Sport

Dag­skráin í dag: Breiða­blik ætlar sér sæti í riðla­keppni Sam­bands­deildarinnar

Smári Jökull Jónsson skrifar
Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem verður í eldlínunni í Norður-Makedóníu í dag.
Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem verður í eldlínunni í Norður-Makedóníu í dag. Vísir/Hulda Margrét

Breiðablik mætir Struga í dag í fyrri leik liðanna í umspilseinvígi um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA. Þá fer þýska úrvalsdeildin í handbolta fer af stað í dag.

Stöð 2 Sport 2

Breiðablik mætir Struga frá Norður-Makedóníu í fyrri leik liðanna í einvígi þeirra um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Útsending frá leiknum hefst 14:50 en Breiðablik freistar þess að verða fyrsta íslenska liðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu.

Á miðnætti hefst síðan útsending frá leik Philadelphia Eagles og Indianapolis Colts í NFL en leikurinn er hluti af undirbúningstímabili liðanna.

Stöð 2 Sport 4

Bein útsending frá Opna Canadian Pacific mótinu á LPGA-mótaröðinni í golfi hefst klukkan 22:30.

Vodafone Sport

Klukkan 11:00 verður sýnt beint frá D+D Real Czech meistaramótinu í Evrópumótaröðinni í golfi.

Klukkan 16:55 hefst útsending frá leik Flensburg og Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik en um er að ræða fyrsta leik tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×