugslysið.Rannsókn muni hins vegar taka tíma. Þetta er í fyrsta sinn síðan tilkynnt var um dauða Prigozhin í gær að einhver úr stjórnkerfi Rússlands tjáir sig um hann. „Ég hef þekkt Prigozhin í langan tíma, síðan í upphafi tíunda áratugarins. Hann var maður sem átti erfið örlög. Hann gerði nokkur alvarleg mistök á ævi sinni,“ sagði Pútín í ávarpinu. „Hann náði þeim árangri sem ég bað hann um að ná á síðustu mánuðunum, bæði fyrir sjálfan sig og fyrir sameiginlegan málstað okkar.“ Átti hann þá við árangur Wagner liða til að ná borginni Bakmút í Donetsk héraði, sem barist hafði verið um mánuðum saman. „Ef því sem ég veit kom Prigozhin frá Afríku í gær. Þar hitti hann ákveðna opinbera fulltrúa,“ sagði Pútín. En Wagner hópurinn hefur verið í náðinni hjá herforingjastjórn Malí og talið er að Prigozhin hafi ætlað sér að ná meiri áhrifum hjá nýrri herforingjastjórn Níger. Pútín sagði að gögn sýni að fleiri Wagner liðar hafi verið um borð í flugvélinni sem hrapaði í gær. Alls voru tíu um borð, þar af þriggja manna áhöfn. „Þetta fólk hefur lagt mikið af mörkum í sameiginlegu takmarki okkar að berjast við nýnasistastjórnina í Úkraínu. Við munum og vitum þetta og við munum ekki gleyma þessu,“ sagði Pútín sem hefur reynt að klína nasistastimplinum á Úkraínumenn frá stríðsbyrjun í febrúar árið 2022 til að réttlæta innrás sína. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Flugvél Prigozhin sögð hafa verið skotin niður Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, er lést er einkaflugvél hans féll til jarðar í Rússlandi í dag. Fregnir hafa borist af því að flugvélin hafi verið skotin niður en það er óstaðfest. 23. ágúst 2023 17:18 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Pútín lýsti Prigozhin sem hæfileikaríkum viðskiptamanni og hét því að láta rannsaka flugslysið.Rannsókn muni hins vegar taka tíma. Þetta er í fyrsta sinn síðan tilkynnt var um dauða Prigozhin í gær að einhver úr stjórnkerfi Rússlands tjáir sig um hann. „Ég hef þekkt Prigozhin í langan tíma, síðan í upphafi tíunda áratugarins. Hann var maður sem átti erfið örlög. Hann gerði nokkur alvarleg mistök á ævi sinni,“ sagði Pútín í ávarpinu. „Hann náði þeim árangri sem ég bað hann um að ná á síðustu mánuðunum, bæði fyrir sjálfan sig og fyrir sameiginlegan málstað okkar.“ Átti hann þá við árangur Wagner liða til að ná borginni Bakmút í Donetsk héraði, sem barist hafði verið um mánuðum saman. „Ef því sem ég veit kom Prigozhin frá Afríku í gær. Þar hitti hann ákveðna opinbera fulltrúa,“ sagði Pútín. En Wagner hópurinn hefur verið í náðinni hjá herforingjastjórn Malí og talið er að Prigozhin hafi ætlað sér að ná meiri áhrifum hjá nýrri herforingjastjórn Níger. Pútín sagði að gögn sýni að fleiri Wagner liðar hafi verið um borð í flugvélinni sem hrapaði í gær. Alls voru tíu um borð, þar af þriggja manna áhöfn. „Þetta fólk hefur lagt mikið af mörkum í sameiginlegu takmarki okkar að berjast við nýnasistastjórnina í Úkraínu. Við munum og vitum þetta og við munum ekki gleyma þessu,“ sagði Pútín sem hefur reynt að klína nasistastimplinum á Úkraínumenn frá stríðsbyrjun í febrúar árið 2022 til að réttlæta innrás sína.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Flugvél Prigozhin sögð hafa verið skotin niður Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, er lést er einkaflugvél hans féll til jarðar í Rússlandi í dag. Fregnir hafa borist af því að flugvélin hafi verið skotin niður en það er óstaðfest. 23. ágúst 2023 17:18 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Flugvél Prigozhin sögð hafa verið skotin niður Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, er lést er einkaflugvél hans féll til jarðar í Rússlandi í dag. Fregnir hafa borist af því að flugvélin hafi verið skotin niður en það er óstaðfest. 23. ágúst 2023 17:18