Borgaryfirvöld í Barcelona dreifa vatni og derhúfum til heimilislausra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2023 12:56 Ferðamenn í Barcelona freista þess að skýla sér frá sólinni. epa/Alejandro Garcia Hitamet hafa fallið síðustu nætur í Barcelona, þar sem hitinn fór lægst í um 30 gráður á 24 klukkustunda tímabili. Hitinn í gær fór í 38,8 stig, sem er nýtt met en gamla metið var 37,4 gráður. Ef marka má fregnir erlendra miðla er einnig mikill raki í loftinu og útivera getur verið allt að því óbærileg. Borgaryfirvöld hafa gefið út hitaviðvörun og dreift vatni og derhúfum til heimilislausra. Um það bil 3.600 einstaklingar sem tilheyra viðkvæmum hópum hafa fengið textaskilaboð frá yfirvöldum, með ráðleggingum um hvernig best er að vernda sig fyrir hitanum og ábendingum um „hita-afdrep“ þar sem fólk getur komist í loftkælt rými og náð sér í vatn. Búið er að setja af stað neyðaráætlun sem miðar að vökvun 310 þúsund trjáa borgarinnar eftir að pálmatré féll á unga stúlku í síðustu viku. Stúlkan lést í slysinu. Ítrekaðar hitabylgjur hafa gengið yfir Spán frá því í júní. Hitinn í dag mun ná 40 gráðum á sumum svæðum en gert er ráð fyrir kaldara veðri um helgina, nema í suð-austurhluta landsins. Veðurfræðingar spá allt að 10 stiga kulnun á sunnudag og nokkurri rigningu en þó ekki nægri til að bæta upp langvarandi þurrk. Hann hefur verið hvað mestur í Andalúsíu og Katalóníu. Nokkrir voru lagðir inn á sjúkrahús með hitaslag í Bilbao í gær, þar sem hitinn náði 43 stigum. Hitaveðrið mun færast suður í dag og verða verst í La Rioja og Zaragoza. Veðrið hefur komið niður á vín- og ólífuolíuframleiðslu en síðarnefnda dróst saman um helming á síðasta ári og gert er ráð fyrir svipaðri afkomu í ár. Úrvals olía hefur hækkað í verði vegna takmarkaðs framboðs, sem hefur leitt til samdráttar í sölu. Spánn er stærsti framleiðandi ólífuolíu í heiminum. Spánn Veður Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Ef marka má fregnir erlendra miðla er einnig mikill raki í loftinu og útivera getur verið allt að því óbærileg. Borgaryfirvöld hafa gefið út hitaviðvörun og dreift vatni og derhúfum til heimilislausra. Um það bil 3.600 einstaklingar sem tilheyra viðkvæmum hópum hafa fengið textaskilaboð frá yfirvöldum, með ráðleggingum um hvernig best er að vernda sig fyrir hitanum og ábendingum um „hita-afdrep“ þar sem fólk getur komist í loftkælt rými og náð sér í vatn. Búið er að setja af stað neyðaráætlun sem miðar að vökvun 310 þúsund trjáa borgarinnar eftir að pálmatré féll á unga stúlku í síðustu viku. Stúlkan lést í slysinu. Ítrekaðar hitabylgjur hafa gengið yfir Spán frá því í júní. Hitinn í dag mun ná 40 gráðum á sumum svæðum en gert er ráð fyrir kaldara veðri um helgina, nema í suð-austurhluta landsins. Veðurfræðingar spá allt að 10 stiga kulnun á sunnudag og nokkurri rigningu en þó ekki nægri til að bæta upp langvarandi þurrk. Hann hefur verið hvað mestur í Andalúsíu og Katalóníu. Nokkrir voru lagðir inn á sjúkrahús með hitaslag í Bilbao í gær, þar sem hitinn náði 43 stigum. Hitaveðrið mun færast suður í dag og verða verst í La Rioja og Zaragoza. Veðrið hefur komið niður á vín- og ólífuolíuframleiðslu en síðarnefnda dróst saman um helming á síðasta ári og gert er ráð fyrir svipaðri afkomu í ár. Úrvals olía hefur hækkað í verði vegna takmarkaðs framboðs, sem hefur leitt til samdráttar í sölu. Spánn er stærsti framleiðandi ólífuolíu í heiminum.
Spánn Veður Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira