Klara biður aganefnd KSÍ að skoða afskipti Arnars Aron Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2023 11:00 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Vísir/Samsett mynd Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ hefur óskað eftir því við aga- og úrskurðarnefnd sambandsins að hún taki til skoðunar afskipti Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings Reykjavíkur, af leik liðsins við Val í Bestu deild karla á dögunum. Þetta staðfestir Klara í samtali við Vísi en Arnar tók út leikbann í umræddum leik en var, líkt og hann greindi frá í viðtali í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir leik, í símasambandi við aðstoðarmenn sína á hliðarlínunni. Klippa: Arnar í viðtali eftir leik gegn Val Valsarar íhuga það nú að kæra afskipti Arnars af leik liðanna og hafa út morgundaginn til þess að kæra. Í samtali við Vísi segist Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, engu við málið að bæta á þessari stundu. Valsarar séu bara með málið til skoðunar. Í þessum efnum liggja greinar í reglugerðum KSÍ og FIFA meðal annars undir og segir Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, að aga- og úrskurðarnefnd hafi heimild til þess að líta í báðar reglugerðir í málum sem koma inn á borð nefndarinnar. „Það getur alveg átt við í svona máli,“ segir Haukur í samtali við Vísi. „Ef horft er á íslensku reglugerðina og hún er kannski ekki nægilega nákvæm um tilvikin þá er heimild fyrir aganefndina ,og eftir atvikum áfrýjunardómstól, að horfa til FIFA reglugerðarinnar því hún er ákvæðum KSÍ reglugerðarinnar til fyllingar. Hún fyllir upp í eyðurnar ef svo má segja.“ Í 66.kafla reglugerðar agareglna FIFA, FIFA Disciplinary Code, undir liðum B og C í 3.grein, segir að þjálfari eða forystumaður félags, sem taki út leikbann, sé ekki heimilt að fara inn til búningsherbergja, í leikmannagöngin eða boðvang umrædds leikstaðs og megi ekki vera í samskiptum eða hafa samband við annan einstakling sem gæti talist sem hluti af leiknum þar til að dómari flautar til leiksloka. „Ég var bara í stöðugum samskiptum við bekkinn, það er svo fínt útsýni þarna úr stúkunni og hægt að ´micro-managera´ vel þarna úr stúkunni,“ sagði Arnar, þjálfari Víkinga í viðtali á Stöð 2 Sport eftir leik Vals og Víkings á dögunum. Í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, sem er sett samkvæmt agareglum FIFA, segir að þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skuli vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt. Möguleg sekt Fari svo að kært verði í málinu, og komist að þeirri niðurstöðu að Arnar hafi brotið í bága við reglugerð KSÍ, kveður reglugerð sambandsins um knattspyrnumót hvaða afleiðingar það geti haft í för með sér. Undir 36.grein umræddrar reglugerðar segir: Félag sem notar þjálfara eða forystumann sem er í leikbanni skal sæta sektum og viðkomandi frekara leikbanni í samræmi við ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar. Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð allt að kr. 75.000. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð allt að kr. 300.000 sé brotið framið í meistaraflokki. Er það ólíkt þeim afleiðingum sem það getur haft í för með sér þegar að félag notar leikmann í leikbanni í leik sínum. Þá telst það lið hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Þetta staðfestir Klara í samtali við Vísi en Arnar tók út leikbann í umræddum leik en var, líkt og hann greindi frá í viðtali í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir leik, í símasambandi við aðstoðarmenn sína á hliðarlínunni. Klippa: Arnar í viðtali eftir leik gegn Val Valsarar íhuga það nú að kæra afskipti Arnars af leik liðanna og hafa út morgundaginn til þess að kæra. Í samtali við Vísi segist Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, engu við málið að bæta á þessari stundu. Valsarar séu bara með málið til skoðunar. Í þessum efnum liggja greinar í reglugerðum KSÍ og FIFA meðal annars undir og segir Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, að aga- og úrskurðarnefnd hafi heimild til þess að líta í báðar reglugerðir í málum sem koma inn á borð nefndarinnar. „Það getur alveg átt við í svona máli,“ segir Haukur í samtali við Vísi. „Ef horft er á íslensku reglugerðina og hún er kannski ekki nægilega nákvæm um tilvikin þá er heimild fyrir aganefndina ,og eftir atvikum áfrýjunardómstól, að horfa til FIFA reglugerðarinnar því hún er ákvæðum KSÍ reglugerðarinnar til fyllingar. Hún fyllir upp í eyðurnar ef svo má segja.“ Í 66.kafla reglugerðar agareglna FIFA, FIFA Disciplinary Code, undir liðum B og C í 3.grein, segir að þjálfari eða forystumaður félags, sem taki út leikbann, sé ekki heimilt að fara inn til búningsherbergja, í leikmannagöngin eða boðvang umrædds leikstaðs og megi ekki vera í samskiptum eða hafa samband við annan einstakling sem gæti talist sem hluti af leiknum þar til að dómari flautar til leiksloka. „Ég var bara í stöðugum samskiptum við bekkinn, það er svo fínt útsýni þarna úr stúkunni og hægt að ´micro-managera´ vel þarna úr stúkunni,“ sagði Arnar, þjálfari Víkinga í viðtali á Stöð 2 Sport eftir leik Vals og Víkings á dögunum. Í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, sem er sett samkvæmt agareglum FIFA, segir að þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skuli vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt. Möguleg sekt Fari svo að kært verði í málinu, og komist að þeirri niðurstöðu að Arnar hafi brotið í bága við reglugerð KSÍ, kveður reglugerð sambandsins um knattspyrnumót hvaða afleiðingar það geti haft í för með sér. Undir 36.grein umræddrar reglugerðar segir: Félag sem notar þjálfara eða forystumann sem er í leikbanni skal sæta sektum og viðkomandi frekara leikbanni í samræmi við ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar. Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð allt að kr. 75.000. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð allt að kr. 300.000 sé brotið framið í meistaraflokki. Er það ólíkt þeim afleiðingum sem það getur haft í för með sér þegar að félag notar leikmann í leikbanni í leik sínum. Þá telst það lið hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða.
Félag sem notar þjálfara eða forystumann sem er í leikbanni skal sæta sektum og viðkomandi frekara leikbanni í samræmi við ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar. Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð allt að kr. 75.000. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð allt að kr. 300.000 sé brotið framið í meistaraflokki.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira